Skjöl (Lbs489,4to 245v)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Bréf Eggerts til forseta félagsins þar sem hann þakkar fyrir að hafa fengið send lög félagsins.

Texti

eigi verði uppvíst, og komizt í almæli,

ef þeir snögglega félli frá. Eg fyrir mitt

leyti læt þau liggja innsigluð með utaná-

skript til forseta. Og að endingu vil

eg spyrja, hvort mér eigi beri að gjalda

undir bréf þau er félagið sendir mér, og

ef svo er sem eg tel reyndar sjálfsagt, þá

vil eg óska að það sé borgað í Reykja-

vík, og mér sendr reikningr fyrir því.

Eg vil geta þess, ef eg get eigi fengið svar

upp á spurningar þessar með næstu póstferð,

þá er varla til neins að senda mér það, fyr

en að hausti, og sama er að segja um skýrslur

þær, er eg vonast eptir samkvæmt 10. gr.

laganna, því að eg get eigi vísað á mig

á neinum stað eptir miðjan júní.

Ísafirði hinn 21. jan. 1863

Eggert Ólafsson Brím.





  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: