Skjöl (Lbs489,4to 254v-255r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: Pálsmessa 1871
- Ritari: "Einn fjelagsmaður"
- Efni: Ónefndur félagsmaður leggur til að Kvöldfélagið gefi út mánaðarlegt dagblað eða tímarit.
- Lykilorð: bréf, dagblað, tímarit
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
Texti
blaðsins, þar næst fjehyrðir er sæi um inn- og
útgjöld blaðsins, og svo 4 menn, sem hefðu á hendi
úthending blaðsins , sinn í hvern fjórðung landsins;
ef ágóðin yrði nokkur, þá skyldi hann ganga
til þeirra í ómakslaun. Fjelagsmenn skyldu
taka þátt í að rita í blaðið, eptir hvers eins
hæfileikum og tækifæri, svo það yrði skemti-
legra, fróðlegra og fjölbreyttara að efni. Kæmizt
blað þetta upp skyldu menn sjá, hvort ,,Þjóðólfi"
mundi ekki batna að stórum mun, eins og
raun hefir á orðið, þegar eitthvert dagblað
hefir verið jafnhliða honum.
Sýnum því dugnað bræður góðir!
og látið ekki lenda við eintómt hjalið; sýnið
framkvæmdir í verkinu, reysið upp ,,Kveldúlf"
gamla, lofið honum að flakka eitt ár um
landið, og sjáið hvörnig honum byrjar án þess
það þurfi að vitnast, að hann sje vakinn upp
af þessu hulda fjelagi.
Á Pálsmessu 1871
Einn fjelagsmaður.
Til
,,Kveldfjelagsins í Reykjavík
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: