Fundur 15.des., 1864

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
Fundarbók, 1861-66.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Bls. 1 (Lbs 486_4to, 0085r)


Ár 1864, 15 December fundur haldinn í kvöldfjelaginu

las Matth. Jochumsson þá fyrst upp útleggingu af frönsku kvæði

Marc

Því næst tók Gísli Magnússon til máls um Guðrúnu og Kjartan



Bls. 2 (Lbs 486_4to, 0085v)


og sagðist mundi verða meir meðmæltur en mótmæltur frummælandi

í þessu efni, því sjer hefði þótt hann lýsa riti þessu rjett

því leikurinn sje í öllu falli verri en sagan, og sje í rauninni

afmán að minnsta kosti í augum allra þeirra sem hafi lesið

söguna, þó mætti telja það honum til afbökunar að breita

mætti sögunni ef til betra væri, en hjer væri því ekki svör

að gefa, því Oelenschläger vildi í riti þessu bæði stela sóma af

íslendingum og smána íslendínga. Ritið væri víst ekki sona illa

úr garði gjört einungis vegna þess að höfundurinn væri svo lítið

skáld heldur vegna hins að hann hefði verið svo þótta fullur

að hann hefði ekki hefði kært sig um hvernig farið

væri með íslenzku söguna. Því næst tók Matth til máls

Því næst forseti, og þar næst Sveinn Skúlason, og vildi

enginn þeirra taka málstað leikrit þessa.

Á næsta fundi verður talað um hvaða breytingu íslenzkan

hefði tekið síðan um 1200 o.s.f. Þar eð ekki varð tími til

þess í kvöld.

Fundi slitið.

H.E. Helgesen A Gíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Eiríkur
  • Dagsetning: XX.XX.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar