SGtilJS-68-16-12

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:02 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:02 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
 • Safn: Þjóðskjalasafn
 • Dagsetning: 16. desember, 1868
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð:
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

 • Texti:

bls. 1


Reykjavik 16 desember 1868
Góði vin !
Þó eg feingi ekkert bréf frá yður síðast þá
þá ætla eg samt að skrifa yður fáar linur þó eg
reindar géti sagt yður litlar fréttir, litið hefir
safninu miðað á fram siðast siðann seinast enn
samt hafa það verið góðir hlutir sem það hefir
feingið til dæmis: skraut lamir frá Grenjaðar-
staðar kirkju hurð, er kvisluðu sig útum alla hurð
ina i bisonzkum stil, kirkju hurðar hringur silfur
smeltur frá Stafa felli og 2 stóra plötur allar
silfur rósaðar af sömu hurð. merkilegar kvenn hött
sem eg hélt að væri orðið ómögulegt að fa, og útsk-
orinn stokk sem á eru skornir allir þeir helstu
karlmans og kvennmansbúningar frá um 1730 bóndi,
kona i hempu, stúlka ógipt, prestur, og 2 heldri
menn etc. og fleira sem er mikið merkilegt við
víkjandi sögu landsins á firri og seinni oldum
enn þessháttar þikir mönnum hér ekki mjög merkilegt
ef það er ekki frá 10 eða 11 öld þá þikir þeim það
einskis virði enn sjálfir þekkja þeir þó ekkert til
þjöð hátta Islands nema svo sem fram undir síð-
ustu alda mót, það er ekki of mikið sagt um þá
flesta. það vesta er að flestir af þeim heldri
kæra sig ekkert um safnið (heldur enn annað)
og eg hefi komist að því að það muni vera skoðun
bæði biskups og stiptamt mans að þeir hafi einga
skildu að rækja við safnið. líklega hánga þeir i
þvi að það er einginn kon úng leg staðfestíng fyrir
þvi, þvi alt er ónitt nema á því sé Danskur
stimpill. ólukkann er lika að Jón Arnason er

bls. 2


líka eins konar undir tilla hjá biskupnum
og gétur hann þvi ekki verið eins harður
eins og skildi, alt er hér sam fast á öllum
endum, eg hefi líka orðið var við að sumir
af þeim heldri þikjast sjá fram á að safnið
muni verða landinu til birði þegar frammí sækir
og þikir þeim það ekki þess vert, enn þeir vilja
hafa stofnanir ein úngis með þvi móti að þær
kosti þá ekkert og að þeir géti notað þær
eða niður nitt eða jafnvel grætt á þeim eins
og þeir vilja Þettað held eg megi að nokkru leiti
segja um biblio tekinn og stjórn þeirra þvi litið meira kæra þeir
sig um hvernig geingur með þaug, og skamir
fá menn líka hjá sumum ef menn nefna bók
menta félagið, eg efast um að eg hafi orðið vin
sælli hérna fyrir skirsluna, enn útum landið
munu þeir vera miklu skárri, það er ekki
efunar mál að það er fyrsta nauðsyninn að
efla sem mest bókmenta félagið bóka söfninn
og forn gripa safnið ef menn vilja vita nokkuð
sögu landsins nema i ó samann hángandi
slitrum, og er um að géra a ðfá fastan fót undir
þettað allt þvi það er hér vesti gallinn á mönnum
að menn vilja hér alt af helst hætta við það sem
hefir staðið nokkurn tíma, og byrja aftur á
nýju og nýju enn sinn vill hvað og verður svo
ekkert úr neinu, enda eru margir gömlu gaurar-
nir á móti öllum nýum framförum og kalla
þeir það alt lopt kastala einginn nefnir
hér alþíngis húsið til nokkurs gagns, þar
sést á hugi heldri mannanna -

bls. 3


eg vona nú að fjár hagurinn fáist bráðum
og að þá kunni eitt hvað að lagast þegar
stundir líða en tregir munu bændur verða
á útlátin og vist er um það að þeim er illa við
alþing af þvi þeir eru hræddir um nýjar
álögur ef stjórnar breitíng verður.
gaman þætti mér að sjá linu frá yður með
næsta skipi, þvi eg veit ekki enn hvornt þér
hafið feingið bréfið frá mér og skýrsluna um
safnið - hér geingur um þessar mundir
mjög ervitt með alla penínga borgun manna
á meðal, og væri mjer þvi mjög kærkomið ef
þér vilduð eitt hvað hugsa til min með næsta
skipi ef unt væri
Eg bið yður að af saka þessar fáu línur
yðar skuldbundinn vin
Sigurðr Guðmundsson

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
10. Bls. 65. Lamirnar eru nr. 674 í safninu, hurðarhringurinn og plöturnar
frá Stafafelli er nr. 671, kvenhötturinn er nr. 652, stokkurinn er nr. 666, og er
öllum þessum gripum lýst í skýrslu um Forngrs., II. - Jón Árnason var bisk-
upsskrifari.


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti
 • Dagsetning: Júlí, 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar