Skjöl (Lbs489,4to 251r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 28. nóvember 1866
- Ritari: Sigurður Guðmundsson, Jón Árnason, Páll Melsteð
- Efni: Álit skrifara á uppástungum Eggerts Brím varðandi forngripasafnið. Þeir eru sammála honum en leggja áherslu á að vekja áhuga almennings á safninu með því að skrifa greinar í blöð og senda bréf á eiginn kostnað.
- Lykilorð: bréf, forngripasafn
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Sigurður Guðmundsson, Jón Árnason, Páll Melsteð
Texti
5
Vér, sem hér ritum nöfn vor undir, höfum
átt fund með oss og rannsakað og rætt uppá-
stúngur Eggert Ólafssonar Bríms "um forngripa
safnið í Reykjavík", og verður álit vort á þessa leið:
Það er sannfæring allra vor, að félagi voru
sæmi, að veita forngripasafni þessu alt athygli,
og gjöra það sem í þess valdi stendur til að
efla vöxt þess og viðgáng.
En forngripasafnið getur því aðeins staðist
og tekið nokkrum vexti og viðgángi, að at-
hygli og áhugi þjóðar vorrar sé vakinn á þessu
málefni, sem er sannkallað þjóðmálefni. Hér
er því alt undir því komið, að félag vort geti
fundið hin líklegustu úrræði til þess að vekja
þennan áhuga hjá landsmönnum. Að félag vort
fari beinlínis að rita stjórninni og skora á
hana um fjárstyrk handa forngripasafninu
getum vér eigi fallist á, en hitt er annað mál,
að einstakir menn eða fleiri á meðal vor vildu
vekja máls á því í prívat-bréfum til heldri
manna út um landið, og ef svo sýndist,eggja
þá á, að bænaskrá þess efnis kæmi fram
á alþingi því er í hönd fer.
Hvað getur þá félag vort gjört til þess að styðja
að framförum forngripasafnsins? Vér skulum
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: