Skjöl (Lbs489,4to 247r)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Bréf Eggerts til félagsins þar sem hann spyr hvort hann sé enn meðlimur í félaginu eða ekki.

Texti

2

Eins og yður er kunnugt, var

eg einn í Kvöldfélaginu næstl.

ár. En af því eg er í óvissu um,

hvort eg nú er einn í tölu með-

lima þess, þar sem eg enga ráðstöfun

gjörði því viðvíkjandi, er eg fór næstl.

haust, þá skal eg leyfa mér að

spyrja yður sem nú eruð í félaginu

hvort að þið álítið mig vera í því eða

ekki. Ef þér nú álítið mig vera í

því, þá óska eg að fá stutt

ágrip af [ólæsilegt] þess fyrir þetta ár

á sama hátt og þeir hafa verið

vanir að fá, sem í því eru, en utan

bæar.

Keflavík , 18. febr. 1864

Eggert Sigfússon

Til

Kvöldfélagsins í Reykjavík.





  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: