„SGtilJS-64-04-08“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 92: | Lína 92: | ||
==Tenglar== | ==Tenglar== | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]] [[Category:Bréf frá Sigurði Guðmundssyni til Jóns Sigurðssonar forseta]][[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 30. október 2015 kl. 07:01
- Handrit: ÞÍ.E10:13/04.08.1864 Bréf Sigurðar Guðmundssonar, málara
- Safn: Þjóðskjalasafn Íslands
- Dagsetning: 4. ágúst, 1864
- Bréfritari: Sigurðr Guðmundsson, málari
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðtakandi: Jón Sigurðsson
- Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind:
- Texti:
bls. 1
Reykjavik 4 Augúst 1864
Góði vin!
Lángt er síðann að eg hefi skrifað yður, og þá
síðann borið litið til tiðinda sem eg gét skrifað yður,
og litið hefir mér bæst fróð legt, er yður þikir fróð legt,
samt skal eg að eins drepa á fá eina hluti þvi alt af
má fá eitt hvað. Það er því fyrst að nefna það
að eg hefi alt af til þessa dags verið að safna og
skrifa mönnum til við víkjandi Þíngvelli, og held
eg að eg sé búinn að fá það mesta um það sem er i
sögusögnum út um landið, en alt fyrir það mætti
enn fá miklu meira þar að lútandi allrahelst ef men
vildu bera Þingvöll sam an við aðra þíng staði sem
reindar væri nauðsinlegt, enn það er ekki hægt fyrr
enn eptir lánga mæðu. þó að þettað sinist ekki mikið
þá er ilt að tina það saman þvilt er að vita
hvar þess er að leita, og þegar það fæst þá ber mönn
um opt ekki samann og verða menn opt að flækja þá
meðtil að skrifa þeim sínum í hverju lægi og það opt
þegar þeir ekki svara og þegar þeir svara vill eingin
láta af sinni meiníngu, þá er ekkert að géra annað
en skrifa sögurnar eins og þær eru sagðar og nafn
greina sögu mann þvi eg læt þá géfa mér flestar vafa-
sögurnar skriflega i von um að þeir segi þá
heldur satt eins og þeir hafa heirt, þvi þá eiga
þeir meira i hættu ef þeir ljúga.
bls. 2
eg hefi reindar nokkuð smásmug lega farið úti
þettað mál, þvi eg hefi tekið allar sagnir er eg hefi
feingið um þegar nýir vegir hafa verið lagðir
eða þá vegum hefir verið breitt, því annars
kunna seinni alda men að villast á þeim og halda
að þeir seu gamlir, þettað gérði eg af því að
eg vissi ekki hvort það stendur í lísing síra
Björns, eg sé það ekki þar, er það nauðsin legt.
eg hefi og grenslast eptir hvar menn vita að túnið hafi
verið sléttað og hvört þar hafi þá verið búðir, og
eins hvar öll heimahús stóðu er menn vita til, t.d. lambhús,
fjár hús, fjós heigarðar, rettir, kviar eða stöðlar
stekkir, og fleira til þess að menn ekki seinna sleingi
þvi samann og á líti það búðir dómhrínga eða
lög rettur með þessu lægi gétur þettað ekki orðið
smáræðis grautur sem seint er að moða úr og þarf
til þess góðann tíma, sem eg hefi ekki haft um stund
A alþingis bókonum er víst ekki annað að græða
enn það sem þér hafið sett í lögsagnamannatalið eg
veit að þér hafið yfir farið þær allar. ?
I antigvariske annaler Fjerde bind 1827 bls 450
segir að kammer júnker Teil mann hafi géfið 1824
(eg held til forngripa safnsins) gamalt „nöjagtigt
kort over altings pladsen paa Island„ það
þarf nauðsin lega að kómast eptir hvert nokkuð er
að græða á þessu korti, og hvort það er eptir ha
sjálfann eða gamalt, eða blendingur.
bls. 3
[Skýringar úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1929]
4. Bls. 46. "Lögsögumannatalið" er í Safni til sögu Íslands, II., bls. 1-
250, með mjög merkilegum skýringargreinum um lögsögumenn og lögmenn, og
merkum fylgiskjölum. sem ekki höfðu birzt á prenti fyr. - Um Þingvallar-upp-
drátt Teilmanns sjá ath. við bréf nr. 3.
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd: Þjóðskjalasafn Íslands
- Skráð af:: Svavar Steinarr Guðmundsson, eftir ljósmynd af frumriti.
- Dagsetning: Júlí, 2012