SGtilJS-70-23-06

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: ÞÍ.E10:13/23.06.1870 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
  • Safn: Þjóðskjalasafn
  • Dagsetning: 23. júní, 1870
  • Bréfritari: Sigurður Guðmundsson, málari
  • Staðsetning höfundar: Reykjavík
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Reykjavik 23 júni 1870
Háttvirti vin!
Eg fekk sendingu frá stulku i
Einglandi til safnsins sem er bréf
ágætlega vel ritað á skinni sem
Jon biskup Arason hefir látið rita
og sendi eg yður her með nákvæma afskr-
ift af þvi, Eg hugsaði að þér ef til
vill annað hvurt hefðuð ekki afskrift
af þvi eða þá að hún væri naumast
eins góð enn ef þér hafið það þá er
eingu spilt - Eg hefi verið að hugsa
um að lata búa til dukkur með kvenn
búningum fram að 1500 og hafa þær til
sinis á safninu þess vegna væri mér mjög
kært ef þer vilduð géra svo vel og gjæta að
fyrir mig við hentugleika mind sem er i
A M 345 p. 38 in folio það er Jónsbókar hand
rit frá 16 öld? þar eru 3 stúlkur sem
gánga brúðargáng og hefir brúðurinn uppslög
á ermum og vildi eg vita hvít litin á þeim, og lika
hvort nokkur litur er sindur á höfuð[ógreinanlegt orð]
böndonumhvít með svörtum hríngumm eða svörtum [tvö ógreinanleg orð] sem þær hafa um faldinn
ein stúlkann hefir og borða framaná treyj-
unni undir spennonum eg þar að vita litinn á

bls. 2


á þeim eg sé að maður gétur líklega
feingið alt kvenn silfur fram að 1500
og væri gaman að setja upp alla þá
helstu búninga í fullri stærð, enn mig
vantar að vita hvört höfuð muni
fást á slíkar dúkkur í fullri stærð
lagleg og með þolann legum horundss
lit og hvað þau kosta ef þau fást
eg þarf seinna að biðja konu yðar
að grenslast eptir þessu fyrir mig,
eg hefi fulla á stæðu til að biðja yður
að afsaka þettað kvabb enn eg er neiddur
til þess þvi allir aðrir sem eg hefi beðið
um það hafa alveg skélt við því
skoll eironum, enn þettað þarf eg nauðsin
lega a ðfá fyrir safnið,
forlatið þessar linur
yðar
Sigurðr Guðmundsson
mér gleimdistað spurja um litinn á hvítur eðpúngnum
sem sindur er hángandi við beltið á þessum
fir greinda kvenna mindum, fötínn eru
blá efgræn á brúð. svórt á hinni eg man rett (mindina hef eg enn
lita lausa)

bls. 3


[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
14. Bls. 72. "Bréf - - á skinni", þ.e. nr. 768 í safninu, sjá skýrslu um
Forngrs., II., bls. 146. Það er enn óprentað og þó allmerkilegt, skrifað 1540 af
séra Sigurði á Grenjaðarstað fyrir föður hans, Jón Arason biskup, og er með
innsigli hans, með mynd biskups á; sbr. Leiðarvísi um Þjóðms., bls. 35. -
"Dúkkur"; Jón hafði gefið Sigurði þetta ráð, sjá IV. bréf, bls. 45. - Um mynd-
ina í handr. A. M. 345 fol. sjá XII. bréf, m. aths.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júlí 2012

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar