Fundur 24.nóv., 1864

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.



Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0083r)


Ár 1864 24. Nov var fundr haldinn í Kvoldfjelaginu og þa

byrjaði kappræða um hið skaðlega við giptingar í for-

boðnu lifu frummælandi Þorst Jonsson tók fyrst

til máls og tók fram að í katholsku löndunum væri ekki

leift að sistkinabörn ættust nema með páfaleifi. I Dan-

mörk mætti systkinabörn eigast að lögum. Í Moses lög-

máli væri það alt strangara samkv. 3 Mos.b. 18 kap. Hann

tók fram að það væri álit lærðra manna að heyrnar og málleysingjar

fæddust helzt af náskyldum foreldrum einnig fylgi þeim erfða

sjúkdómar (börn sem getin eru í ölæði verða heimsk) Hann

tók einnin fram að allar skepnur yrðu hraustari ef er kæmu af

óskyldum foreldrum en af skyldum. Skild hjónabönd yrðu mjög

ófrjósöm börn þeirra yrðu kyrtlaveik vatnsjúk og með allskonar kvillum og

yrðu skammlíf og enfremur kæmu lángflestir vanskapningar og

vitfyrringar auk m út af skildum hjónarböndum auk mál og heyrnar-



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0083v)


leysingja. - Í Kína er alls eingum leift að giptast sem skildir

eru og þar eru heldur alls eingir heyrnar og málleysingjar -

Hvervetna þar sem ættir hafa giptst saman hafi þær orðið skammlífar

sjeu ekki hjónaböndin ófrjósöm verði börnin veik bæði á sál og

líkama, og sjeu skild hjónabönd endurtekin þá fari enn ver

Sannaði hann allt þetta með mörgum dæmum eptir

franskan læknir Francis Devay sem hefir miklar ransoknir í þessar

tilliti. - Forseti sem var andm. tók fram að margt af þessu kynni að

vera gott og gilt, en þó væri ef til vill ósannað hvort veikleiki

sá sem frummælandi hefði tekið fram ekki gæti einnig

verið af öðrum rótum runnir en skildum hjónaböndum-

En fremur mundu fáir vera kunnugir í Kína. Frummæl-

andi reyndi að færa sönnur á sitt mál, með því að þetta er

hann hefði sagt væri margt byggt á opinberum skyrslum

úr Frakklandi og Vesturheimi. Gísli Magnússon var á sama

máli og forseti, og bætti því við að hann vildi heldur óska að menn

giptust náið, (ef sjúkleiki gengi í ættir,) heldur en fjær, til þess ekki

fjölguðu veikar ættir, sem hann þó að öðru ekki hefði neina

trú á, því menn yrðu oft m??? þróttminni feðrum sínum þó

komnir væru af óskildum hjónaböndum. Sjúkleiki og eymd

muni opt koma öðrum ytri kríngumstæðum, en frummælandi

hefði ekki sannað álit sitt, þó eitthvað kynni að vera hæft í því



Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0084r)


Frummælandi sagði, að hjer kæmi fram eins og optar að þegar

einhver ný kenning kemur í ljós, þá trúi menn ekki sammleik-

anum nema hann sje barinn inn í þá. Tók hann þá upp aptur

dæmin sín sem hann sagði værði bygð á mathematiskum tölum

sem þó hlytu að sanna nokkuð Tók hann fram einnig fleyri dæmi

hjer á landi. Gísli Magnússon þakkaði frummælanda fyrir

fróðleik þann sem hann hefði gefið með dæmum sínum, en

bað hann ekki byggja ofmikið á þeim. og bætti því við að

efað Ingibjörg Guðmundsdóttir væri veik í tám og fíngrum

af því foreldrar hennar hafði verið skildir þá væri einnig bróðir

hennar Jónas Guðmundsson hraustur maður af því hinir sömu

foreldrar hefði verið skildir. Jón Hjaltalín tók einnig til

máls mjög í sömu átt og forseti og G. Magnússon. Gunnar

Gunnarsson áleit að frummælandi hefði þó sannað álit sitt að nokkru

leiti þar sem hann hefði byggt það á skýrslum, því það væri

að ferð allra vísinda manna á þann hátt, og þarað auki væri

það almennings álit að skildum giptingar væri óhollar og það sanni

þó optast nokkuð. Forseti tók það fram að skýrslur væri ekki

ætíð mjög áreiðanlegar og tok til dæmis skýrslurnar um fjár

kláðann sem gjörðu meira úr heilbrygði fjárins en vera kynni

og reynslan hefði sýnt að þær væru ekki rjettar. Matth. Joch-



Bls. 4 (Lbs 486_4to, XXX)


umsson vildi miðla málum milli manna því það dygði ekki

annað en að leggja trú á læknana, þó sumir þeirra væri vantrúaðir

og þeir yrðu aptur að launa trú þessa á þeim að verða meiri trú

menn sjálfir.

Akveðið var að bjóða í fjelaði procuretor Páli Melsteð

Þorði Guðjohnsen Jens Vigfúsyni og Einari prentara Þórðarsyni.

Næst á fundi talar Matth. Jochumsson um kosti og ókosti leik-

ritsins "Kjartan og Guðrún" eptir Oehlenhleger Andmælendur

Sv. Skúlason og G. Magnússon.

Fundi slitið

H.E. Helgesen Á Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar