„SGtilJS-63-13-04“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: * '''Handrit''': ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara * '''Safn''': Þjóðskjalasafn * '''Dagsetning''': 13. apríl, 1863 * '''Bréfritari''': Sigurður Guðmundsson, má...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytinga eftir 2 notendur ekki sýndar) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
* '''Handrit''': ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara | * '''Handrit''': ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara | ||
* '''Safn''': Þjóðskjalasafn | * '''Safn''': [http://www.archives.is Þjóðskjalasafn Íslands] | ||
* '''Dagsetning''': 13. apríl, 1863 | * '''Dagsetning''': 13. apríl, [[1863]] | ||
* '''Bréfritari''': | * '''Bréfritari''': [[Sigurðr Guðmundsson, málari]] | ||
* '''Staðsetning höfundar''': Reykjavík | * '''Staðsetning höfundar''': [[Reykjavík]] | ||
* '''Viðtakandi''': Jón Sigurðsson | * '''Viðtakandi''': [[Jón Sigurðsson]] | ||
* '''Staðsetning viðtakanda''': Kaupmannahöfn | * '''Staðsetning viðtakanda''': [[Kaupmannahöfn]] | ||
---- | ---- | ||
* '''Lykilorð''': | * '''Lykilorð''': | ||
* '''Efni''': | * '''Efni''': | ||
* '''Nöfn tilgreind''': | * '''Nöfn tilgreind''': | ||
---- | ---- | ||
* <span style="color:#5b0b16">'''Texti'''</span>: | * <span style="color:#5b0b16">'''Texti'''</span>: | ||
'' | '' | ||
===bls. 1=== | ===bls. 1=== | ||
<br/>Reykjavík 13 april 1863 | <br/>Reykjavík 13 april 1863 | ||
Lína 151: | Lína 151: | ||
<br/>af því, um aldur á vegum, um kirkju flutnínga, | <br/>af því, um aldur á vegum, um kirkju flutnínga, | ||
<br/>um lögréttu flutnínga, og ná kvæmt um búðir | <br/>um lögréttu flutnínga, og ná kvæmt um búðir | ||
===bls. 6=== | |||
<br/><sup>um</sup> lög bergis skipun, um lag á búðum <sup>og tjöldum</sup> og huðfötum, | <br/><sup>um</sup> lög bergis skipun, um lag á búðum <sup>og tjöldum</sup> og huðfötum, | ||
<br/>og öðrum á holdum sem höfð vóru á þíngi | <br/>og öðrum á holdum sem höfð vóru á þíngi | ||
Lína 206: | Lína 206: | ||
<br/>getið oft. Bókmenntafélagið gaf hana út sérstaka 1879: <ins>Alþingisstaður hinn forni | <br/>getið oft. Bókmenntafélagið gaf hana út sérstaka 1879: <ins>Alþingisstaður hinn forni | ||
<br/>við Öxará</ins>. | <br/>við Öxará</ins>. | ||
'' | |||
---- | ---- | ||
* '''Gæði handrits''': | * '''Gæði handrits''': | ||
* '''Athugasemdir''': | * '''Athugasemdir''': | ||
* '''Skönnuð mynd''': [http:// | * '''Skönnuð mynd''': [http://www.archives.is Þjóðskjalasafn Íslands] | ||
---- | ---- | ||
* '''Skráð af:''': Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti | * '''Skráð af:''': Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti | ||
Lína 223: | Lína 223: | ||
==Tenglar== | ==Tenglar== | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:01
- Handrit: ÞÍ.E10:13 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
- Safn: Þjóðskjalasafn Íslands
- Dagsetning: 13. apríl, 1863
- Bréfritari: Sigurðr Guðmundsson, málari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
- Texti:
bls. 1
Reykjavík 13 april 1863
Heiðraði vin!
Eg þakka yður fyrir yðar góða bréf 28 septbr. 1861,
eg veit að yður þikir kinlegt að eg hefi ekki fyr svarað
yðar bréfi, enn alt hefir sínar orsakir, eg hefi ekki
gétað gért það að gagni fir, og gét það ekki enn
þótt eg mindist við það.
Nú verð eg að segja yður sögu, árið 1860 fór eg
til Geysis og skoðaði eg þá um leið Þingvöll
og mindaði þar þá Lögberg og fleira, enn er eg kom
úr þeirri ferð, fór eg að fá eins konar áhiggjur
út af því að jafn merkur staður í sögu landsins
lægi þannig alveg órannsakaður, og skrifaði eg
um haustið Guð brandi (sem þér víst hafið orðið
varir við) og beiddi hann að komast eptir hvort
þar itra væru til nokkrar skriflegar upplisíngar
um Þing völl, en fékk 13. oktbr. það svar að þar væri
ekkert til því máli til upplýsingar, eg hélt þá
að eingin vid vildi neitt hugsa um það málefni
first allir þögðu, og fór eg því um vetur in að
að rann saka Þing völl eptir sögunum, en það herti á mér
að þá fékk eg boð frá skottskum manni, sem spurði
mig hvert eg hefði, eða gæti látið sig fá kort af Þing
velli enn það hafði eg þá ekki til, þá fór eg
um sumarið í Júlí Júní til Þing vallar og
bls. 2
var þar 2 eða 3 daga og rann sakaði búðir og fleira
og gerði laus legt kort af staðnum. en rétt þar á
eptir fékk eg á skorun af Dasent og beiddi hann
mig að géra kort af Þíng velli firir sig, en samt með
þeim fyrir-vara að eg mætti eingann annan láta
fá það og því lofaði eg. Þettað varð þá fast ákvarðað
milli okkar með þessum skilmálum.
Því næst kom frá yður á skorun til min sama efnis (enn
of seint) og fanst mér þá að eg væri settur milli
tveggja elda eins og Oðin forðum - eg vildi helst
hjálpa báðum jaft og eptir megni en það mátti eg
ekki, eg var leingi að skoða huga minn um hvort eg
ætti að ráðast í að fara þá ferð með Gunnlaugssen,
mér fannst jeg valla meiga það vegna skilmála okkar
Dasents, en á hinn bógin var eg hræddur um að
það mundi þá spilla málefninu yfir höfuð ef eg hefði
ekki farið. Því eins og þér gétið nærri þá treisti eg
eingann vegin minni mælíngar kunnáttu í samanburði
við Gunnlögsens. en mér þótti mjög tvísínt hvort
hann hefði farið þá ferð ef eg hefði ekki verið með.
og mundi þá málið hafa staðið ver að öllu samann lögðu.
allir þekkja eljun og kunnáttu Gunnlögsens.
en hann er nú maður gamall (og okkar í milli að segja) þá
hafði hann því miður hvorki næga sjón né líkams
burði til þess starfa, og varð eg að hjálpa hönum
með öllu því eg gat meðann við við vórum samann,
en samt var hann uppá síð kastið orðinn svo þreittur
og heim fús, að eg treisti mér ekki vel til að fá
hann til að starfa meira, og fanst mér þó talsvert
bls. 3
vanta eins og eg lét yður skilja í mínu seinasta
bréfi, eg sagði hönum flest sem eg þá vissi um búðir
og mann virki og enn gat ekki látið hann skilja
það.
Seinna um haustið full gerði eg mitt kort og sendi það
Dasent því það átti að prentast um veturin, en er ekki
enn komið til mín, það er víða mælt eingonngu með augna-
máli þó margt sé mælt á því, það er nokkru fillra og
yfir grips meira enn hitt, því eptir að Gunn lögsen
var farin, þá hafði eg betra næði, og betri kríngum stæður
til að rannsaka staðin, enn eg áður hafði haft, enda
tók eg þá eptir ímsu sem eg ekki áður vissi af. enn vegna
skilmála okkar Dasents þorði eg með eingu móti að vera yður
eða félaginu hjálplegri að því sinni, enda leifði tíminn
mér það ekki, því mitt kort varð eg að fullgéra.
Eg veit að yður þikja þessar fréttir ekki sem æski-
legastar firir bókmentafélagið og eg er einnig á sama
máli. enn eg veit að þið þarna ytra sjáið, að það er ekki
meir mér að kénna enn ykkur að þettað gékk þannig til
og að þið komuð of seint. enn kvað sem nú öllu þessu
líður, þá held eg að málið sé í góðu horfi, því
þegar men leggja bæði þessi kort samann, þá held eg að
menn fái nokkurn vegin svo nákvæmt kort af
Þíng velli sem þörf er á, og sem auðið er að svo-
stöddu
Eg er á yðar máli með það að það muni ekki
þurfa meir en 2 kort af Þíng velli það mun meiga
sam eina söguöldina og seinni aldirnar
því það eru flest sér stakar búðir sem heira til
bls. 4
öllum seinni öldunum og það jafn vel
strax eptir sögu öldina að eg held.
Við víkjandi yfir grips mesta kortinu,
þá má þar margt um tala, að ná og leita upp alla
vegi forna sem liggja að Þing velli greinilega og
rétt sem sem men sjá að forn men hafa farið, (eptir
sögunum), kostar tíma. og eins öll þau ör nefni sem
gétið er um í sögunum við þing reiðir fornmanna
t.d. í Njálu og sturlúngu, maður þarf að reyna
að vita hvar vellirnir efri hafa verið og eins
beyti vellir sleða ás sand kluptir vellan katla
og margt fleira. það irði mikið um stáng first
að leita að því í sögunum og þar næst að spurja upp
hvar ör nefnin eru og fá men til að sína sér þau, eða
að finna hvar líklegast er að þau séu
eptir sögunum. og síðann að géra greinilegt
kort yfir svo mikið svæði þetta væri mjög nauð
sinlegt enn hamíngjann veit nær það kemst í verk,
en samt mundi það vera hægast með því móti að taka
orginal teikning Gunn lögsens yfir það svæði sem ná
kvæmasta, og í fullri stærð eins og hann gerði það, og géra
eptir mind af því, það sparaði mikið mælíng og mætti
þá setja öll hin ör nefnin þar á. því sjálfsagt eru
öll fjöllin sett í rétta af stöðu hvert frá öðru
og irði þá mest firir höfnin að finna og purja upp
örnefninn.
bls. 5
eg hefi safnað öllu sem eg hefi gétað um
þing völl, bæði öllu sem eg hefi fundið í sögunum
og Grágás og Jóns bók í árbókum annálum og
fleiri forn ritum, eg hefi og safnað öllum
munn mælum sem fólk hefir sagt mér um ör nefni
á þíng velli og þar ná lægt, og reynt að smala því
um alt land. fabúlur hefi eg og feingið um
Þíng völl 2 kátlegar og nokkuð af gömlum
skriflegum upplýsísingum etc. en þó vantar
mig en mikið. eg hefi ekki náð i nærri alla þá
menn sem eg held að géti skírt þettað mál, eg er
alltaf smátt og smátt að spurja þá upp, eg sé
að það má safna tals vert miklu um Þíng völl, og
það meira en eg hefi haldið, enn men verða að
hafa tíman firir sér, það er ekkert á hlaupa verk
eg er farin að sjá að það er nauðsin legt að skrifa
sérskilda lísing á öllum Þíngvelli, um hvert
mann virki sem þar er, að hvað miklu leiti það
er glöggt, um allar breytingar á Þingvelli af
jarð skjálptum, og af vatns gangi úr Öxara, saman burð
á þing velli og öðrum þíng stöðum og hvað verði lært
af því, um aldur á vegum, um kirkju flutnínga,
um lögréttu flutnínga, og ná kvæmt um búðir
bls. 6
um lög bergis skipun, um lag á búðum og tjöldum og huðfötum,
og öðrum á holdum sem höfð vóru á þíngi
og hvernig líklegt er að það alt hafi litið út
í forn öld, um hvar líklegt er að fylkíngar
hafi verið settar við ímis leg tæki færi.
og lángt um fleira sem hægra er sagt en gért,
á meðann ekki eru betur rann sökuð löginn
og hin forna mála til skipan, goða ættir, og goðorða
skipting og þínga,
Eg veit að eg er ekki fær um að skrifa um
neitt af þessu, en samt ætla eg að reina að taka að
mér að skrifa um eng eitthvað af þessu það sem eg gét, því
eg veit að það má ekki mikið seinna vera, ef ekki
öll munn mæli eiga að glatast, eg veit líka að
eg er kunn ugri Þing velli en flestir aðrir, eptir
svo lángar rann sóknir, en þó þarf eg að koma þar
enn ef duga skal,
Eg held því að eg þori að lofa yður handa
bók menta félaginu, nokkuð lángri ritgjörð um
Þíng völl ef þið viljið hafa hana og géfið mér
von um að hún verði prentuð, en hvað eg gét
meira gért þóri eg ekki að lofa að svo stöddu,
fir enn eg sé hvað Dasent líður, og mindum þeim sem eg sendi hönum
enn eg skal géra það gét þessu máli
bls. 7
til eflíngar
Það versta er að í þessu máli eins og öðrum
þarf fjölda af mindum til útskiríngar, því
ann ars skilur eingin hvað maður fer, en maður
verður að sjá hvað setur first um sinn.
eg hefi feingið smá vegis útskíringar um aðra þíngstaði
og géta þeir mikið skírt skilning manna á þíngvelli,
annars er eg farin að verða á því, að litið sé fróð legt
við að rann saka aðra þíngstaði sem men hafa hér um
bil eingar sagnir um, nema að því leiti sem þeir
géta orðið til skíríngar og ímsra sannana viðvík-
jandi Þíng velli
eg bíst við að eg sé búin að þreita yður með þessu
slúðri og bið yður að firir géfa
yðar einlægur vin
Sigurðr Guðmundsson
bls. 8
[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
2. Bls. 36. Fyrir 1. nóvbr. hefir Sigurður skrifað af vangá 28. septbr. (sbr.
upphaf á bréfi nr. 1). - Bls. 37. Sigurður gerir hér grein fyrir upphafi staðar-
rannsókna sinna á Þingvelli. - Guðbrandi, þ.e. Guðbr. Vigfússyni. Bréf Guðbr.
er dags. 13. okt.; það er í safni Sig. til Þingvallarlýsingar, sem hann gerir grein
fyrir í þessu bréfi sínu, hvernig hófst. - Dasent er George Webbe D., sem gaf
út þýðing á ensku af Njáls-sögu 1861, með langri og merkilegri ritgjörð framan-
við. Þar eru skálamyndir eftir Sigurð, og 2 Þingvallar-uppdrættir eru þar, en
þeir virðast ekki vera eftir hann. Þeir kunna þó að vera gerðir með hliðsjón af
uppdrætti hans. - Bls. 39, "ritgjörð um Þingvöll"; í næstu bréfum er hennar
getið oft. Bókmenntafélagið gaf hana út sérstaka 1879: Alþingisstaður hinn forni
við Öxará.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: Þjóðskjalasafn Íslands
- Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti
- Dagsetning: Júlí 2012