„Fundur 23.jan., 1868“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Fundur 23. jan., 1868 færð á Fundur 23.jan., 1868) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. janúar 2014 kl. 22:39
Fundir 1868 | ||||
---|---|---|---|---|
16.jan. | 23.jan. | 29.jan. | ||
6.feb. | 13.feb. | 20.feb. | 27.feb. | |
2.apr. | 30.apr. | |||
14.maí | ||||
19?.nóv. | 26.nóv. | •1869• |
- Handrit: Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866
- Safn: Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
- Dagsetning: 23. janúar 1868
- Ritari: Páll Blöndal
- Staðsetning höfundar: Reykjavík
- Viðstaddir: XXX
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: XXX
Texti
Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0040v)
Kveldfundur 23. janúar 1868.
Fundarefni var samkvæmt fundarboðs-
seðli: að hverju leyti hafa Íslendingar
fengið meiri þátt en áður í stjórn lands-
ins með stofnun alþingis og hvaða þátt
á alþing í framförum þess, Frummæl-
andi var Sveinn Skúlason, andmæl-
endur Halldór Guðmundsson og Helgi
Helgesen.
Frummælandi talaði fyrst um, hve
lítinn þátt Islendingar (þ) hefðu átt í
stjórn sinni, meðan einveldi Danakon-
unga var sem ríkast hér á landi,
og bar hann það saman við önnur
lönd í Norðurálfunni, þar sem eins
var ástatt. Talaði hann ítarlega um
þetta og gat um leið um, hvaða breyting
hefði orðið á því við stofnun alþingis og ráðgjafaþinga
Væri sú breyting einkum í því fólgin,
að konungur hefði misst vald til þess
að leggja skatta á oss að oss forspurðum
að því er snerti síðari hluta spurs-
málsins, h gat hann þess, að alþingi
hefði haft mjög lítil áhrif á hið
politiska líf þjóðarinnar, og væri því
mjög ólíkt farið enn og eða í öðrum
löndum. - Þvínæst talaði hann ýmsar
framfarir, sem alþingi væri að þakka
svo sem verslunarfrelsið, aukning skóla-
menntana og fl.
Andmælandi H. Helgesen þakkaði
frummælanda einkum fyrir fyrri kafla
ræðu hans, en gat þess viðvíkjandi síðari
kaflanum, að honum þótti frummælandi
Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0041r)
hafa kastað heldur þungum steini á
"peisur" vorar. þar sem hann talaði um
lífleysi þeirra í politiskum efnum.
Frummælandi svaraði þessu laglega og
stuttlega.
Hinn andmælandi tók ekki til orð.
(af) Þvínæst þakkaði forseti í nafni
félagsins gjaldkera þess O. Finsen með
fáum og fögrum orðum fyrir skáp, er
hann hafði útvegað (til að) fyrir félagið
til þess að geyma í skjöl þess.
Síðan voru dregnir seðlar með spurn-
ingum, og var góð skemmtun að.
Fundi slitið.
HEHelgesen P Blöndal
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af: Eiríkur
- Dagsetning: 01.2013