Skjöl (Lbs489,4to 5r)
- Handrit: 489 4to
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 21. desember 1862
- Ritari: Eggert Ólafsson Briem
- Efni: Lög Kvöldfélagsins
- Lykilorð: lög
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Eggert Ólafsson Briem
Texti
Lög
Félag vort er öndverðlega stofnað af nokkrum ungum
mönnum, af því að þeir hafa fundið hjá sér þörf og löngun til að koma
saman endrum og sinnum eptir hversdagsleg störf sín til þess að lífga
anda sinn á þann hátt, er samboðinn sé siðferðilega mentuðum mönn-
um, og hafa þeir sett sér þessi lög.
1.gr.
Félag vort heitir ,,Kvöldfélag"
2.gr.
Fund skal halda í félaginu laugardag í viku hverri, kl. 8 e.m.
eða að minsta kosti annan hvorn laugardag og skal fundarhald hefjast
með októbermánuði og enda með maímánuði.
4. gr.
Hin almennustu störf félagsins skulu vera þessi: að ræða á
fundum þjóðleg og vísindaleg efni og draga annað hvort ritaðar spurn-
ingar til andsvara og úrlausnar eða eiga kappræðr, eða hafa söng skemt-
anir, eða aðra þá skemtan, er forseti kemr sér saman um við fundar-
menn. Utan funda setja menn lög við innlendan kveðskap, semja eðr
safna ritgjörðum, smásögum, leikritum, æfintýrum, kvæðum, skáld-
sögum, ferðasögum, héraðslýsingum, lýsingum á háttum manna og sveita-
brag, gátum, fyrirburðasögum, loptsjónalýsingum, og sérhverju öðru, er
að þjóðlegum fróleik og að þjóðlegri fegrð lýtr.
5gr.
Félagar varist alt er truflað geti tilgang fundanna.
6gr.
Í öllum almennum málum ræðr afl atkvæða, en enga ákvörð-
un má taka um málefni þau, er varða félagið miklu, nema því
aðeins að forseti hafi hafi áður getið þeirra í boðunarbréfi til fundar.
7.gr.
Á næsta fundi fyrir miðjan apríl vor hvert, skal leggja fyrir
félagsmenn alt að þremr verðlaunaspurningum. Úrlausnir þeirra
sendast forseta eða afhendist honum fyrir síðasta marti næsta ár,
og skulu þær vera án undirskriptar höfundarins, en einkendar með
- Gæði handrits:
- Athugasemdir: Hér var skrifað undir lögin: https://sigurdurmalari.hi.is/wiki/index.php?title=Fundur_3.jan.,_1863
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
- Dagsetning: 2024
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: