„EMtilJS-69-15-03“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 145: | Lína 145: | ||
==Tenglar== | ==Tenglar== | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Eiríki Magnússyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:06
- Handrit: ÞÍ.E.10:3 Bréf Eiríks Magnússonar
- Safn: Þjóðskjalasafn Íslands
- Dagsetning: 15. mars, 1869
- Bréfritari: Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge
- Staðsetning höfundar: London
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
- Texti:
bls. 1
Eg hefi fengið nýl. bréf frá Steingr um 200 rdl er þeir Pall Sveinson halda að
Hjalti hafi slegið hann fyrir með ´Englavísdóminum´. Eg hefi skrifað
Wilkinson en hann hefir ekki bært á sér ennþá. Eg held hann sé farinn
að þreytast á þarum.
9. South Crescent
Bedford Square. W.C.
London. 15. marz 1869
Ástkæri vinr,
Hjartans þakkir fyrir Jón, bækrnar og Bergreens
heftin. Þér látið mig ekki vita hvað þér hafið lagt
út fyrir Jón o.s.f., en ekki ætlaði eg að láta yður
tæma fé þannig í mínar eða minna þarfir endr-
gjaldslaust. Þér hafið annað að gjöra við reitur
yðar sem stendr, en að eyða þeim í slíkt. Jón hafði
aldrei sagt mér neitt um sína hagi í Höfn, hvorki um
þessi lán, sem þér talið um, er eg álít bezt að láta
hann fulltíða manninn sjá sjálfan fyrir nú, né
heldr um ástir hans til dóttur séra Jóns, sem Magnús
bróðir minn hefir náð í. Það liggr svona í ættinni
þessi ólukku huldusemi. En öllu vel, hann hefir nóg
fyrir stafni er til Íslands kemur og þarf líklega ekki
minnar hjálpar lengr. Það er nú leitt fyrir mig
að vera að borga fyrir Jón og Hel Helgu sem nú er í
skóla, þegar faðir minn sitr á einu af landsins
beztu brauðum, ómagalaus maðr og gæti verið
stórefnaðr ef hann hefði ekki þá monomania
að vera að búa sjálfr í stað þess að taka duglegan
og áreíðanlegan ráðsmann; því hann hefir aldrei
haft hugmynd um búskap sjálfr en vill þó allt
af vera að gutla við hann öllum til skaprauna.
bls. 2
[hér eftir í þessu sendibréfi þyrfti einhver vel að sér að kíkja á torráðin orð og bera þau saman við myndir]
Já, Odysseifshugsanirnar mínar, þær eru nú skrítnar.
En eg skal nú segja yður söguna. þér [stýngið?] hjá yður.
Hér kom í vetr sænskur civil [ingenius?] til London til
að leyta sér atvinnu og komst hann í kynni við
mig þegar er hann kom til London. Hann nefndi
einhvern tíma við mig - en passant - að í Svíaríki
væri [alúnssteinn?] sem brenna mætti til [álúnsgjörðar]
svo að segja að kostnaðarlausu, án nokkurrar
mechaniskrar viðbótar eða tilsetningar. En al.
staðar þar sem álún er búið til, þar þurfa menn
að kaupa dýrum dómum potósku og alumina
eða aluminium til að [sætta] ösku hins brenda
steins við vatn, án hvers ekkert álún verðr
til búið. þessi tilsetning er aðalkostnaðurinn
við álunsgjörð í Englandi og Þýskalandi. En
í Svíaríki, þar sem eg tala um álúnssteininn þarf
hvorki þessa við, né heldr kola, því steinninn
er svo fullr af [bergolin] að hann brennur af
sjálfu sér þegar búið er að kveikja undir honum.
Það hittist svo á að eg hafði nýlega hitt áluns
mann sem einmitt var að tala um það við
chemista hér, hvað alúns-productionin væri
kostnaðarsom vegna þess að náttúrann
framleiddi ekki þan stein er brent yrði
bls. 3
úr álún og innihaldi þau efni sem menn nú yrðu að
kaupa dýrum dómum. Eg greip því Svían við orðið
og fór að pumpa piltinn og því meir sem eg pump-
aði því meira glæddist mér von um að hér væri auðs
vegr af góð hamíngja fylgdi með. Það vildi nú svo
til að sú jörð í Svíaríki sem þessi herlegheit eru á
er eign móðrbróður þessa Svía (Arosenius); jæja
við tókum okkr nú saman og fórum að leggja plön-
inn að nú að ná [skæklinum?]. Við fengum bráðum að vita
frá eigandanum að jörðin væri föl, hann er pro-
fastur uppí dölum og leiðr á að hafa að sýsla við
vezlun sína sem er nú sem stendr kalkbrennsla
mest- og cement og þesskonar. Þar næst fórum við
að útvega alla vitnisburði sem fengist gátu um
steininn, og loks fekk eg [feinn centner?] af
honum hingað. Hann hefir nú verið analýseraðr
og hafa menn fundið að allt var satt er sagt var
um hina chemisku samsetningu og nú hefi eg fengið
trúar vin til að taka að sér peninga útvegarnar
sem hann heldr hann geti fengið með þessum
kjörum: Við borgum honumþeim sem lánar 10% af peningunum
hann verðr þriðji companion og nýtir þar um
1/3 af netto ágóðanum árlega. Harðir
kostir. En hér fæst ekki fé til spekulat[ina?] með
[hinn kostinn]. Við teljum okkr hér umbil 60%
[ábóta?] ef við seljum árlega 8000 tunnur af
álúni, en allt að þrefalt meiri ábata ef við
bls. 4
seljum helmingi meira. Þessi steinn er [gefundenes?]
þessu ef við að eins höfum lán til að verða
handhafar peninganna, og það bezta er að ef
fyrstu árin lánast vel, þá getum við vel mátt
við að undir[sélja?] allan annan álunsmarkað
og fengið ógurlega stort geshaft útur öllu
saman. En hér til þarf þrek og þol og dug.
Síinn er ágætr maðr, svo ágætr að eg hefi aldrei
mælt mannin hæfari til einmitt þessa starfa.
Hann hefir tekið, bezta examen við Marceberg
i Stockholmi. Alt lítr því vel út sem stendur
nema bara þetta: Hver verður sá þriðji? eg
hefi uppálagt vini mínum að reyna að
eins við goða og [orlega?] drengi um peninga
lánið, og eg ætla að vona að hamingjin gefi
að það kos komizt í kring þægilega. Við viljum
byrja með 15000 pund ef mögulegt er til þess að
hafa verkið i "full swing" strax, en það fæzt nú
líklega ekki. En fáizt það og mér verði aldrs og
auðs auðið af þessarri spekulation, vona eg að þér
fyrst og Island þarnæst viti hvar mín verðr að
leita. Og alt af lifi eg í þeirri föstu von að eg
eigi að hjálpa á einn eða annan hátt þar til
með efnum sem þér ráðið fyrir með viti. En
guð rær öllu , eg fel það alt honum. Hann hefir undar-
lega leitt mig. hugað til og mun svo og fara hér
eptir. Og sé mér ætlaðr sigr i þessu efni, þá megað
[Niðurlag vantar. Glatað?]
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: Þjóðskjalasafn Íslands
- Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti
- Dagsetning: ágúst 2012