Skjöl (Lbs489,4to 253r)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Skrifari biður forseta Kvöldfélagsins, H. E. Helgesen, um styrk til þess að prenta og gefa út kvæði Kristjáns heitins Jónssonar.

Texti

6

Þar að svo stóð á, að Kristján heitinn Jónsson var í ,,Kvöldfélag-

inu", og eptir því sem jeg til veit, hafði að nokkru leyti einhverntíma

beðið fjelagið að gjöra sitt til, ef það hjeldist fram yfir sinn dag, að halda

saman kvæðum hans, - og af því enn fremur, að jeg álít það

eigi fjarstætt, heldur einmitt samkvæmt tilgangi fjelagsins, að styðja

að slíku fyrirtæki, þá leyfi jeg mjer að bera fram fyrir fjelagið þau

tilmæli mín, að það vildi lána mjer 60 til 70 rd. til þess að jeg gæti

komið á prent ljóðmælum Kristjáns, móti því að jeg gæfi því veð, eigi

aðeins í upplaginu, heldur í nægum fjölda áskrifenda hjer í

Reykjavík, og þeim öðrum kjörum, sem nákvæmar kynni að

semjast um á fundi.

Þetta mál vildi jeg biðja hinn heiðraða forseta fjelags

vors, að leyfa, að megi fram berast á næsta fundi, þar eð jeg vildi

geta byrjað á útgáfu kvæðanna sem fyrst, og helzt þegar.

Reykjavík , 12. dag febrúarmánaðar 1870 Með virðingu

Jón Ólafsson.

Til

Forseta ,,Kvöldfjelagsins" , herra H. E. Helgesen

Reykjavík.



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: