Ritgerð (SG-05-5) Ritgerðir um kvenbúninginn

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: Faldur, þjóðbúningar, tíska,
  • Efni: Hér færir Siguður Guðmundsson rök fyrir því af hverju ekki beri að lasta faldinn og ústkýrir muninn á nýja faldinum sem hann leggur til og þeim gamla. Sá nýji er ekki reirður heldur tilbúinn til brúks. Í formála Um íslenzkan faldbúníng með myndum sem Guðrún Gísladóttir gaf út 1878 stendur:

„En er búníngurinn fór að verða almennur, þá var svo opt leitað til Sigurðar til að fá uppdrætti, að hann sá að hann eigi mundi komast yfir að fullnægja þörfum manna í því tilliti, er fram liðu stundir; ennfremur var honum og ljóst, að ef sín missti við þá mundi vera hætt við, að uppdrættirnir aflöguðust smámsaman, ef þeir væru hvergi til, nema teiknaðir með blýant á lausum blöðum. Fyrir því fór hann hin seinustu ár æfi sinnar að leitast við að fá uppdrættina gefna út; en þareð að var andsætt, að útgáfan eigi mundi, sízt í bráð geta borgað sig, þá fóru konur nokkrar í Reykjavík vorið 1874 að reyna að safna samskotum til þess, og átti Sigurður að taka við þeim; en er hans missti við um sumarið, þá var og samskotunum lokið; veit eg eigi til að þau hafi orðið meiri en 20 kr., frá húsfrú Jóhönnu Kjerúlf á Skriðuklaustri, er eg afhenti Sigurði um sumarið áður en hann dó; 10 kr. frá jungfrú Sigríði Sigfússdóttur á Skriðuklaustri og 36 kr. frá dætrum Sigurðar prófasts Gunnarsonar á Hallormsstað, er mjer voru sendar eptir að Sigurður var dáinn. Áður en Sigurður dó, var hann byrjaður á að búa uppdrætti sína undir prentun [...] Þá er eg í septembermánuði 1874 frjetti lát Sigurðar, heyrði eg jafnframt, að ýmsir óviðkomandi menn væru farnir að róta í uppdráttum hans og öðru, er eptir hann lá, og að búast mætti við að það mundi bæði týnast, tvístrast og skemmast; en það er mjer var áhugamál að koma í veg fyrir slíkt, þá fjekk eg heimild frá móður Sigurðar, sem enn er á lífi, til þess að fá alla uppdrætti hans í mínar hendur." Það hafði einnig staðið til að gefa út fleiri uppdrætti síðar. Í þessari útgáfu voru grískir og býsanskir uppdrættir á skautföt en svo stóð til að gefa út alla uppdrætti með „íslenzkum rósum, sem og uppdrætti á silfur, sessur ofl." bls. 13. <ref>"Um íslenzkan faldbúníng með myndum" má einnig finna hér (Internet Archive)</ref>

  • Nöfn tilgreind: Guðmundur Bergþórsson, Mörður Valgarðsson, Muhamed, Ganymedes, [Antonio] Canova, Albert Thorvaldsen, Eggert Ólafsson, Sigurður Guðmundsson.

Faldurinn

  • Texti:

[aukablað] Ritgerðin Faldurinn, ekki með hendi Sigurðar, en athugasemdir og við aukar og undirskrift með hendi hans. <ref group="sk"> Þetta er athugasemd frá starfsmanni Þjóðminjasafnsins. Ritgerðin hefur verið lögð í þetta blað.</ref>

bls. 1

Faldurinn


Vér álítum, að faldurinn sé skáldlega og sögu-
lega rótgróinn landinu. Vér teljum það góðan sið en ekki ó-
sið, að konur beri fald; og oss eru enn til þessa dags
ókunnar allar þær ástæður, er geti hvatt konur til að
brjála<ref>[ath! skrift]</ref> þessum forna vana ættmæðra þeirra, og oss˜ eru
og ókunnir þeir gallar á faldinum, er getið verið orsök
til, að þær leggi hann niður, eptir að hann hefir unnið
yfir 1000 ára hefð hér á landi. Vér viljum því leyfa oss
að fara um þetta efni nokkrum orðum.
Þótt ver séum vissir um, að faldurinn(eptir
öllum viðurkenndum)
eins og hann hefir verið um stund, sé eptir öllum
viðurkenndum fegurðarreglum engaveginn ljótari, eður
smekklausari, enn annað flest í búníngnum, eins og
það hefir verið um stundhríð, þá hafa það ei að síður verið
forlög faldsins, að menn hafa eð ósekju níðst á
honum, og lastað hann hver um annand þveran,
___________________________________________________________
2 sjá þjóðólf 13. árg. <ref>Þjóðólfr 13. árg. Jón Guðmundsson útgefandi og ábyrgðarmaður. 1860-61.</ref>

bls. 2

2


af því, að menn hafa heyrt aðra lasta hann. Þessi
rekistefna hefir nú gengið hálfa aðra öld, eða meir,
frá því, að Guðmundur Bergþórs˜son orti skautaljóð. <ref>Guðmundur skáld Bergþórsson á Snerpu</ref>
Menn misskildu faldinnGuðmund þá og misskilja hann enn.
og Guðmundur sjálfur misskildi málið, því hann er
að hæðast að krókfaldinum, en villlátakonur hafa
beina faldinn, er hann heldur að sé elztur af því,
hann tíðkaðist mest fyrir vestan þá, er hann var
úngur, en þó vita menn, að konur báru krókfald
um lok 17. aldar, um hans daga og eins löngu
fyr, alt frá10-14. aldar.því Ísland bygðist. En Guðmundur hefir af þekk-
ingarleysi álitið krókfaldinn úngan af því, að
um hans daga fóru krókfaldar að aukast meir, en
áður hafði verið nokkra sinnihríð; varð hann þá (<image>innsetningarmerki merkist hér eftir sem: ∫</image>-)[1]
jafnframt hærri en áður hafði verið líkt, og sanna
það bezt gamlar myndir. Menn feta heldur ekki
í fótspor Guðmundar með því, að lasta faldinn,
því hann lastaði ekki faldinn yfir höfuð, heldur
ýmislegt afkárasnið á honum, sem þá var og til,

Ath! eftirfarandi athugasemd var á vinstri spássíu. Númeramerkt hér:
[1](∫ krókfaldurinn)

bls. 3

3


og hann hefir helzt viljað hafa hann beinan. Þetta
var hans einstrengings háttur. Nú er þetta orðið að
vana, að karlar og konur níða faldinn hvert við ann-
að, eins og aðra óhæfu, en það, sem verst er í þessu,
er það, að vér heyrum aldrei að menn gjöri nokkra
grein fyrir, á hverju menn byggi það, að faldur-
inn sé óþolandi og ljótur, heldur jortrahafa menn
þetta upp hver fyrir öðrum sannanalaust af því,
að þeir heyra, að aðrir hafa þess skoðun.
Vér höfum áður sagt, að faldurinn sé fagur,
og að það sé í alla staði réttast, að íslenzkar
konur beri hann fremur öðrum höfuð búningi,
(sbr. Ný Félagsrit 17. ár).

<ref>Sigurður Guðmundsson. "Um Kvennbúninga að Fornu og Nýju." Ný Félagsrit. 17 árg. 185, bls. 1-53.</ref>

En nú viljum vér ekki álíta
oss of góða, að bæta því við, á hverju vér byggjum
það, að faldurinn sé fagur, og merkur þótt margir þykist
of góðir að koma með ástæðu fyrir því, á hverju
þeir byggi það, að hann sé ljótur. Það kann að
vera, að oss skjátlist í öllu þessu, en enginn getur
burgðið oss um, að vér berum höfuðið undir
hendinni, eður að vér ekki reynum að koma með ástæður og sannanir fyrir gjörðum vorum og skoðunum
og nafngreinum höfundinn, því þá hafa allir

bls. 4

4


að vísu að ganga, þar sem hann er, en þegar
menn dæma sannanaog nafnlaust, þá er hægt að segja
allt, því þá er ekki gjört ráð fyrir, að gjöra grein
fyrir því, er menn tala. vérEg vilþví heldur [1]<image>[∫]</image> segja mein –
ingu mínavora með þeim sönnunum er eg hefi beztar
til, og segja svo með Merði heitnum Valgars-
syni:
“Nefni ek í þat vætti, at ek tek miskviðu alla
or málinu, hvort se mér verðr ofmælt eða van-
mælt, vil ek eiga rétting allra orða minna, unz
ek kem máli mínu til réttra laga”.
Vér byrjum því á því, að mikill þorri manna
ségir að faldurinn sé ljótur og ókvennlegur,
og halda, að hann sé alveg íslenzkur að upp-
runa
og hljóti því að vera skrælingjalegt höfuð-
fat (þetta síðasta mun benda á gott þjóðar-
sjálfstraust?). Faldurinn er eldri en svo, að
vér getum sagt hans fyrsta uppruna. Hann
og túrbaninn austurlenzki eru ef til vill hinir elztu
höfuð búningar í heimi. Hvorn tveggja má rekja
til AssyriuAsíu manna á elztu tímum er vér höfum

ath! eftirfarandi athugasemd var á vinstri spássíu. Númeramerkt hér]:
[1] <image>[∫]</image>en filgja þeirra dæmi

bls. 5

5


sögur af. Það er því eigi að óttast, að faldurinn
sé eingöngu íslenzkur, og þess vegna óþekktur
annarstaðar í heiminum, og þvísé hann skrælingjalegur.
Persneskar konur bera hann enn í dag, eður hafa
haft hann fyrir fáum árum, mjög líkan því, er
hann var hér á landi á næst liðinni öld. Hann
er hár, og lítið eitt beygður fram á við að ofan,
og sést hárið niður undan honum.(1) Þannig
hefir faldurinn þar haldizt við fram á vora
daga. Persneskar konur eru álitnar einar
hinar fríðustu og kvennlegustu konur. Trauð-
lega mundu þær hafa þann höfuð búnað, ef hann
væri ljótur og ókvennlegur.
Konur þeirar þjóðar, og er vér og allur hinn
menntaði heimur hefir kyn sitt til að rekja, bera
enn í dag fald á höfði, en sú þjóð er Kákasus=
menn. Sá faldur er optast beinn eða lítið
boginn; líkur því er hann var hér opt á fyrri
öldum. Að aptan fellur höfuðgúkur(=slör) nið-
ur undan honum, niður á herðarnar, líkt
og brúðarlín (sjá Ný Félagsrit, 17. ár). <ref>Sigurður Guðmundsson. "Um Kvennbúninga að Fornu og Nýju." Ný Félagsrit. 17 árg. 185, bls. 1-53.</ref> Það er al-


ath! eftirfarandi athugasemd er skrifuð á hægri spássíu og á við um athugasemd nr (1) í textanum hér að ofan. Númeramerkt í frumskjalinu:
(2)nóta
á persneskum peníngum
sjást margir persa konungum
mindaðir með með frygiska
húfu <ref group="sk">Frygíska húfan var sveigð húfa frelsaðra þræla í Róm til forna. Hún var síðan tekin upp sem byltingartákn í Bandaríkunum og Frakklandi, seint á 18. öld.</ref>t.a.m. Artuxerxe <ref group="sk">Væntanlega einn af persakonungunum með því nafni (Artaxerxes I-III) sem ríktu á tímabilinu 465-338 f.Kr. Sigurður hefði getað séð mynt með lágmyndum þeirra í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn.</ref>
haus húfa er fram beigð líkt
og krókfaldurin, og með koffri
um ennið sem er knítt saman
í hnakkanum, með endum
og likkjum.

bls. 6

6


kunnugt, að þessi þjóð, bæði karlar og konur, er á-
litin hin fríðasta í heimi. Bæði Persar og Kákasus
menn hafa Muhameds trú. Það er alkunnugt hvað
sá trúarflokkur vill hafa konur sínar skraut-
búnar, enda hvetur og trú þeirra til þess˜. Trauð-
lega mundu þær konur, sem fríðastar eru allra
kvenna, bera þann höfuð búnað, og hafa borið
hann um svo langan aldur, ef hann væri mjög
ljótur og ókvennlegur [1]<image>[∫]</image>. Nú má geta þess til,
að menn komi með þá mótbáru móti þessu,
þó flestar þessar 2 þjóðir sé skrautgjarnar og
fríðar, þá sé þær nokkuð ómenntaðar. Það
mun” lengi mega segja margt um þess konar,
og viljum vér enn koma með litla vörn móti
því. Konur í Normandí á Frakklandi bera
fald enn í dag áþekkan því, er konur hafa
haft hann á fyrri öldum hér á landi. Hann
varoptast ymist boginn eða beinn á 15. öld
sem frakkneskar myndir sýna, og eins á 11.
öld [2]<image>[∫∫]</image> og optast figldi faldinummeð höfuðdúkur, er féll niður u
undan honum að aptan, eður honum var
kastað yfir hann. Eg vísa mönnum til að sjá

ath! eftirfarandi athugasemd er skrifuð á vinstri spássíu. Númeramerkt hér:
[1]<image>[∫]</image> vér viljum og géta þess að
ímsar þjóðir er búa í grend
við Kákasus hafa enní
dag eins konar falda teg-
undir, eður hafa haft það
fyrir fáum árum t.d. í
Kirgisíu og Kasann konur
beggja þessara þjóða hafa að
reglu lega, beina falda á höfði
(strompa)hér um bil eins og þeir hafa um
margar aldir tíðkast hér á landi,
en þær hafa það fram yfir
okkar kvenn fólk, að þær hafa
haldið þeim gamla höfuðdúkog
dúk og fellur hann niður
undan faldin um að
aptan og sveipa þær honum
samann um hálsín, eður
firir andlitið ef þær vilja
hilja það. í Armeníu hafa
konur haldið höfuð dúknum
en faldin munu þær hafa
niður lagt.
[2]<image>[∫∫]</image> er mindirnar á Bayex <ref>Bayeux refilinn má sjá hér.</ref>
tjaldinu benda á, er saumað
er 1066-70.

bls. 7

7


Nýa Sumargjöf 1860.<ref>Ný Sumargjöf. 2. árg. 1860, bls. 116 (timarit.is)</ref> Þar sjást myndaðar 2
tegundir af þeim faldi eins og hann er nú. Ef
ekkert hefði verið fagurt né merkilegt við þenna
höfuð búning, þá mundu konur í Normandi varla
hafa borið hann um svo langan aldur, þær sém
eru svo nærri sjálfri Parisarborg, og hafa svo
góða hentugleika á, að taka upp ný breytni
París˜ar. Þessar konur eru og álitnar fríðastar
af frakkneskum konum. Tæplega munu menn geta
komið hér með þá mótbáru að Frakkar sé
smekklausir eður ósiðaðir; enog þótt einhverjum
landa kynni að þóknast að segja þá ósiðaða
og smekklausa, mundu þeir einungis hlæja að því [∫]. Það
er öllum kunnugt, að allur hinn menntaði heim-
ur er samdóma í því að Forngrikkir hafi í í-
þróttum og allri fegurðar tilfinning verið komnir
lengst af öllum þjóðum, og að þeir, sem bezt eru
að sér í íþróttum og myndasmíð og allri fegurð, á á vorum tímum
sé ekki komnir lengra með tærnar en þangað,
sem þeir höfðu hælana. Það er alkunnugt, að
Grikkir tóku upp eptir Persum hina pers-
nesku eða frygisku húfu, sem varð þeirra

bls. 8

8


eitt hið helzta uppá halds hofuð fat, bæði allra
fyrst og eins seinna er fegurðartilfinning þeirra
var kominn í mestan blóma hjá þeim, á 5. öld
fyrir krists fæðing. Þessi húfa var á hæð við
faldinn eins og hann var á fyrri öldum.
Hún var bygð í krók fram á við að ofan er
vafðist optast nær inn undir sig. að ofan
Hinir frægu myndasmiðir Forngrikkja, mynd-
uðu opt þjóðhetjur sínar með þess húfu og
eins [1]<image>[∫]</image> hálfguðina t.a.m. Ganymedes; skjald-
meyjar [2]<image>[∫∫]</image> og kvennfólk mynduðu þeir og með
þessa húfu [3] <image>[∫∫∫]</image>. Það má svo að orði kveða, að
þessir frægu myndasmiðir hafa álitið þenna
höfuðbúnað þann annan eða þridja sinn
fegursta; því auk þessar

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar