Lög félagsins

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 1. ágúst 2016 kl. 03:02 eftir Karl (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. ágúst 2016 kl. 03:02 eftir Karl (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.
Texti

Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0003r)

Lög "leikfélags andans"


Inngángur


§ 1.

Félag vort Nokkrir ungir menn hafa fundið hjá sér þörf og löngun til

að safnast saman einstöku sinn um eftir dagsisns erviði, til þess, að

lífga anda sinn á þann hátt, er samboðinn sé andlega og siðferðislega

menntuðum úngmennum.


§ 2.

Vér höfum stofnað félagið af þessari orsök


§ 3.

Störf félagsins hin almennustu skulu vera þessi: á sam-

komum ræða menn um fróðleg og vísindaleg efni; utan samkoma rita

menn ritgjörðir í sömu átt, semja leikrit og æfintýri, setja lög við

innlendan kveðskap o.s.frv.


§ 4.

Félagið tekur fegins hendi við alls konar tilraunum, er

því berast og stefna í þá átt, er tegin er fram í §3. svo sem

frumrituðum smá sögum (Noveller); frumsömdum og útlögðum leik-

ritum stórum og smáum, kvæðum og sönglögum við innlendan

kveðskap.


§ 5.

Tilgangur félagsins er, að reyna að vekja innlent menntalíf


Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0003v)

sér í lagi í Skáldskap og fögrum menntum.


§ 6.

Félag vort heitir "leikfélag andans."


§ 7.

Forseti skal vera einn í félaginu, sé hann valinn á hausti

hverju 8. október. Skal hann þá þegar setja fundarhald félagsins með

ræðu til félagsmanna. Á síðasta ársfundi hverjum skal hann skýra frá efna-

hag, astandi og framförum félagsins: Hann kallar menn til funda

og stjórnar þeim. Hanns kveður á um fundarefni og skipar fyrir

um umræður fundanna. Hann ræður atkvæðagreiðslu og hefir úr-

skurðaratkvæði, þegar atkvæði eru jafn mörg. Hann slíotur jafnan

vetrarfundahaldi félagsins með ræðu.


§ 8.

Á fyrsta haustfundi skal jafnan kjósa auk forseta einnig

skrifara og gjaldkera félagsins; og eru þessir 3 embættismenn þess.

Samfara þessum kosningum skal kjósa varaembættismenn þess, er

í forföllum hinna gegni störfum þeirra. Enginn einn má hafa

nein tvenn af þessum störfum á hendi.


§ 9.

Skrifari heldur dagbók gjörðafélagsins. Sé hún staðfest af for-

seta; ritar skrifari í hana allt, er fram fer á fundum og heldur

lista yfir ritgjörðir þær, er félaginu berast. Í fundarlok

skal bókin lesin upp og samþykkt af félagsmönnum og síðan

undirskrifuð af forseta og skrifara. (Ritgjörðir þær, er fé-


Bls. 3 (Lbs 486_4to, 0004r)

laginu berast, skulu afhentar Skrifara, er frá færir þær þegar til-

bókar og tilkynnir forseta efni þeirra áður en fundir byrja.) Hann

skal og halda lista yfir bréflega félagslimi.


§ 10.

Öllum þeim ritgjörðum, er félaginu berast, skal skrifari safna í

eitt, með árituðum numerum og skal það safn heita "Bréfasafn

leikfélagsins (Bslf №).


§ 11.

Gjaldkeri heldur bók, staðfesta af forseta yfir fjárhag félagsins, og

gjörir hann skýrslu fyrir honum í lok hvers manaðar, er lesin sé upp á

fundi og undirskrifuð af forseta og gjaldkera. Á síðasta vorfundi skal (hann!)

gjöra ársskyrslu um fjárhag félagsins og leggja hana fram fyrir félags-

limi. Gjaldkeri veitir móttöku tillögum öllum og sektum gjöldum.


§ 12.

Félagið á síðasta vorfundi á Jónsmessukvöld ár hvert. Er þá

fundarhaldi félagsins slitið til næsta 8. oktober. Slítur forseti þá

fundum félagsins, og skulu honum þá afhentar bækur og skjöl þess.


§ 13.

Félagsmenn greiði árstillag í félaginu sem nemi einum

ríkisdal; Skal tillag þetta greitt á fyrsta haustfundi ár hvert.


§ 14.

Fundur skal haldinn laugardaginn í viku hverri kl. 8 e.m.

frá byrjun 8. oktober til 31. marz en úr því annaðhvert laugar-

dagskvöld. Fund setur forseti að 10’ liðnum (!). Sá sem ekki er kominnBls. 4 (Lbs 486_4to, 0004v)

þegar fundur er settur, borgi 16 sk. sekt; en hver sem ekki er kom-

inn kl. 9. eða alls ekki kemur á fund borgi helmingi hærri sekt.

Þó skal hann borga aðeins 16 sk. hafi hann tilkynnt forseta

fyrirfram, að hann ekki kæmi.


§ 15.

Fundarmenn varist allt er geti truflað augnamið fund-

anna.


§ 16.

Á hverjum fyrsta fundi í maímánuði skal leggja fyrir

félagsmenn verðlaunaspurningar, ekki fleiri en 3, og skulu

úrlausnir þeirra vera sendar forseta nafnlausar, en merktar

innan nýárs. Skal þeim fylgja bréf með merki og nafni höf-

undarins. Á fyrsta fundinum í janúarmánuði skal lesa

upp þessar ritgjörðir, og skal það á félagsmanna valdi að

dæma ritgjörðirnar strax, eða skjóta dóminum á frest

til næsta fundar


§ 17.

Komi engi ritgjörð til fundanna ræða menn eitthvert

fróðlegt efni eða hafa söngskemtun, eða draga skrifleg

spursmál á seðlum til að ræða um, eða þá að forseti

ákveður fundarstarf ef menn þýðast það betur heldur.


§ 18.

Óski nokkur aukafundar, tilkynnir hann það forseta, sem

þá boðar til fundar ef honum finnist ástæða til þess, með boðs


Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0005r)

bréfi, er gangi milli félagsmanna, ekki seinna en daginn áður, en

félagslimirnir skrifa nöfn sín á það. Skulu allir félagar jafn skyldir að

mæta á þeim fundum sem hinum fast ákveðnu.


§ 19.

Hverjum félagslim skal heimilt á fundi að gjöra uppástungu

um að taka nýa meðlimi inn í félagið. Kemur þá sú uppastúnga til um-

ræðu og atkvæðagreiðslu. Verði atkvæði með því, að honum sé boðið að

ganga í félagið, skal velja þann úr flikki félagsmanna, er honum er

kunnugastur til að bjóða honum að ganga í félagið. Skal sá gæta

allrar varúðar og gefa honum sem minnstar og almennastar upp-

lýsingar um félagið, en þó engar fyr, en hinn hefir bundið sig

þagnaðarloforði við hann.


§ 20.

Allir félagar lofa við drengskap sinn að þegja yfir fundinum, yfir

nafni félagsins og öllu er gjörist í því. Sá sem uppi víst verður um, að

borið hafi út nokkuð af félagsins gjörðum, er félagsrækur og á hann

ekki apturkvæmt í það. Þagnarheiti þetta er eins bindandi fyrir

þá sem fara úr félaginu ár frá ári.


§ 21.

Vilji nokkur segja sig úr félaginu skal hann gefa það forseta

bréflega til kynna, og skal hann lýsa því á fundi, en skrifari bókar.


§ 22.

Í öllum almennum málum ræður afl atkvæða.Bls. 5 (Lbs 486_4to, 0005c)

§ 23.

Þeir félagsmenn, er flytja burtu, en óska að standa í

sambandi við félagið, skulu eiga kost á því. Þeir sem vilja

halda áfram að senda félaginu ritgjörðir, eða starfa með því

og styrkja það, eptir að þeir eru viknir héðan burtu skulu

og fyrir milligöngu skrifara félagsins fá að vita að gjörðir

þess í bréflegri tilkynningu, sem lesin sé upp á fundi áður

en hún er send burtu.


§ 24.

Alyktanir þær er varða félagið miklu skulu ekki álítast

gildar nema þá, er ⅔ partar allra þeirra félagslima eru

á fundi er búa hér í bænum og skal þá afl atkvæða ráða.


§ 25.

Finni menn ástæðu seinna meir til að breyta lögum þessum

skal sú breyting ekki löggild, nema því að eins að ⅔ allra félaga

er hér búa þá í bænum gefi henni atkvæði sitt


§ 26.

Þessi lög undirskrifuðum vér félagar, er nú stofnum

félag þetta, og skal hver sá, er nýr bætist við í félagið

skuldbunda sig til hlýðni við lög þess með undirskrif

uðu eigin nafni sínu.

Reykjavik. Januar 1861.

H. E. Helgesen E. Magnússon St. Steinsen Þorvaldur Jónsson Ísl. Gíslason.
Bls. 6 (Lbs 486_4to, 0006r)

LA Knúdsen J: Björnsson. B. Tómasson. E. Jónsson Þ. Egilsson

Sigurðr Guðmundsson E.Jónassen. Markús Gíslason

Jón Árnason. Á Gíslason. O Finsen

H Sveinsson. Matthías Jochumsson.  • Skráð af: Eiríkur Valdimarsson
  • Dagsetning: 30. desember 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tenglar