Konurnar
Úr Skugganum...
Eins og víðar, fyrr og síðar, eru konur í bakgrunni og jaðri þessarar sögu þó framlög þeirra séu mörg, merkileg, og merkjanleg. Það þarf ekki að líta lengi yfir völlinn til að greina þær í myrkrinu sem leggst yfir fólk sem ljós sögunnar fær ekki að skína á. Áhrif þeirra á framkvæmdir Sigurðar málara og í kringum Kvöldfélagið eru reyndar mun ljósari en víða annars staðar. Fyrsta skrefið í að draga þær fram í sviðsljósið er að bera kennsl á þær og nefna. Þessi síða þjónar þeim tilgangi að draga þær fram svo unnt sé að setja framlag þeirra, áhrif og sköpunarkraft í sviðsljósið. Uppröðuninn á þessari síðu mun breytast eftir því sem fleiri nöfn og tengsl birtast. Byrjað verður á að einkenna konurnar í lífi Sigurðar eftir því hvar og hvenær þær koma fyrst við sögu, svo tenglsanetið komi sem best í ljós. Ef vel lætur, mun fjöldi þeirra krefjast betri skilgreininga með tímanum. (~KA, janúar 2012)
Skagafjörður 1833-1849
Kaupmannahöfn 1849-1858
Ísland 1856
Sigurlaug Gunnarsdóttir (f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905.)
Eiginkona Ólafs Sigurðssonar í Ási (g. 1854,) frænda Sigurðar Guðmundssonar.
Sigurlaug var að öllum líkindum fyrsta konan sem saumaði og bar faldbúning (eða útgáfu af honum) eftir hugmyndum Sigurðar. Hún kom í honum í brúðkaup þann 18. júní 1860.
Í heimsókn Sigurðar til Íslands 1856, ræddu þau mikið um búninginn þegar hann dvaldi að Ási: "Hann dvaldi þar í 2 daga og talaði margt við hana um íslenska kvenbúninginn, sem hann var þá farinn að hugsa um að endurbæta." (Kvennablaðið, 8 árg. 1 tbl. 28. Jan. 1902, bls. 2)
Ísland 1858-1874 í Reykjavík
"Konur í húsi Jóns Guðmundssonar ritstjóra:" [sk 1]
- Hólmfríður Þorvaldsdóttir (f. 29. sept. 1812, d. 25. nóv. 1876) Eignikona Jóns ritstjóra
- Kristín Jónsdóttir síðar Krabbe (f.1840? - d.1910) Dóttir Jóns og Hólmfríðar
- Hólmfríður Björnsdóttir síðar Rósenkranz (f.1842? - d.1922) Frænka Hólmfríðar
- Guðrún Borgfjörð var ung stúlka sem var oft á heimili Jóns ritstjóra. Að beiðni Hólmfríðar, konu Jóns, studdi hún Sigurð að sjúkrahúsinu, að banalegu sinni, þegar hann gat varla gengið vegna mæði. (Guðrún Borgfjörð (Agnar Kl. Jónsson). 1947 Minningar. Reykjavík Hlaðbúð. bls 83.)
---
- Þóra Pétursdóttir "biskups" síðar Thoroddsen
---
Ísland 1858-1874 utan Reykjavíkur
Konur tengdar og skyldar Kvöldfélagsmönnum
Konur utan Íslands og Danmerkur
Sjá einnig
Skýringar
- ↑ Sjá: Elsa E. Guðjónsson "Aðfaraorð (2006)." Í Um Íslenskan Faldbúning, eftir Sigurð Guðmundsson, ritstj. Þjóðbúningastofan og Guðrún Gísladóttir, 7-16. Reykjavík: Þjóðbúningastofan, 2006 (1878)