„Bréf (SG02-102)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 11: | Lína 11: | ||
* '''Nöfn tilgreind''': Sigurður snarfari, Sigurður Stefánsson | * '''Nöfn tilgreind''': Sigurður snarfari, Sigurður Stefánsson | ||
---- | ---- | ||
== | ==Texti:== | ||
'' | '' | ||
===bls. 1=== | ===bls. 1=== | ||
Lína 140: | Lína 140: | ||
==Tenglar== | ==Tenglar== | ||
[[Category: | [[Category:Bréf]] [[Category: Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni til Sigurðar Guðmundssonar]] [[Category:All entries]] |
Nýjasta útgáfa síðan 8. september 2015 kl. 20:52
- Handrit: SG02-102 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 23. feb. 1863
- Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
- Staðsetning höfundar: Ási
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð: alþingstíðindin, ferðir, greiðsla
- Efni: „.Nú gefst ferð suður, til að sækja pörin sem S.átti að láta smíða. Önnur ferð gefst, fyrir alþingstíðindin sem hann átti að útvega. Ólafur biður Sigurð að útvega sér og fylgir greiðsla með.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: Sigurður snarfari, Sigurður Stefánsson
Texti:
bls. 1
Ási 23. Febr. 1863
Kæri frændi!
Eg skrifaði þér að sönnu á dögunum
með Þorláki, en nú fer kunningi minn
Sigurður snarfari suður, og bið jeg hann
að taka hjá þér pörin, ef þau eru nú
til, hann mun ekki setja upp borgun fyrir
það, og lætur þú þá fylgja reikning
yfir allt saman. Jeg var að biðja þig
að ná út fyrir mig alþingistíðindunum
svo þau voru til, þegar Sigurður Stefáns-
son kemur að sunnan í vor, og ítreka jeg
það nú aptur, og legg jeg hér inn fullmakt
handa þér, því Sigurður skrifaði mér að
hann þyrfti, eins og eðlilegt er, bið jeg
þig að borga fyrir mig afhendinguna, ef
hún kostar nokkuð við þig og færa mér
allt til reiknings síðar. - Kona m.
biður þig að útvega sér eitt lóð af vír, en
hún vill hann ekki nema hann sé góður
og svo smár sem unnt er því hún á nóg
af þeim grófari, sem ekki er brúkandi
bls. 2
nema í snúrúr; einnig biður hún mig að spyrja
þig hvað þær selji þarna hjá þér, að baldíra
framaná treyjubarma og hálsmálið, með sama
uppdrætti og var á uppslaginu, þegar þær
leggja allt til sjálfar; hún sendir þér
2rd uppí vírinn. -
Þinn einl. frændi
Ó. Sigurðsson
bls. 3
AUÐ SÍÐA
bls. 4
S.T.
Herra Málari S. Guðmundsson
í/Reykjavík
- ATH Ólafur hefur skrifað til hliðar í hornklofa:
Fylgja 2rd s.m
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011