„Bréf (SG02-38)“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
<br />biskupsstóllinn gamli, þar eru til rústir af gamalli ?*
<br />biskupsstóllinn gamli, þar eru til rústir af gamalli ?*
<br />kirkju, sem aldrei varð fullgjör, og mun vera frá s: 1300 eða ekki
<br />kirkju, sem aldrei varð fullgjör, og mun vera frá s: 1300 eða ekki
<br />síðar, skrautlegt hús. Þar stendr og biskups<strong>stofan</strong><add place="above">húsið</strong> gamla, sem
<br />síðar, skrautlegt hús. Þar stendr og biskups<strike>stofan</strike><sup>húsið</sup> gamla, sem
<br />menn segja sé æfagamalt (frá 13. öld?). Neðst í kjallaranum  
<br />menn segja sé æfagamalt (frá 13. öld?). Neðst í kjallaranum  
<br />er fjós, og myrkrastofa, en ofaná er reykstofa og við enda
<br />er fjós, og myrkrastofa, en ofaná er reykstofa og við enda

Útgáfa síðunnar 18. júlí 2011 kl. 13:23

  • Handrit: SG 02:38 Bréf frá Guðbrandi Vigfússyni (prófessor) í Oxford
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 10. nóv. 1858
  • Bréfritari: Guðbrandur Vigfússon
  • Staðsetning höfundar:
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

  • Texti:

Bls. 1 Kmh. 19. Nov. 58.

Eg sendi þér nú pappírinn í stranga með blýöntunum innaní
með fullri utanáskript. Pappírinn og allt kostaði 2rd. 3*p?*, svo
þú átt hjá mér 48sk. til síðari tíða, og er eg reiðubúinn ef þú síðar
vilt hafa mig fyrir fulltrúa. Eg var 3 daga í Færeyjum, og fórum
við einn daginn að skoða Kirkjubæ 1*1/2*(uppi) mílu frá Þórshöfn, þar var
biskupsstóllinn gamli, þar eru til rústir af gamalli ?*
kirkju, sem aldrei varð fullgjör, og mun vera frá s: 1300 eða ekki
síðar, skrautlegt hús. Þar stendr og biskupsstofanhúsið gamla, sem
menn segja sé æfagamalt (frá 13. öld?). Neðst í kjallaranum
er fjós, og myrkrastofa, en ofaná er reykstofa og við enda
hennar portstofa, úr henni var gengið uppí biskupsstofuna
sem er efst, hún er nú hrörleg, og er minst sú stofan. Húsið
allt er ákafl sterk- og ?*smíðað, og veggirnir úr grjóti, allt er
auðsjáanl. mikið gamalt, en hvergi finnast útskurðir eða
skriptir á viðunum. Kirkjan sem í er messað er ljót, en
er þó eldri en hin, og er einfríð?* (ekki gotnesk). *Stól*(i)Bríkurnar eru
allar útskornar, en merkið?* sýnir að skurðirnir eru allir yngri
en 1400 en vel gjörir. Það er mikils vert að sjá Kirkjubæ, það


Bls. 2


munu fáir staðir á Norðurlöndum vera merkari, vegna fornmenja
þeirra sem þar eru, og hvað bærinn er reisulegur. Bóndinn býr
í biskupshúsunum gömlu. -
Skrifaðu mér hvernig þér gekk fyrir vestan, og hvernig
mönnum leið þar þegar þú fórst þaðan.
Lifðu allar stundir vel. Þinn góði einlægi vin
Guðbrandr



  • Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
  • Dagsetning: 07.2011

  • (Titill 1):
  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: