Bréf (SG02-227)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search


  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 6 Mai 1871

góði vin!

Vænt þætti mér um að fá þitt góða bréf enn
það verður því miður mjög ílla launað í þettað sinn,
því í rauninni hefi eg ekkert að skrifa sem stendur;
því í augnablikinu veður maður í villu og svima
með alt, það bólar á miklu og mörgu hér um alt
land sem mikið gétur orðið úr, enn við minsta
kul gétur það alt hjaðnað eins og sápu bólur
sem krakkar eru að leika sér að, okkar frelsi og
framfarir er einskonar úngi í eggi sem aðeins
sk sjónsköklaðir stórspekingar géta séð, því
mér er efasamt hvurt það eru kominn augunn
svo er eg líka hræddur um að móðirinn (þjóðinn)
svíkist um að vernda þau svo það verði fúlegg,
það eru falleg egg sem þeir únga út í sam einingu
Gísl Gröndal Arnljótur og látum Grim og
biskupinn vera með etc. þettað er alt félag og það
vita menn, Eg gét ekki feingið af mér að tala um
Géfn hún er sví virði legri enn alt og það kveður
svo ramt að eg held að það sé valla nokkur svo
svívirðileg Dönsk eða dansk lunduð rót hér í
bænum sem leifi sér annað enn að skamma hana
og firirlíta því þeir sjá fram á það að slík rit
géfa okkur heldur vopn í hendur enn skaða
okkur, eg er ekki hræddur við það, enn hinu meginn
við vara okkur á að stjórninn hefur hér að
öllum líkindum menn til að verva fyrir sig
sem eru Arnljótur að eg held, Grimur, og Peisann
þarna hjá Stiptamtmanninum, það getur ekki vel
verið tilviljun hvað líku taktik þeir hafa allir
í Géfn, Norðanfara, og Þjóðólfi, og það um há
vetur þegar eingar eru samgaungur, eg held að
stjórnin hafi sent þeim ollum Skéma til að fara
eptir og að alt hafi verið af talað í haust.


bls. 2



þessir menn eru miklu svívirðilegri enn Danir og alt sem
eg kann að nefna, það gleður mig að Frakkar fóru á
rassinn og þeir fara það betur, Danski og Dansklundaði
pöpull allir hérna ber sig ílla sem maklegt er, það
hefði sviðið þeim minna þó hér hefðu daið helmingur
af fólki úr sulti! þettað verður stór hagur fyrir
alla Norður álfuna því Frakkar vóru búnir að
spilla henni allri og okkur með, eg skal ekki gráta
þó Danir verði að kissa á vöndinn hjá Þjóðverjum
sem þeir skama mest og fá jafn vel heimskingjar
Þjóðólf til hins sama, þeir hafa líka hér í 3 skipti
og seinast í vetur beðið mig að mála fyrir sig
Prússa til að skjóta á enn eg hef sagt þeim að
eg skild heldur búa til handa þeim mind Orla
Lemans til að skjóta á, og hafa þeir þá hætt við
það, Eg vildi Danir irði okkur í sumar sem verstir,
þeirra heimska og van þekking á Íslandi kemur þeim á kaldann
klaka, hér hefir í vetur furðannlega lifað í kolonum
rigurinn er altaf að aukast við Dani og þess þarf
einmidt með, alt austurland og mikið af norðurlandi
er komið í eitt uppnám í verslunar sökum (og þar
hefi eg blásið að í vetur með bréfum og 2 aðrir, það
er að aðal snaginn sem við eigum að heingja okkur
á (ef annað bregst) að bola Dani hér frá allri
verslun, þar næst þarf að géra einskonar að-
gaungu að embættismönnonum því þeir eru nú
orðnir enn þá svífirðilegri enn kaupmenn, því
þeir einir eru nú fles svo að segja föðurlandssvik-
arar með einkaleyfi, enn förum hægt látum
Adinn og þíngið sækja þá, vera má að
þeir verði bráðum feignir að söðla um, stjórninn
verður ekki of sæl af að múta þeim, allra helst
þegar þjóðinn veit það, enda eru þeir eins vísir
til að svíkja stjórnina þegar minst varir,
öll aðferð stjórnarinnar er svo heimskuleg og


bls. 3


barnaleg að eg er alveg hissa hún gérir alt til
að géra sig sem mest hataða og fyrirlítna her
á landi með þessum sínum talsmönnum sem
hún hefir (ef eg annars sé nokkuð rétt.)
Ekki er eg hræddur um að blað géti ekki hér
þrifist vegna embættismanna og Kaupmanna hér
í Reykjavík, því þeir hafa hér í raun og veru
lítið vald, þó þeir hafi penínga, og megna lítið
að kæfa alþíðu viljann, enn eg er hræddastur um
að það borgi sig ekki, vegna dofinnleika alþíð-
unnar sem er orðinn kvekkt á þessum aumu
fyrirfarandi kúkablöðum, í sumum sveitum
eru menn uppvægir að fá nýtt blað enn sumstaðar
vilja menn ekkert - mér er sem stendur nær því
mest ant um að Norðmenn reinist okkur vel í að
kjaptshöggva Dani með okkur enn eg trúi þeim
miðlúngi vel, enn vogun vinnur og vogun tapar
það er rétt sem þú segir að Snobbskapurinn er hér
mikill, eða spissborgaraandinn, hann er hér
hjá þeim heldri það æðsta ídeal, án þess þeir viti
af, alt er stefnulaust og ekkert er að lifa fyrir nema
að jeta, menn hafa valla vitá að hirða peninga sem
lagðir eru uppí höndurnar á þeim, og því síður að
geima þá, og þó tíma menn eingu nema því sem fánítt er
og hegómi og um einga fegurð skeita menn utann
húss né innan; þó mundi meiga narra þá útí furðann
ann lega margt til gagns af þeirri heimsku, ef
margir feingjust til að reina það þettað er eins og
sképnur - ómerkilegir hafa skólapiltar verið
fyrirfarandi enn mér finst þeir í vetur vera
stórum farnir að skána, aðgætandi er að yfir
höfuð sigla þeir vestu dansklundaðra og vitlausra
embættismanna synir sem hafa nokkra skíldinga, enn
þeir bestu sitja eptir, og veit eg ekki hvört eg á að telja
það með skaða þeirra, að þeir fara þessá mis að sjá dírð Dana
eða fara á mis við fliðrur og Feita


bls. 4


á fjöldanum sannast maltækið:
svin fór yfir Rin kom aptur svin.
Svo mikið er víst að fæstir læra ærlegheit
af Dönum og diggilega gánga þeir
margir í föðurlandssvika skólann I:
(Isl. skrifstofann?) þar eru víst haldnar
einhvörjar þesskins æfingar því þeir sem
þaðann koma likta flestir af slíku,

vale!

þinn

Sigurður Guðmundsson










  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar