SGtilJS-73-17-10

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2015 kl. 07:04 eftir Olga (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: ÞÍ.E10:13/17.10.1873 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
 • Safn: Þjóðskjalasafn
 • Dagsetning: 17. október, 1873
 • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
 • Staðsetning höfundar: Reykjavík
 • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

 • Lykilorð:
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

 • Texti:

bls. 1


Reykjavik 17 october 1873
Hátt virti kæri vin !
Eg þakka iður inni lega fyrir upplisíngarnar
um mindina sem er full ná kvæm að öllu nema
því að ekki er tekið fram hvurt borinn sé
hvítur litur i klæðinn á prestinum og konunni
eða hvort það sé að eins skinn liturinn, eg grenslaðist
sérí lagi um þessa mind vegna þess að líkur eru til
þettað gæti verði íslenskur nunnu bún íngur
á hann held eg ekkert vanti nema Skapularíum
til þess að það gæti verið það væri vert að gæta að
hvurt ekki sæist votta fyrir eins og mjórri ræmu
sem héngi frá kverkinni og ofan að hne að
fram ann, eða niðrur það hneigstar mig að sjá
slörið og barba hvert yfir hökuna alveg eins
og á nunnu, og sloppinn líka líkann með eins og upp
slöggum það gétur ekki verið almenn ur bún íngur
Vist er um það að eg hefði vilja að stirkja
þjóðvina félagið. það sem eg gét, enn minn krapt
lausi vilji megnar sama sem ekkert, og sist hér
enn norð lendínga þarf eg ekki að minna á það að
eg held að minsta kosti held eg að Skag firðíngar
séu ekki eftir batar i því efni og þá gæti eg helst
verkað a - hér eru menn vit og vilja lausar sképnur
i öllu, eða roða tíkur embættiss manna og búðar loka,
einga ritgjörð hefi eg til búna í neina stefnu, og
allra sist pólítík - eg hefi að eins söfn til ritgjörða um
um ímis legt einkum forn fræðis legt t.d. búnínga
og þess háttar sem setja mætti samann i góðu næði
líka hefi eg alt af verið að tina samann sitt hvað um
Þing völl og við og við feingið sitt hvað þó smátt sé
því er safnað sér í hilki það þirfti nauð sinlega að setjast
samann ií eitt - allar bjargir eru hér bannaðar
og skrælingja skapurinn svo mikill að því gétur
einginn ærlegur maður trúað !! -

bls. 2


þegar eg loksins gét haft her bergi útaf fyrir mig
sem eg ekki hef gétað aður haft verður maður líklega
að sitja allann veturinn í kulda, og ef til vill
ljós laus - því bærinn er alveg kola laus og þegar
mó laus - menn meiga ef til vill þakka fyrir
að það verði soðið sem sjóða þarf,
hvort nokkur ögn af stein oliu fæst flutt híngað
er óvíst - hér er sem sagt vesta á stand í öllu -
stein vopnonum hefi eg komið öllum fyrir í skáp
sér, sem eg ætlaði valla að fá efnið í né gler í -
nú er eg kominn í stökustu vand ræði með safnið
þvi herbergiss rúmið er gjör samlega þrotið það mætti
pakka samann það lakasta ef plass væri til að
geima það í enn það vantar líka hér þarf eitt hvað
að géra - sjáum nú hvað póli tíkinn geingur -
hvað sem þvi liður þá vona eg samt að skírslann
komi út i vor það er lífs spursmál safnsins ef
ekki á að deyja út allur áhugi al þíðu á því-
jeg veit að iður er farinn að leiðast
þessi vand ræða vella sem eg vildi oska að
ekki hefði of miklar ástæður
for látið miðann
yðar vin
Sigurðr Guðmundsson
hér er alt slegið i dúna logn, poli tík heirist
ekki nefnd, það list mér ekki á - það er eins
allir hafi of tekið sig með gaura gángnum i vor
betra minna og jafnara

bls. 3


A myndinni sem heldr á barninu er tvöföld ræma um hálsinn
og ofan á læri eða lengra fellur utan lærs á vinstri hlið
og hverfur þar við mitt læri og hné.
Það sýnist sem ofurlítið gulleitt sé dregið í það hvíta
hér og hvar, og rauð strikin fyrir krakkanum, en eiginlega
hvíti liturinn sýnist vera skinnið sjálft
Myndin sem stendr á móti við svo sem tré vinstri og ská
hallt á bak við karlmanns myndina rauðklæddu, sýnist
mer vera nunnuleg. Hún hefir skýlu sem hylur alla vangana
og munninn uppundir nef og ennið að ofan. A báðum hliðum
gengur það að auganu. Á brjóstinu er einsog skjöldur
<image>[mynd af skildi]</image> bak við hann sýnist eins og hángi
niður tveir stuttir endar, svo [ógreinilegt orð] á
[ógreinilegt orð], en hvergi [eigreinilegt orð] að ofan
nein [ógreinilegt orð] bönd.
Á sloppnum þess sem skírir og heldur á barninu eru engin
uppslög
AM. 350 Fol. 2146.

bls. 4


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
23. Bls. 91. "Steinvopnunum", sem þjóðminjasafnið í Höfn eða Worsaae hafði
nú sent, sbr. undanfarandi bréf; kassinn með þeim í 161 st., var meðtekinn á forn-
gripasafnið 23. júlí 1873. - "Gauragangurinn í vor", æsingarnar gegn landshöfðingja,
Hilmari Finsen, sem Jón Ólafsson mun hafa átt mestan þáttinn í. Eftir að Jón
hafði verið dæmdur þremur dómum (19. júní og 17. júlí) í sekt og fangelsi fór
hann skyndilega af landi burt (27. júlí). En merkilegur Þingvallafundur og síðan
alþingi voru um sumarið einnig. Um haustið hefir verið "dauft eftir múginn".


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd: handrit.is

 • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
 • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar