„Bréf (SG02-26)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 82: | Lína 82: | ||
* '''Dagsetning''': 07.2011 | * '''Dagsetning''': 07.2011 | ||
---- | ---- | ||
==='''Sjá einnig'''=== | |||
==='''Skýringar'''=== | |||
<references group="nb" /> | <references group="nb" /> | ||
==='''Tilvísanir'''=== | |||
<references /> | <references /> | ||
==='''Hlekkir'''=== | |||
[[Category:1]] [[Category: Bréf frá Eggerti Ó. Briem]] [[Category:All entries]] | [[Category:1]] [[Category: Bréf frá Eggerti Ó. Briem]] [[Category:All entries]] |
Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2011 kl. 21:31
- Handrit: SG 02:26 Bréf frá Eggerti Ó. Briem
- Safn: Þjóðminjasafn
- Dagsetning: 21. apr. 1873
- Bréfritari: Eggert Ó. Briem
- Staðsetning höfundar: Höskuldsstaðir
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Jón Sigurðsson, Elísabet,
Texti:
Bls. 1
Höskuldsstöðum, 21. apr. 1873
Salve domine!
Bréfi hef eg að svara, dags. 4. des. f.á.
Kærkomnar eru mér allar fréttir af forngripa-
safninu. Það er þó orðið talsvert, og er eigi
hætt við, að það aukist ekki, ef það nýtr
framvegis góðrar forstöðu. Eg hlakka til
að fá annað heptið af skýrslunni.
Þann útdrátt af skýrslu þinni, sem
eg gat um í fyrra bréfi, hugsaði eg mér svo,
að flokka hlutunum niðr í vissa kafla, og minnast
hinna helztu, er til hvers kafla heyrði, og lýsa
að eins nákvæmlega hinum allra merkustu. Þetta
hefði mér nokkuð kunnað að takast, hefði
eg einskorðað mig við heftið, sem út er komið,
en það verðr allt erfiðara, ef eg tek safnið
fyrir eftir því ókomna hefti með, er eg þekki lítið
eða ekkert til hlutanna, enda mundi það
verða talsvert mál, og oflöng ritgjörð í
"*A*(danskt á)rbögerne", því þar hugsaði eg að koma
því að. Önnur aðferð væri nú, ef eg eigi
sleppi því alveg, að taka að eins einstaka
kafla, t.a.m. um (Baldrsheims)taflið, um vopn
eða um einstaka tegund vopna, t.a.m. spjót,
um foldardálka (eða eitthvað, er markt-
verðast kynni að þykja).
*ATH á spássíu hefur Eggert skrifað: því eg man eftir mörgum hlutunum
Bls. 2
Eg yrði náttúrulega að eiga á hættu,
hvort mér F?* tækist að gjöra það svo úr
garði, að það þætti meðtækilegt í "*A*(danskt á)rbögerne"
Það er heitið 20*rd*(upp) fyrir örkina, ef það á
annað borð, er tekið upp í þær, en hvort
borgað yrði "honorar" að auki fyrir myndir
ef þær fylgdu, veit eg ekki.
Eitthvað dregr Jón Sigurðsson líkleg
inn með sér, ef hann verðr "rektor" og endist
nokkur ár við það. Það kynni þá að koma
annað líf í Bókmenntafélagið í Reykjavík.
Eg nenni eigi að fara að politísera
núna. Eg ætla að lofa öðrum að hafa
fyrir því. - Líklega verða eigi ferðir
hér á milli og Reykjavíkr í sumar, svo að
hægt verði að koma Elísabetu til þín.
Nú húki hún mygluð upp á maura-
loftinu núna, því að undir stólunum á
kirkjunni þótti mér henni ekki vært.
Vertu nú sæll
Eggert Ólafsson Briem.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:[Lbs: Handrit.is]
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
- Dagsetning: 07.2011