„EMtilJS“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(6 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar)
Lína 1: Lína 1:
* '''Handrit''': ÞÍ.E10:3 Ódagsett bréf frá Eiríki Magnússyni til Jóns Sigurðssonar  
* '''Handrit''': ÞÍ.E10:3 Ódagsett bréf frá Eiríki Magnússyni til Jóns Sigurðssonar  
* '''Safn''': Þjóðskjalasafn
* '''Safn''': [http://www.archives.is Þjóðskjalasafn Íslands]
* '''Dagsetning''': XXX
* '''Dagsetning''': XXX
* '''Bréfritari''': Eiríkur Magnússon
* '''Bréfritari''': [[Eiríkur Magnússon]]
* '''Staðsetning höfundar''': París
* '''Staðsetning höfundar''': París
* '''Viðtakandi''': Jón Sigurðsson
* '''Viðtakandi''': [[Jón Sigurðsson]]
* '''Staðsetning viðtakanda''': Kaupmannahöfn
* '''Staðsetning viðtakanda''': [[Kaupmannahöfn]]
----
----
* '''Lykilorð''':  
* '''Lykilorð''':  
* '''Efni''':  
* '''Efni''':  
* '''Nöfn tilgreind''': XXXXXXX
* '''Nöfn tilgreind''':  
----
----
==(Titill 1)==
==(Titill 1)==
Lína 15: Lína 15:
''<!-- SETJIÐ BRÉFTEXTA HÉR Á EFTIR. (EF FLEIRI EN EITT BRÉF, SKAL SETJA TITIL Á MILLI: == (TITILL) == )-->
''<!-- SETJIÐ BRÉFTEXTA HÉR Á EFTIR. (EF FLEIRI EN EITT BRÉF, SKAL SETJA TITIL Á MILLI: == (TITILL) == )-->
===bls. 1===
===bls. 1===
<lb>Paris
<br/>Paris
<br/>Hérna kem eg enn þá hálfrínglaður innan um Parísar-glíngrið. Seinast er
<br/>Hérna kem eg enn þá hálfrínglaður innan um Parísar-glíngrið. Seinast er
<br/>eg skrifaði yður, var eg að fara út úr ráðherra-höllinni, þar sem aðal-
<br/>eg skrifaði yður, var eg að fara út úr ráðherra-höllinni, þar sem aðal-
Lína 576: Lína 576:
<br/>Nú fer eg héðan með morgninum <sup>norður eptir</sup> og mun eg senda yður
<br/>Nú fer eg héðan með morgninum <sup>norður eptir</sup> og mun eg senda yður
<br/>næst kveðju mína frá Leipzig.
<br/>næst kveðju mína frá Leipzig.
<!--BRÉFTEXTI ENDAR HÉR -->''
''
----
----
* '''Gæði handrits''':  
* '''Gæði handrits''':  
* '''Athugasemdir''': Bréfið er ódagsett, en Eiríkur Magnússon dvaldi í Leipzig, París og víðar á Frakklandi 1864-1866 (Ísl. æviskrár I, Rvík 1948, bls. 415). Hann gaf út Bréf frá París I (Rvík 1865) sem fjallar um trúmál. Ódagsetta bréfið gæti verið skrifað um svipað leyti og ætti að raðast skv. því. – SYE
* '''Athugasemdir''': Bréfið er ódagsett, en Eiríkur Magnússon dvaldi í Leipzig, París og víðar á Frakklandi 1864-1866 (Ísl. æviskrár I, Rvík 1948, bls. 415). Hann gaf út Bréf frá París I (Rvík 1865) sem fjallar um trúmál. Ódagsetta bréfið gæti verið skrifað um svipað leyti og ætti að raðast skv. því. – SYE
* '''Skönnuð mynd''': [http://handrit.is handrit.is]
* '''Skönnuð mynd''': [http://www.archives.is Þjóðskjalasafn Íslands]
----
----
* '''Skráð af:''':  
* '''Skráð af:''': Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
* '''Dagsetning''':
* '''Dagsetning''': Júní


----
----
Lína 593: Lína 593:
==Tenglar==
==Tenglar==


[[Category:1]][[Category:All entries]]
[[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Eiríki Magnússyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]]

Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 06:46


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

(Titill 1)

  • Texti:

bls. 1


Paris
Hérna kem eg enn þá hálfrínglaður innan um Parísar-glíngrið. Seinast er
eg skrifaði yður, var eg að fara út úr ráðherra-höllinni, þar sem aðal-
borin [xx]ka lýtr að rökstóli hinnar ginnhelgu speki keisarans. Þaðan fór eg
að skoða "Hotel de Cluny" og "Palais des Thermes" (Lauga höll).
Hotel de Cluny er byggt yfir rústum upp úr rústum eins hluta hallar
þessarar, og hefir staðið, þó undrum megi gegna, frá því á 15. öld. Hefir
það skipt oft eigendum og gengið margra á millum, frá konúnginum
niður að Marat hrossalækni, hinni alræmdu og illræmdu uppreistar-ó-
skepnu. Maria systir Hinriks VIII í Englandi bjó hér í ekkju standi
sínu. Svefnherbergi , þegar eptir það, að maður hennar, Loðvík XII dó.
hennar er enn þá synt hér, og heitir herbergi hinnar hvítu drottn-
ingar, því á 16. öld var það týzka að ekkjudrottníngar Frakka gengju í
hvítum sorgarbúníngi. Eptir uppreistina miklu komst það í eigu forn-
fræðíngs eins, er safnaði þangað öllum þjóðlegum fornmenjum er fekk
hann fekk komist yfir. Erfíngjar hans seldu húsið og safnstjórninni
húsið og safnið 1843 og nú er hér þetta hús og safn opinber þjóðeign. Í garðin-
um, áður en gengið er inn, er æfagamall gotneskur turn, sem er sjaldséð
afbrigði í Paris. Í þessum turni hafa hafst við ýmsir frægir stjörnu-
fróðir menn Frakka, t.a.m. Lalande, og notað hann til stjörnu-
skoðana. Annað merkilegt er hér merkilegt við hús þetta og það eru
fornir þakgluggar, gotneskir og úr fornmáluðu gleri. Það sést ekki
annarsstaðar í þessari borg, nema í fáum krínglóttum gluggum í dóm-
kirkjunni (Notre-Dame), sem ég minnist á síðar, og í brotum hér og hvar í
söfnum. Í þessu safni er mesti fjöldi grískra og rómverskra fornmenja,
og hinar rómversku hafa fundist flestar í jörðu bæði í París og annarstaðar
um Frakkland. Hér eru og smá-styttur eða líki af konúngum Frakka.
Hér er og mynd Maríu Stuart í bræddu gleri auk fjölda annara
mynda af konúngum og tignum mönnum. Af fílabeinsskurði er
mesta gnægð og ein tvö eða þrjú herbergi full af útskornum hús-
búnaði og kirkna skrauti frá 16. og 17. öld. Í innri stofunni er sýnt
rúmið sem Franz konúngr 1. svaf í áður en hann kom til ríkis, en var [?] her-
toginn af Valois, er [xxxxx] sem Franz 1. svaf í, meðan hann var hertogi
af Valois; stöplar og bríkur eru skornar allar út með ýmsum dýra

bls. 2


myndum og er svipurinn á útskurði þessum ekki ólíkur gömlum íslenzkum
skurði. Í öðru herbergi er gullskríni stórt er Hinrik II Þýzkalands
keisari gaf dómkirkjunni í Basel á 11. öld öndverðri. Í þessu herbergi eru
og átta gullkóronur hlaðnar gimsteinum og perlum. Þær eru frá Spáni
og fundust fyrir nokkru í þorpi einu (La Fuente de Quarrazan) skammt
frá Toledo. Á eina þeirra er grafið nafnið Recesvinthus og hefir það
nafn sagt til hvernig á kórónum þessum standi. Toledo var höfuð-
setur hinna gotnesku konunga á Spáni og menn vita að Reces-
vinthus var konúngur Gautanna þar 649-672. Þessi Kórónan með nafni hans er stærst
og veglegust, sú er næst er menn ætla að drottning hafi borið. Hinar
6 eru allar minni og þykir líklegt að þær hafi konúngs börnin borið.
Allar eru þær mjög merkilegar bæði að smíð sem er vel vönduð, ogen ekki
sízt að aldrinum, því þær munu vera flestra gullkóróna elztar þeirra er nú eru til. Í
þessu safni er fjöldinn allur af nunnusaums-voðum og sumum ákaf-
lega fornum og merkilegum. Þær eru flestar frá flæmskum klaustrum
og kirkjum. Þetta og hið helzta nema Eg gleymdi að taka það fram
að með gotnesku kórónunum hvílir í vönduðu gleríláti ein af nátthúfum
Karls (V) hins vitra, Frakka konúngs, eflaust hin merkilegasta nátt-
húfa sem nú er uppi, því hún er að minnsta kosti nærri fimm hundruð
ára gömul. -
+864
500
364
Þetta Hotel de Clumy er áfast við Lauga-höllina (Palais des Thermes)
sem er hið langelzta hús í borginni. Menn fundu nýlega undir höll þess-
ari fornt rómverskt altari, og segir gröpturinn á því að Constantius
I hafi reist húsið fyrst. Framan af sátu hér Gallíu-stjórar, Rómverja, og eptir þá
var hús þetta höll Frakka-konúnganna. Af frumbyggíngunni er nú ekkert
eptir, nema einn skáli afarstór með hvelfdu þaki yfir. Skálinn er yfir
60 feta lángur og yfir fjörutíu feta breiður og nærfelt eins hár og
hann er langur. Menn segja að í þessum skála hafi hinir fornu hallar-
búar haft köld böð, og þannig notað hann fyrir "frigidarium" handa sér. Það sér
enn þá til vatnsrennanna sem tóku við öllu óhreinu vatni úr baðinu
og sömuleiðis hefir fundizt aðalrennan, sem þessar hinar smærri
láu í, og sem flutti vatnið brott niður í ána (Sygnu). Úr þessum skála
er farið niður tröppur nokkrar niður í jörð og þá tekur við allstórt

bls. 3


herbergi þar sem hinar heitu laugar voru hafðar (tepidarium), en það
liggur nú að mestu í rústum; rjáfrið er hrunið en veggirnir standa að
mestu. Við annan endann á þessu herbergi er lág kompa með hvelfdu
þaki yfir, (hypocaustum) í þessari kompu voru tilfæríngarnar hafðar til þess að hita vatnið,
og hafa ýmsar ýmislegt leifar fundizt af þeim. Í þessari neðri baðstofu (tepidarium)
sér enn til laugatroganna, eða baðbásanna meðfram veggjunum, og
sumir eru að mestu heilir. Af fornmenjum eru hér æði töluverð söfn
í höll þessari; þær eru allar frá tímum Rómverja og hafa fundizt
í Parísarborg sjálfri eða kríngum hana.
Nú fer eg þá héðan til að skoða hina miklu dómkirkju. En í
leið minni er höll kaupmanna, og með því svo stendur á degi að hún er
opin fyrir ferðamenn ætla eg að koma þar við þó engin hafi eg hlutabréf
né skuldabréf að verzla með. Höllin er höfuð mikið hús og veglegt. Þakið
allt ymist járn eða kopar og allt um hverfis dyrnar standa Korintu-
borgar súlur en í veggnum styttur af ýmsum bor höggnar myndir
af yms er tákna eiga ýmsar borgara dyggðir. Þegar inn er komið
tekur við gljátt og hált marmaragólf sem lagt hefir verið um alla
höllina. Skammt fyrir innan dyrnar taka við grindur og er liggja um
þvert hús og gæta þeirra hermenn. Inn fyrir þessar grindur má
enginn aðkomandi koma nema hann hafi skuldabréf til sölu. En
þeir sem koma af forvitni verða að fara upp á loptið sem liggur um-
hverfis með hallarveggjunum og opið í miðju. Þaðan fá þeir að
horfa á það, sem fram fer niðri á gólfinu. Við austurendann á höll-
inni er hríngur einn með grindum í kring, og við hliðina á þessum
hring er ferhirnt svæði líka innan grinda. Í hið ferhirnda svæði
safnast þeir menn er hafa á hendi umboð eigenda til að selja
skuldabréf og hlutabréf o.s.frv.; Og þegar sölutíminn kemur (kl. 1.)
þá er þeim hleypt út úr hinu ferhirnda svæði og inn í hrínginn.
Eg hefi aldrei séð annan eins aðgáng eins og í þessum skepnum
þegar þeim var hleypt inn. Meðan ég sat uppi á loptinu og horfði á skim-
aði mig um þá á hinum ferhyrnda þíngstað sínum virtist mér verzlunarmiðlar þessir áþekkastir gæfum
kristnum mönnum; mönnum voru þeir að minnsta kosti líkastir.
En þegar opnað var fyrir þeim virtist mér satt að segja sem fjandan

bls. 4


mundi hafa verið hleypt úr grindum. Þeir stukku hver yfir annan og
flugust á og héldu hvor öðrum aptur þangað til þeir komust þó
allir með heilu og höldnu innfyrir vebönd hríngsins. Á leiðinni
þangað bar nú á engu nema líkamlegu vargæði og dýrslegri áfergju
en þegar þeir voru komnir allir saman innan vebandanna þá hófst
allt í einu sá hamslaus glaumur að engu taki tók. Allir miðlararnir
örguðu og grenjuðu af hinum ýtrasta mætti lífs og sálar og létu aldrei
hlé verða á, heldur hættu þeir að draga andann, svo það tefði þá ekki,
og böðluðu svo eyrrödduðu brenni öskrinu upp úr brennivínsbörkun-
um brennivínsbrendum börkunum þrefalt digrari en áður voru þeir.
Eg kendi í brjósti um einn þeirra, því hann gat ekki verið með að
orga sökum þess að hann var kúlubakr. En hann bætti sér það upp í
kænsku, er nátturan hafði synjað honum um til barkans; því hann
læddist í kring um til þeirra er utan vebanda stóðu og otaði blöð-
um sínum þannig fram og gjörði góða verzlun. En eg sá það á
honum, að honum var gramt í geði við skaparann fyrir barkann í
sér. Það er ekki gaman að geta ekki orgað. Af þessu orgþíngi fór eg eptir
skamma viðdvöl og varð feginn að losna frá miðlurunum. Héðan fór
eg nú vestur um bæ til dómkirkjunnar.
Notre Dame, dómkirkjan í Parísarborg er byggð á eyju einni
í Sygnu er heitir "Ile de la Cité". Öndverðlega var hér Juppiters musteri
og löngu fyrr, ef til vill, Hesusar- musteri Hesusar kelta goðs. Á fjórðu
öld var hér kirkja hins helga Stephanusar; en Hróbjartur sonur Hugo
Capets lét endurreisa musterið og kallaði það því nafni er það hefir
þann da enn í dag, en lengi var verið að fullgjöra það, því kirkjan var ekki var
embættisfært í kirkjunni fyrr en einum 150 árum eptir dauða hans,og var þó fjarri að þá væri musterið fullgjört
Sá sem fyrst hér [?] + 3 ólæsileg orð + nýja kirkju var Heraklíus yfir-
biskup frá Jerúsalem árið 1185. Predikaði hann þá [?] krossferðirnar til
Landsins helga, og var þó fjarri að þá væri musterið fullgjört, því
menn telja að það hafi fyrst verið til lykta leitt árið 11á ondverðri
átjándu öld, og hefir það þannig verið að myndast í ein 700 ár.
En kirkja þessi hlaut ekki að því skapi langan aldur, sem hún hafði
haft langa framför, eins og eg mun segja frá síðar. Í Notre Dame
embættaði fyrst Heraklius, yfirbiskup frá Jerusalem og predikaði þá 3.

bls. 5


krossferðina til landsins helga (það var 1185).
Kirkjan er krossbyggð og ganga upp af vesturenda hennar 2 fer-
hyrndir turnar, sem enn er ólokið við. Musterið er 390 feta langt, og
128 feta á breidd, og hvíla veggirnir á undirstöðu úr höggnu grjóti sem
nemur 18 fet niður í jörð. Öll er kirkjan byggð í gotneskum stýl, en
hann er þó blandaður hér og hvar, eins og nærri má geta þar sem
svo margar höndur hafa fjallað um smíðið. Að utan er kirkja þessi
öll fegri en innan.Eg leiði hjá mér að fara að lýsa henni hið ytra
því þar er allt svo margbrotið og auðugt af skurðvirki að því verður
illa lýst þó mað menn sjái það einusinni eða tvisvar. En þegar
inn er komið tekur við hátíðleg þögn og er dagsljósið svo dapurt
að það er eins og raunarökkur hvíli yfir guðshúsi þessu. Hæðin
er geysileg og lengdin mikil, en ekkert er í aðalkirkjunni að sjá
svo teljandi sé nema súlurnar er ganga upp til loptsins og kvísl-
ast út í gotneska boga. Þessar súlur eru einkennilegar fyrir fræð
því að utan um megin súluna, sem er 4 feta í þvermál standa tólf
aðrar grannar súlur, sem renna upp til rjáfursins með aðalsúlun-
um. Organið er mikið og fagurt; það er fjörutíu og fimm feta hátt
og þrjátíu og sex feta breitt með 3484 pípum. Allur hinn mikli kap-
ellu fjöldi meðfram veggjunum á kirkju þessari er nú að kalla ekki
annað en auðir opnir stallar klefar. Fyrir 1793 voru þær frægar fyrir frábært
skraut og auð, því þær voru legstaðir göfgra ætta og voru þar
reistir bautasteinar höfðíngjanna í miklum veg og ljóma, en þetta
hvarf allt eins og blómvafin lundur fyrir fjallskriðu í uppreistinni
miklu, og hefir fæst fundizt aptur af því er kirkjuræníngjarnir höfðu
á brott með sér eða brutu niður, og það sem fundizt hefir, hefir aptur
beðið nýjan aldrtila í hinum seinni uppreistum. Í einni útbygg-
íngu af við Kyrkjuna eru geymd skrautföt biskupa og erkibiskupa
ýmissa, og þar á meðal dýrðlegur skrúði en er Píus VII var í, er hann
krýndi Napoleon 1. Hér má og sjá fjölda af öðrum helgum dómum
kirkju þessarar, krossmerki, stafi, mítur og bagla allt af gulli og alsett tindr-
andi gimsteinum; buðkar eru hér þrír sem eg man eptir frá 10. 11.
og 13. öld, allir úr gulli og fagurlega gjörvir. Á þessari byggíngu

bls. 6


eru 3 gluggar, afar stórir og allir með úr máluðu gleri; eru á þeim
myndir þeirra 24 erkibiskupa er setið hafa að stóli í Parísarborg
frá Landry helga er lifði á 8. öld allt til Affery Affre erkibiskups
er drepinn var 25 júní 1848, í uppreistinni er þá gekk yfir. Hon-
um rann svo til rifja að horfa á hina skelfilegu auðn er uppreistar-
vargarnir létu af sér leiða í borginni og þegar þeir höfðu hvíldarlaust
skotið og myrt og brennt í 3 daga, mátti hann ekki lengur sitja kyrr,
heldur fór útað heiman frá sér á fund morðíngjaforíngjans Pérot
og beiddist að hann hætti að fjandskapast svo sem eina stund, svo
að sér yrði gefið hljóð. Þetta var veitt látið eptir honum og gekk
hann síðan fram að brjóstverjum uppreistarmanna og lét úngan
svein ganga fyrir sér með græna olíuviðar-grein í hendi til jar-
teina um að hann færi með friði. Þegar hann kom þangað, hættu
böðlarnir að skjóta og stóðu um tíma og létu sem þeir hlustuðu
með athygli á kenníngu friðarboðans. En allt í einu hófst
skothríðin á ný, og var biskupinn skotinn til bana. Engin
hjálp dugði, því kulan hafði gengið inn á milli liða í hryggnum
og dó svo guðsmaðurinn daginn eptir með þessi orð á vörunum:
"Puisse mon sang être le dernier versé dans guerre civile!" (megi
blóð mitt verða hið síðasta er úthellt sé í borgara styrjöld). Þessum
manni hefir nú verið reist stytta að þíngsákvörðun í Kirkjunni og
eru ofannefnd orð rituð yfir bautasteini hans þar. Það eru og
sýndir í kirkjunni liðir þeir er kúlan fór í.
ÁÍ uppreistinni miklu og hinni síðari 1831 hafa hér verið
haldnar ófróðarófagrar messur, og því sagði eg fyr að auðn kkjunnar
væri svo raunaleg. Menn höfðu um öndverða 17 öld gjört geysimiklar
hvelfíngar undir kirkjunni og ætlað þær til legstaða erkibiskupa
og annara æðri klerka, þar voru og legstaðir konúnga líka. Á dög-
um agastjórnarinnar (Terrorismus) öslaði skríllinn grenjandi og
guðlastandi inn í kirkjuna og niður í hvelfíngar þessar, þar sem
hinir dánu sváfu í helgri kyrrð, og höfðust það þar að þau ódæma
hriðjuverk að ekki verður frá því sagt öllu eins og það var. Lík
Loðvíks XIII og XIV voru tekin og rifin í sundur og ínnýflum þeirra

bls. 7


fleygt út í sorprennur bæjarins. Blýkisturnar voru teknar og
bræddar í kúlur niður og steyptar úr þeim kúlur. (Nú hafa
menn fundið fleiri hvelfíngar undir kirkjunni en menn vissu þá af og margar
merkar fornmenjar í þeim; hefðu menn vitað af þeim 1793 þá
hefðu leyfarnar ekki komist í söfn og orðið þarfar, sem nú er raun
á orðin). Eptir biltíngarnar miklu 1789 og 1831 og alla þá auðn er kirkjan beið
af henni var hún lengi lokuð og menn söfnuðu því er safnað varð
aptur saman og komu því á sína staði. En svo kom aptur upp-
reistar styrjöldin 1848, og þá brauzt skrillinn inn í kyrkjuna að
nýju og eyddi öllu er vopn fengu unnið á og ruplaði öllu er hendi varð á fest, og let
eptir sig rust skildi kirkjuna eptir í rústum að innan. Því
má það með sanni segja að Notre Dame hefir orðið skammær
þó lengi væri verið að fullgjöra hana. Þegar eg fór út úr
kirkjunni varð fyrir mér austanfram í henni mynd í fullri stærð
af Sibour erkibiskupi, sem launmirtur var 3 janúar 1857 við dyrnar
á kirkju einni í París er heitir St Etienne du Mont. Erkibiskupinn
hafði farið út til kirkju þessarar ásamt fjölda manns frá París
til að halda hátíð 3-4 ólæsileg orð verndardýrðlíngs Parísarborgar, hinnar helgu Geneviève, sem haldin er
í musteri þessu í átta daga ár hvert eptir 3. janúar. Þegar
hann ætlaði að ganga inn, óð að honum pápiskur klerkur að
nafni Verger og rak hann í gegn að ásjáandi mörgum þúsundum
manns. Hinum velæruverðuga morðíngja var stefnt um aukaverk
þetta og var hann dæmdur og höggvinn skömmu síðar. Klerka-
lýðurinn ætlaði með öllum brögðum ráðum, illum og góðum, að reyna
að láta það sannast að klerkurinn hefði veriðunnið illvirkið frávita en
það fórst allt fyrir. Bautasteinn hans mun verða hinni
pápisku kirkjusögu til lítillar dýrðar. Kirkja sú er eg nú
nefndi, er ein hinna skrautlegustu í Parísarborg og alskipuð fjölda
mörgum merkilegum málverkum; þángað ganga frakkneskir málar-
ar mjög opt eins og í skóla til að skoða ogleita sér fullkomnunar
í íþrótt sinni. Norrænir víkíngar brutu kirkju þessa og brendu
hana til ösku á miðri 9. öld. En hún reis skjótt aptur úr rust-
unum fegri en fyr og auðugri miklu. Á miðri 12 öld urðu

bls. 8


hneykslanleg presta-áflog í henni, og þó það sé, ef til vill,
að barna söguna, ætla eg að segja frá þeim, því upptökin
eru svo merkileg: Árið 1145 kom til Parísarborgar Eugenius
páfi hinn þriði til Parísarborgar; hafði hann þá verið rekinn
frá skóla í Róm. Meðan hann dvaldi í París kom hann til kirkju
þessarar einn góðan veðurdag. Klerkalýðurinn og ábótinn sem
hélt klaustrið hjá kirkjunni, samnefnt henni, komu móti hinum
útlæga heilagleika og breiddu þeir hina beztu gólfvoð er þeir höfðu
undir fætur páfans er hann sté út úr vagni sínum og gekk
upp inn í dyrnar. Nú tóku klerkar páfans til sín voð þessa
og kváðu hana sína eign, því að páfinn hefði stigið fótum
sínum á hana. Ábótans mönnum fannst krafan óeðlileg
og heimtuðu að klerkar hins heilaga mans litt létu upp
þrætueplið. Þeir neituðu í nafni páfa, Pjeturs og allra heilagra.
Nú hófust hriðju-orð og háfaði og svo komu hnefahögg og
nú lenti hinum hempuklædda heilaga lýð í stóreflis áflog og
riskíngar og enduðu þær með því, að ólæsilegt orð prestarnir
heldu hver á sinni tætlunni úr voðinni, með blá augu og
barin andlit. Ábótanum var kennt um allt saman og hann
og menn hans voru reknir á brottu úr klaustrinu. Það er annað
en gamanið á ferð þegar þýtur í pápiska guðsmenn, þeir láta
það ekki lenda við snugg í nefinu blessaðir.
Allar kirkjur páfamanna eru nefndar eptir einhverjum dýrðlíngi
sem á að vera verndari þeirra og miðill safnaðarins annars heims.
En svo er mikill fjöldi þessara dýrðlínga í páfalöndum að fáir vita
tölu þeirra. Stundum er sami dýrðlíngurinn verndari kyrkju á
einum stað og atvinnuvegs á öðrum, t.a.m. St. Elois sem bæði
hefir kirkju til umsjár í París og alla hnífasmiðina í Thiers.
Fornar Ransóknir fornfræðínganna vilja heldur en ekki halla helgi sumra þessara
heilögu manna. Eg skal nefna t.a.m. St. Denis og í Frakk-
landi og St. Amphibolus í Írlandi. Sagan um St. Denis
er sú, að hann hafi beðið píslarvættis dauða á fjallinu eða hæðinni
Mont Martre við París, hafi limir hans legið þar á víð og dreif

bls. 9


um hæðina en syrgjandi konur komið og tínt þá saman. Í limina færðist
fjör á ný og þeir sameinuðust til jarðneskrar elju og píslarvotturinn reis nú
á fætur aptur, algjörr að öllu nema því, að hann kom ekki á sig höfð-
inu. Hann tók það þá, og helrölti með það undir hendinni heim til
Parísarborgar og segja munkasögurnar að sporferill hans hafi verið þar
sem nú er Rue St. Denis. Nú eru margar kirkjur kenndar við dýrðlíng
þenna, en í einni þeirra hefir fundizt fornt Bakkusar altari undir
jörðinni og margt fleira hefir komið í ljós við seinni ransóknir er
sýnir að St. Denis reyndar er enginn annarr en Bakkus vínguð og
sagan um píslarvættisdauða hans og rambið með hausinn undir hend-
inni er auðsjáanlega saga af Bakkusi blindfullum.
Þá er sagan af Amphíbolusi hinum helga, dyrðlíngi Ira. Þegar
Augustinus helgi kom til Bretlands, var hann klæddur í klaustur-
búníng sinn og hafði yfir sér klaustur-kápuna er nefndist Amphí-
bolus. Þegar stundir liðu fram fóru að fréttast undur og tákn og stór-
merki af hempunni þessum himinsins útsendara. Hempuræfillinn fór land
úr landi, og snéri heiðíngjum frá villu sinni, gjörði kraptaverk
og vann kristninni ómetanlegt gagn. Kirkjur voru reistar hon-
um til dýrðar vegs, hann varð að helgum guðs dýrðlíngi, og kenni [?]
maður [?] færður í dýrðlínga listann á hæfilegri tíð. Þetta mun vera
frægust hempa í heimi er menn hafa sögur af. Þetta er nú heil. Amphíbolus.
Ef yður ekki leiðist dýrðlínga þula þessi, sýnist mér nógu vel
að lofa heilögum Columba að koma hér með. Það hefir farið svo
mikið orð af honum hvort sem er, þó fæstir hafi vitað annað um
hann en sögurugl pápiskra múnka. Ransóknir seinni manna
hafa leitt ljós rök að því, að Columba þessi hefir aldrei verið til,
annarsstaðar en í helgisögum páfamanna. Fyrir vestan Skotland
er eyja ein er Iona hét heitir hét að fornu fari; á þeirri eyju höfðu Drúídar, hinir keltísku
prestar helgistað mikinn og vörðu hann með ótrúlegu þreki, fyrst gegn
yfirgangi ásóknum Rómverja og þá kristinna manna. En loksins gáfust þeir upp og
var hof þeirra tekið og eytt og settust að þar á eptir á eyjunni seinna meir kristnir múnkar.
Nú þýðir nafnið Iona dúfa á latínu Columba, og nafn eyjar þessarar
hefir þannig orðið að hinum fræga dýrðlíngi Columba. Þetta eru fá dæmi

bls. 10


af endalausum fjölda, umer benda til hvernig standi á mörgum margir
pápiskir dýrðlíngar eru til komnir.
Eins og kunnugt er, eru aðaltrúarbrögðin í Frakklandi hin pápisku,
og má kalla að það sé ríkistrúin því það er trú þeirra hjóna Napoleons
keisarans og frúarinnar hans. En öll kirkjustjórn má heita að sé í höndum
ríkisstjórnarinnar, því hún nefnir erkibiskupana og biskupana ogen páfinn vígir þá að eins.
Biskuparnir nefna prestana en enginn getur orðið prestur án samþykkis
stjórnarinnar. Páfinn má enga skipun gjöra hvorki um trúaratriði,
kirkju-aga eða funda-höld án þess að leyfi sé til fengið frá stjórninni. Af
hálfu ríkisins og laganna eiga og mótmælendur (Calvíns mennog Lúters
menn) frjálst að hafa kirkjur og opinbera guðs þjónustu hér; svo er og um
Gyðínga. Þessar kirkjur eru verndaðar með lögunum og standa í skjóli
stjórnarinnar. Enda veitir ekki af að þær sé verndaðar, einkum þar
sem mótmælendur eiga hlut að máli, því hinir pápisku klerkar
líta hornauga til þeirra og mæta þeim með kirkjulegu hnútukasti og
olbogaskotum hvenær er þeir komaþví við komið. Yfir kirkju Lúters
manna er ekki biskup settur. Stjórnarfyrirkomulag hennar er þetta: Safn-
aðir kirknanna kjósa hina elztu menn safn í nefnd til að stjórna sér og
undir hafa öll afskipti af kirkju sinni. Forseti þessarar nefndar er
presturinn við kirkjuna. Yfir þessum nefndum er aptur 5 manna
stjórnarnefnd er hefir á hendi öll allsherjar mál kirknanna. Í þessari
nefnd eru 3 menn afskipaðir af stjórninni en 2 af kirkjuráðinu,
Consistorium, sem er einskonar alþíng kknanna. I st Þíg IÞíng þetta
á fund einusinni ár hvert, og sitja xx og eiga þar setu fulltrúar
kirknanna, þannig: Hverjar 5 kirkjur mynda eitt kirkjufylki
og kýs hvert fylki fyrir sig 2 menn; til til að líta eptir fylki hverju
nefnir stjórnin með ráði stjórnarnefndarinnar (5 manna n.) kirkjulega
eptirlitsmenn, tveir þessara mann eiga og setu í raðinu, þá
yfirkennari prestaskólans (Seminarii) í Strasburg, þá forseti
5 manna nefndarinnar og einn leikmaður er stjórnin kýs. Þetta
ráð eða þíng á frjálst að skipa fyrir um kirkjustjórn og kirkju-aga.
Það ákveður hverjar skulu vera sálmabækur og handbækur kkjunnar
og lærdómsbækur barna; það leggur og samþykkt á skýrslur

bls. 11


5 manna nefndarinnarstjórnarnefndarinnar um hag og ástand kkjunnar.
Fyrirkomulag hinnarKalvíns kkjunnar er að mestu hið sama. En sú
kkja er miklu fjölmennari en Lúters manna. Alls hafa nú mótmælendur
1448 kirkjur í Frakklandi og 1748 skóla (Lúters 403 kirkjur og 609 skóla; Kalv. 1045
kkjur og 1139 skóla), og þó eru þar ekki taldar með biskupalegar kkjur
enskar né skozkar, né vesturheims manna. Kirkjum mótmælenda
fjölgar óðum í landinu og árið 1861 voru þar reistar 21, og má það
álitlegt heita þar sem menn eiga við jafn ramman reip að draga
sem er klerkalýður páfans, nærri 50,000 að tölu.
Í Frakklandi er fjöldi mesti af klaustrum bæði fyrir nunnur og
múnka; og í Parísarborg einni eru yfir 30. Múnkar og nunnur
eru þykja nú að mestu óþarft fólk, og vinnur lítið páfans trú til
frama eða vegs nema þær nunnur er nefnast "Sæurs de St. Vincent de
Paule". Þær eru yfir höfuð virtar og elskaðar, enda er og fjöldi þeirra
hinar mestu dánukonur. Þær hafa eingöngu fyrir stafni að vitja
sjúkra og hlynna að þeim, að lina böl hinna fátæku og kenna
í fátækum börnum, allt fyrir ekkert. Eg sá margar úngar stúlkur
á hinum mikla spítala Hotel de Dieu ganga um beina og vera að
hjúkra hinum veiku. Það var eptirtektarvert hvað aumíngja stúlk-
urnar, sumar kornúngar, gengu glaðlega að hinu þakkláta verki sínu.
Þær voru nákvæmar og þýðar við hina hálfdauðu og deyjandi eins
og móðir við veikt barn, og að öllum störfum gengu þær jafnt, að sjá.
Sumar bjuggu um rúmin, aðrar tóku til og hreinsuðu, sumar
þvoðu, sumar bundu um brotna limu og enn aðrar hlupu upp
og niður með 3-4 ólæsileg orð matinn en sumar stóðu
við hlóðirnar og elduðu. Þessar konur heita öðru nafni og venjulega
"Sæurs de Charité" eða líknar-systur, en það þessu nafni nefna þær sig
aldrei sjálfar, það er nafn sem menn gefa þeim fyrir hjálpsemi þeirra,
og aðstoð við fátæka. – Við öll önnur múnka og nunnufélög hatast
Frakkar og vildu helzt reka allt það rusl til páfans aptur þaðan
sem það er komið. Enda er og klaustrafjöldinn út um landið óþarf-
lega mikill, að þeim þykir, því nunnuklaustrin ein fyrir utan París
nema 9 þúsundum, með 24,000 nunnum í og sumum þeirra ekki sem

bls. 12


siðavöndustum. Í landinu eru og 2.000 Jesúítar, óþarfir piltar og illa kynntir.
Af kirkjugörðum, eða grafreitum dauðra manna skoðaði eg hinn mesta
og fegursta Père La Chaise; hann er um 26 teigi að stærð og er í borginni
austanverðri eða þó helzt öllu heldur utanborgar. Fegurri reit heithefi eg ekki séð en
grafreit þenna. Hann er á aflíðandi brekku sem hallar til suðurs og austurs
og umhverfis eru dældir og smádalir og skógivaxnar lágar. Viðsýnið
er mikið og fagurt landið öllu megin; en allur garðurinn ristur
sundur í fagra vegi með blómborðum umhverfis. 2-3 orð ólæsileg
meðLeiðin er vel upp gjörð eins og við er að búast þar sem allt hefir
lagt ólæsilegt orð sitt hið bezta til ættrækni og tryggð enna eptirlifandi syrgjenda, hagleikur
mynd myndasmiðsins og hin blómskrýðandi hönd náttúrunnar. Það
var fullt hér af fólki er við komum, og svo er það allan daginn. Ástríkar
mæður vökvuðu blómunum á leiðum barna sinna, ekkjur og ekklar krupu
í bænakalli bæn að kumblum hinum köldu kaldra ástvina, börnin flykktust með
með hinar litlu en tárhreinu tilfinníngar sínar og guldu dauðanum
afdráttarlaust það sem þau áttu til: tár af augunum og blóm úr enni
litlu hönd, sem þau gróðursettu sjálf. Hér var allt svo þögult og kyrrt og
fagurt en fegurst allra voru þó blessuð litlu börnin á bæn. Geti nokkurn
tíma legið vel á dauðanum þá hefir það hlotið að vera í þetta skipti.
Af leiðunum er nú allra mesti fjöldi og endalaus grúi af marmara-
smíð um allan garðinn, sem opt er meistaralega gengið frá frá gengið. En
einna fegurst fannst mér þó leiði skáldsins Alfred de Musset
þar sem ekkert var á nema eitt grát-víðis tré, saule pleureur.
Leiði þeirra Abelards heimspekíngs og Heloisu vinu hans er hið
mesta af þeim er eg sá. Það er hið eina sem eptir er af klaustri
því er heimAbelard stofnaði hér á 12. öld öndverðri. Heloisa átti
að nema að spekíngnum fræði hans, en í stað þurrar heimspeki
og kaldra hugsunarreglna varkenndi hann henni ástir og þær
heitar og sætar. Hún varð hin fyrsta abbadýs í klaustri hans
og dó þar 1164, 22 árum eptir Abelard ástvin sinn. Myndir
þeirra eru hér í kapellu sem er yfir moldum þeirra og stendur
hún við hliðina á honum þar sem hann hallast út af eins og hann
ætli að detta að henni, og mun það eiga að tákna veikleika spekinnar

bls. 13


Þegar ástin kemur of nærri henni; eða að ástin standi þó spekin falli.
Í þessum garði eiga og Tyrkir grafreit út af fyrir sig og dálitla kirkju
(mosque). Þér verðið að fyrirgefa mér þó eg ekki verði að sinni fjölorðari
um þenna dauðra-reit. Nú fer eg tilþá frá dauðanum til lífsins, frá
ólæsilegt orð héðan í leikhúsið.
Frakkland Paris hefir lengi verið fræg fyrir leikhús sín, og fyrir
hina miklu menn, skáldin, er hafa haldið lífi og stefnu í þessari
íþrótt þeirra Frakkanna. Framan af vönduðu menn og mjög allan frágang
á leikjum þeim, er leika skyldi á Théatre Français, hinu mesta og
besta leikhúsi í Parísarborg. En nú er heldur farið doðna yfir þessum
framkvæmdum. Síðan 1858 hafa menn engan duglegan sorgleikara
haft og segja Frakkar sjálfir að sú stefna íþróttarinnar sé að leggjast
meira og meira í dá, og sé þjóð sinni eins um hönd að leggja hana fyrir
sig eins og henni sé ljúft að flytja á leiksviðið allt er kátlegt er og
kímilegt í mannlegu lífi og háttsemi einstaklíngsins. Þó þykir
mönnum einnig þessi stefna íþróttarinnar vera farin að hníga nið-
ur á við og lúta að fótskör alþýðu skrýlsins. Mér dettur ekki í hug
að leggja neinn dóm á þetta sjálfur, það er ekki í fær um enda þarf
meira til þess, en að sjá leikið einusinni eða tvisvar. En það sem
eg get sagt um leikina er eg hefi séð er það að eg skil betur leik
Frakka en Englendínga; því í enskum leikhúsum hefi eg ekki
séð nema mjög fáa leikendur, sem eg hefi skilið; eg meina: skilið
meðferð þeirra á 1-2 ólæsileg orð þeirri persónu sem þeir
áttu að sýna. Í Englandi virðist mér íþrótt leikendanna koma
fram þúngbúin og vanstyrk eða jafnvel einurðarlítil, en hjá
Frökkum kemur hún stökkvandi og létt og hreifir sig amsturs-
laust og eðlilega, eins og maður sem er heima hjá sér. Nú
eru í Parísarborg alls 23 leikhús og er talið að þau sé sótt á
hverju kvöldi af 20 þúsundum manna. En jafnframt eru og
fjölda margir aðrir skemmtistaðir, allt að hálfu öðru hundraði,
og er talið að þangað sæki daglega um 24 þúsundir manna
og verða þá 44 þúsundir manns í borginni sem daglega fara
á skemmtistaði þessa. En það er athugandi að meðal þessara
manna er mesti grúi erlendra ferða-manna, einkum frá Englandi
og Ameríku. Árið sem leið komu til borgarinnar 234,609 Englendingar
og af Vesturheims mönnum er aldrei færra í borginni en 30,000.

bls. 14


Svo sagði mér Vesturheims-maður einn sem eg hitti í Palais Royal; og
kvaðst hann ekki una sér þar vestra ef hann ekki gæti skroppið
til Parísar einusinni á ári.
Af öllum skemmtistöðum í Parísarborg er enginn fjölsóttari
heldur en það mikla hinar miklu skóggrundir fyrir vestan bæjinn
sunnan fram með Sygnu er nú heitir Bois eða Parc de Boulogne,
(Bolougne skógur). Grundir þessar eru feykistórar og alvaxnar
þéttum skógi og fögrum, þar sem milli gatnanna er liggja
um þær í allar áttir. Skógurinn er ekki eldri en síðan 1814.
Undir aldamótin var hinn forni skógur að falla óðum og
í uppreistinni hömuðust illmennin á honum með axir sínar, þegar
hálsa þraut til að höggva, og þegar bandamennirnir settust
um borgina 1814 var allt upprætt sem eptir var til víg-
girðínga. Leingi hefir skógur þessi verið alkunnur fyrir það
ólánsmenn hafa farið þangað til sjálfsmorða, eða að og afbrýðis-
samir menn hafa háð þar einvíg sín. En nú fara menn híngað
akandi og gangandi svo þúsundum skiptir, do vetur og sumar
jafnt að kalla til að skemmta sér, enda er hér skemmtilegt
að koma. Leiðin út hingað liggur framhjá hinum mikla sigur
boga Arc de l’Etoile sem Napoleon 1. bauð að reisa skyldi
árið 1806 og sem verið var að smíða með talsverðum hvíldum
þangað til árið 1836 og kostaði stórvirkið þá 3,477,600 dali. Þá
tekur við fimmtíu faðma breið gata, Avenue de l’Emperatrice og
nú er ma þá er komið út í skóg. AHið fegursta svæði í
skóginum eru stöðuvötn tvo allstór, með og eru tveir hólmar tveir í hinu
stærra, tengdir saman með trébrú. Hólmar þessir Í suðurendann
á minna stærra vatninu falla fossar tveir ákaflega fríðir gegnum
gljúfra-gil svo vel haglega lögð að margur sem hér kemur
ímyndar sér að þetta þau sé náttúrunnar handaverk. Menn verða
að leigja sér ferju til hólmanna ef menn vilja sjá þá, því engin
brú er þangað út yfir vatnið. Á vesturenda minni hólmans
er fuglaskáli stór og af loptsvölunum af þessum skála að sjá og
með loptsvalir á. Af þessum lopt svölum sér út yfir allmikinn
hluta hinna skógi vöxnu grunda og yfir allt vatnið og er
það viðsýni bæði fagurt og unaðlegt. Um grundirnar liggja
ótal vegir fullir af fólki, ymist gangandi eða á vögnum
þess á milli eru hinir fögru skógarlundar og gróðrarstíur
allskonar blóma. Um vatnið fara bátar hundruðum

bls. 15


saman og kinda hafa uppi skriðljós í alla vega litum gler-
hylkjum, er þeir og kveikja ferjumenn á lömpunum þegar er
sól er gengin til viðar. Að sitja hér um sólseturs skeið er
meiri unaður en ég fái lýst. Á hólmunum er allt kyrrt og
hljótt að mestu; rökkrið sígur brátt að svo lítið sést af glíngr-
inu á vegunum en nú koma fram ljósraðirnar [?] lampaljósin sem standa meðfram
veginum götunum, og skriðljósin á öllum vögnunum á akvegunum og á bátunum um
vatnið, En allar en allar grundirnar dynja við og er
því líkast, sem að heyra þúngan foss nið í fjarska eða
brimrót við sand. Sólargeislinn er hættur að brenna og nú en
skýzt út úr rökkrinu út úr rökkrinu skýzt kvöldandvarinn léttur og svalur en að
neðan streymir upp angan ilmur blómanna og fyllir loptið unað-
legri angan. Eg þarf ekki að segja yður hvernig við undum
okkur hér. Við létum nauðug undan nóttinni að fara heim
og hvílast eptir daggönguna.
Nú hefi eg sagt yður frá því hinu helzta er fyrir mig bar í París.
Það er stutt yfir farið og margt er eptir sem ekki er minnst á,
sökum þess, að mér er það svo óljóst, að eg get ekki lýst því
með fullkominni vissu, en eg hefi reynt að segja frá öllu
hið sannasta að eg vissi. 5-6 ólæsileg orð
7-8 ólæsileg orð
5-6 ólæsileg orðEn margt kann að vera öðru-
vísi en útlendingnum virðist þegar hann sér í fyrsta skipti
svo að segja nýjan himin og nýja jörð, er það nú þar sem
jafnmikill auður íþrótta alls konar er komin saman eins og í þessari
borg. Hana má með réttu nefna heimkynni íþrótta og
fegurðar. Fegurðin eða fegurðar tilfinning fólksins kemur ekki aðeins fram í húsa kynnum
og bæjarbrag, heldur einnig í klæðaburði, í látbragði, í göngu-
lagi, í máli manna. Það er því engin furða þótt Frakkar
hafi um langan aldur verið forsprakkar annara þjóða
til skrauts og áburðar, þeir geta ekki annað, því þjóðin
er eintómur íþróttar-lýður; það er að segja í höfuðborginni,
og ef til vill í borgunum yfir höfuð. En það er einkennilegt, að
hinni miklu snyrtimennsku þeirra fylgir jafnan talsverður
óþrifnaður, og bendir það til annars aðaleinkennis þjóðar-
innar, sem er siðferðislegur sljóleikur og hvikulleikur
í öllu hinu daglega lífi. Þegar mikill óþrifnaður er samfara

bls. 16


háu menntunarstigi þjóða, þá mega menn og ganga að hin-
um annmörkunum vísum, en orsökin til alls þessa liggur
dýpra fólgin en margur ætlar. Auk loptslags, og landslags og
lifnaðarhátta eru það einkum trúarbrögð þjóðarinnar sem
kennt verður um annmarka þá er eg tók fram áður, enda
er það næsta einkennilegt, að þar sem tvö héruð eru, annað
papiskt en hitt "protestantiskt" geta menn þekkt þau í sundur
án þess að menn viti hvað manna búi í hvoru fyrir sig;
Einkum kvað þessi munur vera glöggur í SchweizsÞví hjá
"protestantum" kemur fram þrifnaður utan og innan bæjar,
vönduð hús hjá bændafólkinu, og góð umhirðing um skepnur
og góðir vegir, en hjá papiskum mönnum veður allt í aga
og efju. Þetta hafa pápiskir menn sjálfir sagt mér og
tekið fram að það væri vegna þess, að blessaðir prestarnir
sínir " hirtu um ekkert nema að hafa út tekjur sínar, borða
vel og drekka vel en að hvetja menn til framtaka og þrifnaðar dytti þeim ekki í hug. Þó hafa menn sagt mér að þrifnaður
væri meiri norður um Frakkland en suður um. Munur-
inn á þrifnaði páfa-manna og mótmælenda segja segja
allir er kemur glöggast fram í Svissa-landi að sögn
allra er þar ferðast.
En þó Frakkar að mér virðist hafi þessa ókosti þá hafa
þeir hins vegar marga og ágæta kosti. Kurteisi og elskusemi
þeirra og greiðvikni þegar þurfandi manni liggur á hjálp
þeirra í viðmóti og viðkynníngu er lofsverð; greiðvikni þeirra
þegar skorað er á þá til hjálpar nauðstöddum er frábær. Um
guðsótta þeirra og skírlífi skal eg láta ótalað. Þeir hafa litla
hvöt frá prestum sínum til hins fyrra, og enn minni hvöt
frá 2 ólæsileg orð sjálfum sér til hins síðara. (og ofar)Þeir eru mikil
þjóð; það er óhætt að fullyrða. En meiri og þjóð verða þeir
þegar þeir rumskast af trúarsvefni sínum og varpa af sér
hinni illu snöru, klerkalýð páfans páfans klerkalýð, er troðið hefir þá svo miskun-
arlaust um langan aldur.
Nú fer eg héðan með morgninum norður eptir og mun eg senda yður
næst kveðju mína frá Leipzig.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir: Bréfið er ódagsett, en Eiríkur Magnússon dvaldi í Leipzig, París og víðar á Frakklandi 1864-1866 (Ísl. æviskrár I, Rvík 1948, bls. 415). Hann gaf út Bréf frá París I (Rvík 1865) sem fjallar um trúmál. Ódagsetta bréfið gæti verið skrifað um svipað leyti og ætti að raðast skv. því. – SYE
  • Skönnuð mynd: Þjóðskjalasafn Íslands

  • Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
  • Dagsetning: Júní

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar