SGtilJS-73-08-12

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: ÞÍ.E10:13/08.12.1873 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
 • Safn: Þjóðskjalasafn
 • Dagsetning: 8. desember, 1873
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð:
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

 • Texti:

bls. 1


Reykjavík 8 desem ber 1873
Hátt virti goði vin
Eg gét ekki nógsam lega þakkað yður fyrir
brefið og mindina sem mér þokti mjög væntum
að fá nú fyrst skil eg mindina til hlítar, og
fæ út alt það sem mig grunaði.
Eg held valla að hér sé vafi á að kon ann sé
nunna i öllum ein kennis búníng hún
stórann höfuð dúk (slör) og annað ufrum
niður andlitið (barba) neðri brúninn á því er
sind með breiðu þver striki niður frá hálsinum
hángir hvitt klæði (sem hún heldur höndonum
undir líkt og handlínu) kringlótt neðann fyrir
það gét eg ekki skilið að géti verið annað enn
Skapularium sem var aðal einkénni nunna-
ana það var misjafn lega lángt, það er eins og
það væri mindað á það hjarta á brjóstinu, það
var títt að hafa á þvi kross eða I H S á brjóstinu,
hún hefur viðann hvitann kirtil, og undir kirtill
sést niðrundann með nokkuð sterkum rauðum
skuggum, litirnir koma mest i bága við
þessa mína ætlun enn þá er ekki að marka
þvi öll mindinn er teiknuð með rauðu og
eginnlega aungvir litir sýndir nema á
skónum að menn hafi valið nunnur til
að halda börnum undir skírn er mjög eðli-
legt til að kom ast hjá mein bugum, þegar það
var hægt - þessi bún ingur er alveg óþektur á
Islandi og gétur valla verið annað enn nunnu
eða einsetu konu búníngur og er alveg samhljóða
enskum mindum, enn líklegt er að þær hafi haft
svarta kirtla, sem her eru að eins sindir með
sterkum rauðum skuggum

bls. 2


auð vitað er að maður gétur ekki
alveg með vissu sagt að þessi mín
til gáta sé á reiðann leg.
Mér þokti fróð legt að sjá þennann kafla
ur bréfi Magnúsar Andressonar enn eg
hefi reindar heirt þettað alt löngu fyr
eg hefi merkann bein hólk úr dyson um við
Knafa hóla, og kol og eir plotur ó merkar
sá eg firir mörg um árum siðann hjá Enskum
ferða slæpíng sem hafði nað þvi a Berg þórs
hvoli sjálfsagt það sama og Magnús talar um
eg held að það verði lángt þangað til menn
fá pen inga til að grafa upp rustir hér á
landi svona i óvissu mér finst mest riða á
að reina að bjarga fyrst þing stöðum og sýni legum
bæja rustum sem enn eru ofann jarð ar um
alt land, jörðinn geimir sitt þángað
til að það er gjört - enn það er ekki svo að
skilja að eg á liti ekki nauðsyn legt að
gjöra stór kost lega út grepti víða á bæjum
t d þar sem klaustur vóru, skálar,
hof, buðir, eða fornar kirkjur t.d. á
Bris bru Hris brú, enn þettað kostar alt
fjaska penínga og getur heldur beðið enn
hitt
Eg hefði vilja til ef eg gæti að full géra
ritgjörð um þing völl, enn það er vanda samt
og hamingjann má raða hvurt eg gét
nokkuð gért að þvi í vetur, því verði
leikið hér sem líklega verður þá er eg
fastur við það fram eptir öllum vetri

bls. 3


og það sem vest er það er eldi viðar leisið
og ljós leisið, sem hér ætlar alla að drepa
i vetur það eru ekki út lit fyrir að það
lagist i vetur og það er nóg til að gjera
alt ómögulegt
fyrir gefið þessar fáu línur
yðar
Sigurður Guðmundsson
Hér er að nafninu kom inn a sunnudaga
skóli þar kénni eg teikning með laklegum
á höldum, enn hvurt þettað verður
annað enn heimska og bráða birgðar
upp þot má hamíngjann ráða.
dálítil verslunar sam tök her siðra
þó alt á stangli og sundrúng
póli tíkin sefur alveg það heyrist
ekki mjæmt er það góðs eða ils viti ?
eg bið iður að taka til greina nokrar leiðrétting
ar við forn gripa safns skirsluna sem eg læt
hér fylgja með og fella burt hafi eg áður
skrifað eitt hvað sem kemur í bága við það
þér sjaið hvar það á inni eg hafði ekki vel
á reið ann lega bók að fara eptir þó
katólsk væri -
S. G.

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
24. Bls. 93. "Skapularium"; skapúlar(e) var klæði, sem munkar og nunnur báru
yfir sér, hetta með mjóvu skauti bak og fyrir, sem voru all-síð, gengu ofanum bak
og brjóst. - Eftirmynd Magnusar Petersens fylgir enn bréfinu. - Bls. 94 "mein-
bugum"; um saknæm sifjaslit, sifjaspell gat verið að ræða, ef guðsifjar voru;
um þær giltu sömu ákvæði í ýmsu sem um sifjar; t. d. viðv. giftingu, kviðburði
og dómsetu. - "Beinhólk"; hann er nr. 329 í safninu. - Hrísbrú, í Mosfells-
sveit; þar segir í Egils-sögu að hafi verið (tekin ofan) kirkja, er Grímur lögsögu-
maður Svertingsson hafði látið gera (kap. 86).


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
 • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar