Konurnar

Úr Sigurdurmalari
Fara í flakkFara í leit
Soffía Einarsdóttir, prófastsfrú frá Stykkishólmi.

Konurnar koma í ljós...

Eins og víðar, fyrr og síðar, eru konur í bakgrunni og jaðri þessarar sögu þó framlög þeirra séu mörg, merkileg, og merkjanleg. Það þarf ekki að líta lengi yfir völlinn til að greina þær í myrkrinu sem leggst yfir fólk sem ljós sögunnar fær ekki að skína á. Áhrif þeirra á framkvæmdir Sigurðar málara og í kringum Kvöldfélagið eru reyndar mun ljósari en víða annars staðar. Fyrsta skrefið í að draga þær fram í sviðsljósið er að bera kennsl á þær og nefna. Þessi síða þjónar þeim tilgangi að draga þær fram svo unnt sé að setja framlag þeirra, áhrif og sköpunarkraft í sviðsljósið. Uppröðuninn á þessari síðu mun breytast eftir því sem fleiri nöfn og tengsl birtast. Byrjað verður á að einkenna konurnar í lífi Sigurðar eftir því hvar og hvenær þær koma fyrst við sögu, svo tengslanetið komi sem best í ljós. Ef vel lætur, mun fjöldi þeirra krefjast betri skilgreininga með tímanum. (~KA, janúar 2012)

Skagafjörður 1833-1849

Kaupmannahöfn 1849-1858

Elisabeth Jerichau Baumann (1819-1861)

Ísland 1856

Sigurlaug Gunnarsdóttir (f. 29. mars 1828, d. 20. júlí 1905.) Eiginkona Ólafs Sigurðssonar í Ási (g. 1854,) frænda Sigurðar Guðmundssonar.
Sigurlaug var að öllum líkindum fyrsta konan sem saumaði og bar faldbúning (eða útgáfu af honum) eftir hugmyndum Sigurðar. Hún kom í honum í brúðkaup þann 18. júní 1860. Í heimsókn Sigurðar til Íslands 1856, ræddu þau mikið um búninginn þegar hann dvaldi að Ási: "Hann dvaldi þar í 2 daga og talaði margt við hana um íslenska kvenbúninginn, sem hann var þá farinn að hugsa um að endurbæta." (Kvennablaðið, 8 árg. 1 tbl. 28. Jan. 1902, bls. 2)

Ísland 1858-1874 í Reykjavík

"Konur í húsi Jóns Guðmundssonar ritstjóra:" [sk 1]

Nemendur Sigurðar:

Sigurður kenndi ungum stúlkum í Reykjavík teikningu.

  • Guðrún Gísladóttir síðar Briem (28. janúar 1848 – 2. mars 1893). Nemandi Sigurðar. Gaf út "Um íslenzkan faldbúning með myndum eptir Sigurð málara Guðmundsson." (Kbh., 1878)
  • Ingibjörg Jensdóttir (f. 1860): Dóttir Jens rektors Sigurðssonar. Ein þeirra sem fyrst bar kyrtilbúninginn á dansleik í Lærðra Skólanum 1874 (Ásamt Ragnheiði systur sinni.)
  • Ragnheiður Jensdóttir (f. 1858): Dóttir Jens rektors Sigurðssonar. Ein þeirra sem fyrst bar kyrtilbúninginn á dansleik í Lærðra Skólanum 1874. (Ásamt Ingibjörgu systur sinni.)
  • Þóra Pétursdóttir "biskups" (síðar Thoroddsen.) Saumaði fyrsta fánann með fálka-merki Sigurðar.

Ísland 1858-1874 utan Reykjavíkur

Konur á myndum eftir Sigurð

Tenglar vísa allir á lýsingar í: Halldór J. Jónsson. "Mannamyndir Sigurðar málara" Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 74. árg. 1977, bls 7-62.


Konur tengdar og skyldar Kvöldfélagsmönnum

  • Elín Sigríður Knudsen (25. júlí 1838- 26. desember 1869): Bróðurdóttir Ludvigs A. Knudsen verslunarmanns og fyrsta varagjaldkera félagsins. Hún var fyrst þriggja eiginkvenna Matthíasar Jochumssonar ( G. 9. des. 1865) eins af stofnfélögum Leikfélags Andans.
  • Elina Marie Bolette Fevejle (Sveinsson) (12. júní 1847 - 14. júní 1934): Eiginkona (g. 1871) Hallgríms Sveinssonar (1841-1909.) Hallgrímur gékk í félagið í lok fyrsta starfsársins. Hann varð á árinu 1889 biskup yfir Íslandi og gegndi embættinu til 1908. Elina lést í Kaupmannahöfn.
  • Hendrieka Bjering: Fyrri kona Ólafs Finsen, factors og stofnfélaga (síðar póstmeistari, 1872).
  • Hólmfríður Þorvaldsdóttir húsfreyja, Reykjavík (f. 29. sept. 1812, d. 25. nóv. 1876) var móðir Þorvalds Jónssonar (síðar læknir.) Hann var fyrsti varaforseti Kvöldfélagsins. (Eiginmaður Hólmfríðar, Jón Guðmundsson ritstjóri var ekki meðlimur í Kvöldfélaginu.)
  • Ingveldur Ólafsdóttir (1839-1871?): Önnur þriggja eiginkvenna Matthíasar Jochumssonar. Lést tæpu ári eftir þau voru gefin saman.
  • Magdalena Margrét Jóhannesdóttir Zöega (? -?): Eiginkona Helga E. Helgesen, forseta Kvöldfélagsins. Þau voru gefin saman 3. apríl 1873. [sk 3] Magdalena var fædd Zöega.[sk 4] Í einni dánartilkynningu Helga (1890) er hún sögð "ekkja Lichtenbergs skipstjóra í Kaupmannahöfn."[sk 5] Sumarið 1865, hins vegar, er komin með póstskipi "Frú Lichtenberg (Magdalena Zöega) héðan úr Reykjavík) með þrjú börn sín, í kynnisferð til móður og syzkina" (sic.)[sk 6]
  • María Þórðardóttir: Síðari kona Ólafs Finsen, factors og stofnfélaga (síðar póstmeistari, 1872). Dóttir Þórðar Jónassonar (Jónassen) stiftamtmanns og háyfirdómara.
  • Sigríður Einarsdóttir Magnússon (1831-1915): Eiginkona Eiríks Magnússonar, bókavarðar í Cambridge. Eiríkur var stofnfélagi Kvöldfélagsins og fyrsti ritari. Sigríður m.a. rak kvennaskóla í Vinaminni (Mjóstræti 3,) í Grjótaþorpi Reykjavíkur, veturinn 1891 til 1892. Ljósmynd af Sigríði frá 1900-1915
  • Soffía Einarsdóttir (Sæmundsen), prófastsfrú frá Stykkishólmi: Systir Sigríðar Einarsdóttur Magnússon konu Eiríks Magnússonar, bókavarðar í Cambridge. Eiríkur var stofnfélagi Kvöldfélagsins og fyrsti ritari. Við hjónavígslu Soffíu og Sigurðar Gunnarssonar cand. theol. í Dómkirkjunni í Reykjavík í september 1873 var fjöldi kvenna á skautbúningi Sigurðar, en Soffía var hins vegar á hvítum kjól að hætti meginlandsins.

Konur utan Íslands og Danmerkur

Sjá einnig

Skýringar

  1. Sjá: Elsa E. Guðjónsson "Aðfaraorð (2006)." Í Um Íslenskan Faldbúning, eftir Sigurð Guðmundsson, ritstj. Þjóðbúningastofan og Guðrún Gísladóttir, 7-16. Reykjavík: Þjóðbúningastofan, 2006 (1878)
  2. Guðrún Borgfjörð (Agnar Kl. Jónsson útg.). 1947 Minningar. Reykjavík Hlaðbúð. bls 83.
  3. Sjá "Hjónabönd." Víkverji 24. júlí 1873. 1.árg. 13. tbl. bls. 52.
  4. Sjá: "Fréttir" Göngu-Hrólfur 1. árg. 27. mars 1873, bls. 69-70.
  5. "Fréttir frá Íslandi" 17. 'arg. 1. tbl 1890, bls. 31
  6. Þjóðólfur 4. júlí 1865, 17. árg. 35-36 tbl. bls 139.

Tilvísanir

Íslendingar