„Fundur 20.feb., 1868“: Munur á milli breytinga

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[File:fundarbok1866-71.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
[[File:fundarbok1866-71.png|200px|thumb|right| Fundarbók, 1866-71. <br /> Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.]]
<small>{{Fundarbók_1868}}</small>
<small>{{Fundarbók_1868}}</small>
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0487 Fundarbók Kvöldfélagsins 1861-1866]
* '''Handrit''': [http://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-0487 Fundarbók Kvöldfélagsins 1866-1871]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]
* '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn]
* '''Dagsetning''': 20. febrúar [[1868]]
* '''Dagsetning''': 20. febrúar [[1868]]

Nýjasta útgáfa síðan 7. janúar 2014 kl. 13:53

Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0045r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0045r)


Kveldfundur 20. febr. 1868.

1. Frummælandi í spurningunni "F Hví er bíldinum

sjaldnar beitt í hinni nýjari læknisfræði er í hinni

eldri", Páll Blöndal, tók til að skýra frá þessu

efni svo látandi: (Þessi spurning er líklega bundin við Island getur ekki staðist full-

(komlega nema með tilliti til Íslands), því Blóðtökur

eru tvennskonar; úttöppun blóðs úr vissri æð, og local

blóðtökur, sem gjörðar eru með blóðsugum, blóðker-

um og hörundsskorðum. Þessar síðarnefndu blóð-

tökur tíðkast meir nú en áður, og hafa þær ásamt

kuldalækningum komið mjög í staðinn finnar tegund-

arinnar. Elzti læknir merkur Hippocrates og Celsus

álitu að blo slagæðarnar hefðu aðeins vind í sér, og




Lbs 487_4to, 0045v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0045v)


inflammation kæmi af því að þessi vindur kæmist út

inn í blóðæðanna; til að lækna það, höfðu menn

blóðtökur. St Svona stóð til byrjunar 7. aldar, þá

kom Galenus með syn nýja kenningu, og enn

fullkomnari varð hans kenning tekin fram af Harvey

á 17. öld. Um blóðtökur hér á Íslandi skýrir Jón Pét-

ursson mest frá og lítur út fyrir, að Íslendingar hafi

fram á hans daga haft lækningaráð gamalla rómv.

læknisfræðinga jafnvel eldri en frá Galens tímum. - Nú eru

skoðanir manna breyttar, svo að menn hafa fundið

upp önnur meðul hættuminni en blóðtökurnar.

Þó er læknir í París, sem hefir meiri blóðtökur en nokk-

ur áður t.a.m. við "Gigtfeber"; á móti honum hefir

annar maður ritað, er vill sanna, að sjúklingurinn

verði seinni að ná sér eptir þessa læknisaðferð en ella.

Aðalreglur viðvíkjandi bl bíldblóðtökum eru þær

helztar nú: Engum nema blóðríkum mönnum má

taka blóð, ekki börnum, ekki gamalmennum, ekki

lærðum mönnum, en aptur eru local blóðtökur

mjög mikið hafðar í þessum tilfellum ef brýn nauðsyn ber til. Nú eru

því hafðar meira en áður local blóðtökur.- Að end-

ingu las frummælandi upp kafla eptir Jón Pétursson




Lbs 487_4to, 0046r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0046r)


um það, er eykur sjúkdóma á Íslandi; þar til tel-

ur hann sér í lagi ranglega viðhafðar blóðtökur.

Andmælandi annar, forseti, kvaðst ætla, að í spurn-

ingu þeirri, er frummælandi lagði út af, væri sú hugsun, hvers

vegna bíldblóðtökur væru (ekki) síður "anerkjendar" í af vís-

indunum nú en áðr, og kvað hann frummælanda hafa sýnt

það og sannað fróðlega og skemmtilega.

Hinn annar andmælandi var ekki á fundi þessum.

Aðrir andmæltu ekki.

2. Frummælandi spurningarinnar: Er það satt

sem Seneca segir, að það sé gott fyrir ungan mann

að hafa þekkt það, sem illt er", Benedikt Kristján-

son tók til máls út af þessari spurningu, og var

ræða hann þessa efnis: Hið moralska illa kemur

hér sér í lagi til skoðunar, því hið physiska illa

er svo sem sjálfsagður fylgifiskur mannsins, eins

og hann er. Hið syndum spillta hugarfar kemur fram

undir ýmsum myndum á ýmsum öldum. Þannig kemur

drykkjuskapar fýsnin gígantist fram á vorri öld. Það

er sláandi dæmi hér upp á - því að þessi synd eykst

í reyt rettu hlutfalli og þekkingin á lesti þessum

eykst. Þessvegna er skaðlegt að kenna ungum börn-




Lbs 487_4to, 0046v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0046v)


um að þekkja þennan löst practist. Af þessu

má sjá, að ekki er gott fyrir ungan mann að

þekkja hið illa. -

Annar andmælandi Jón Bjarnason samsinnti

þessari spurn upplýsingu, sem frummælandi gaf að frá

hans sjónarmiði, en þótti honum þótti hann ekki full-

komlega hafa tekið spurninguna fram frá hinu al-

menna sjónarmiði; því hann kvað það vera sjálf-

sögð förlög manna, að þekkja hið illa, hvort menn

vildu það eða ekki. Ill dæmi kvað hann geta

verið góð til viðvörunar. Þessvegna hallaðist hann

heldur að því, hinu gagnstæða því, er frummæl-

andi tók fram sem sína skoðun.

Forseti kvaðst halla sér að því, að nytsamt væri

hinum unga manni, að þekkja hið illa. Það sann-

aði hann af því að skoða drykkjuskap menntaðra

þjóða og villumanna, er hann kvað vera verri

í drykkjuskapnum en hina menntuðu. Annað

dæmi tók hann af skírlífisskorti þeirra manna

er settust að í fjölmennum borgum; því þeir væru

verri í þessu efni, en borgarbúar, sem alizt hefðu þar




Lbs 487_4to, 0047r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0047r)


upp.

Sveinn Skúlason talaði í líka átt og hinir síðari,

og sýndi það, að t.a.m. öflugt trúarlíf hefði opt

og tíðum komið upp hjá þeim, sem mest hefðu

um tíma orðið trúhorfnir hinni réttu trú, t.a.m.

Augustínus. "Enginn maður getur orðið mikill

maður, sem ekki hefir vel bragðað á skilningstré

góðs og ills."

Auk þess sem eptir varð af umræðuefnunum

var ákveðið til næsta fundar einnig til umræðu: Kaup-

mannafélagið gagn þess fyrir félagsmenn Reykjavík

og landið. Frummælandi P. Guðjohnsen jun.

andmælendur OFinsen Sv. Skúlason.

Fundi slitið

H.E.Helgesen Jón Bjarnason.



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar