Fundur 8.mar., 1862

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 4. janúar 2013 kl. 23:11 eftir Eirikurv (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. janúar 2013 kl. 23:11 eftir Eirikurv (spjall | framlög) (Ný síða: 200px|thumb|right| Fundarbók, 1861-66. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. * '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti:


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0033v)


Ár 1862, laugardaginn hinn 8. marz 1862 var fundur

haldinn í félaginu, voru allir á fundi, nema Mathías

Jochumsson, J. Hjaltalín, Br. Tómasson, sem allir voru

álitnir 1 ? sekir.

1. Skýrði forseti frá, að hann hefði lánað Brandi Tómassyni

6rd. máli veði í úri hans og lagði félagið samþykki sitt

á þá ráðstofun forseta.

2. Var rætt um uppástúngu Gjaldkera um að fá herbergi



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0034r)


til fundarhalds framvegis og var það samþykkt, að

E. Magnússon skyldi fá herbergi í húsi barnaskólans til

fundarhalds þessa,

3. Var lesið upp kvæði eptir A. Gíslason, sem hann hafði kallað

andvarp hins aldraða drykkjumanns. Færði forseti honum verð-

ugar þakkir fyrir hið fagra kvæði.

4. Voru ræddar ýmsar spurníngar á seðlum.

Var svo fundi slitið

H.E.Helgesen E. Magnússon



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar