„Bréf (SG02-112)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
(→bls. 3) |
||
Lína 120: | Lína 120: | ||
---- | ---- | ||
===bls. 3=== | ===bls. 3=== | ||
[[File:SG02- | [[File:SG02-112_3.jpg|380px|thumb|right| <br /> [http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID= 498645 Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn – © Rekstrarfélag Sarps.]]] | ||
að til eru svikulir úrsmiðir, sem illa | að til eru svikulir úrsmiðir, sem illa | ||
Útgáfa síðunnar 11. september 2015 kl. 17:19
- Handrit: SG02-112 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 21. sept. 1872
- Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
- Staðsetning höfundar: Ási
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð: vefstóll, þjóðbúningur, ritgerð
- Efni: „Vefstóll Garða Björns. Nýir þjóðbúningar, kostir hans og gallar. Úr Ólafs og væntanleg ritgerð á því, sem Sigurður á að sjá um milligöngu á.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: séra Guttormur ?, Garða Björn, Páll Vigfússon, Bergur hinn rakki, Sigurður Vigfússon gullsmiður
Texti:
bls. 1
Ási, 21. sept. 1872.
Kæri frændi!
Eg þakka þér fyrir bréfið af 27. júní
sem sira Guttormur færði mér. Það
hygg eg þú hermir rétt, að við höfum
þar fengið góðan prest; hann verður
hjá mér til húsa í vetur. -
Vefstólinn hans Garða Björns ertu
hálfhræddur um, og eg er það líka, en
eg held að skytta hans með öllum
sínum útbúnaði gæti vel notast á
fín vaðmál hjá okkur, ef þú gætir látið
mig fá góða teikning af því öllu saman.
Eg er búinn að fá að sjá þjóð-
búninginn þinn eða ykkar. Páll
Vigfússon kom hér á honum. Mér
líka stuttbuxurnar í mörgu tilliti
vel, en þó sé eg, að þær eru skjól-
litlar um legginn í vetrarhörkum,
svo menn þurfa þá að vera í þrennum
sokkum ef vel á að fara; en við
sumarreiðar og slátt eru þær góðar,
bls. 2
svo það kemur valla fyrir að skéra þurfi
saur neðan af þeim, eins og Bergur - hinn
rakki gjörði á klæðum sínum forðum;
en treyjan og vestið lízt mér ekki vera
eins hentugt á þessu kalda landi okkar,
eg vil hafa á þeim dálítinn kraga, því
það er hentugra; það má vera standkragi
ef vill, eg er ekki svo fastur við flákrag-
ana. Hugsaðu þig um þetta. Eg veit
að þú vilt fylgja því gamla sem mest, en
þegar nú á að fara að taka upp búning-
inn, vil eg láta laga hann um leið og
fella burt það ljótasta og óhentugasta. -
Þegar eg var á þingi í Vík keypti
eg mér nýtt úr; en nú er það hætt að
ganga, svo það þarf að hreinzast, en eg
vil ekki koma því til fúskara, því
Sigurður gullsmiður Vigfússon sagði mér
að eg skyldi hvorki koma því til sín
eða annarra hér á landi, þegar eg þyrfti
að láta hreinsa það, því þau réttu verk-
færi vantaði hér. Eg sendi þér nú úr
þetta, og bið þig að láta það sigla, en
því bið eg þig fyrir það, að eg hugsa
þú þekkir einhvern góðan úrsmið ytra,
því bæði eg og fleiri hafa reynt það
bls. 3
að til eru svikulir úrsmiðir, sem illa
gjöra við úr, en setja þó nóg upp.
Eg bið þig því sem bezt fyrir úrið
því mér þykir vænt um það því það
gekk ágætlega. 3rdl. fylgja
með, sem eiga að borga aðgjörðina
og flutning þess norður ef þú kemur
því á póst, en hrökkvi þeir ekki
borga eg það sem ábrestur síðar.
Eg bið þig að forsigla úrið þegar
þú sendir mér það aptur. -
Fyrirgefðu þenna flýtiseðil. -
Þinn frændi
Ólafur Sigurðsson
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011