Skjöl (Lbs489,4to 256r)

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Páll skrifar um áform félagsins til að gefa út dagblað og gefur ýmsar ráðleggingar.

  • Lykilorð: bréf, dagblað, tímarit
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Páll Melsteð

Texti

7

Reykjavík , 22. febr. 1871

Mér hefir borizt til eyrna, að ,,Kvöldfélagið,, ætli

sér að stofna nýtt blað, er út gángi um landið

samsíða Þjóðólfi og Norðanfara.

Af því mér þykir vænt um þetta fyrirtæki, af

því mér er vel við þá sem eru í Kvldfélaginu, þó ég

telji mig nú alveg lausan við það, og af því ég hefi

nokkra reynslu fyrir mér, hvað útgjörð slíkra tíma-

rita snertir, hér í landi, þá dirfist eg að senda

hinum háttvirta forseta félagsins þessar athugasemdir

í þeirri von, að þær verði teknar eins og þær eru

tilorðnar: eingöngu af Intresse fyrir félaginu og

þessu fyrirhugaða áformi þess.

Ekki hygg eg það ráðlegt, enn sem komið er, að

gefa hér út vikublað. Til þess þarf talsvert fé, en

kaupendur eru, ef til vill fúsir á að kaupa, en

miklu tregari til að borga. Eitt vikublað kostar

ærna peninga, vafalaust 5-600 rd árl. ef eigi meira,



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: