Fundur 2.apr., 1868

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:37 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. janúar 2014 kl. 22:37 eftir Olga (spjall | framlög)
Fara í flakkFara í leit
Fundarbók, 1866-71.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXX

Texti


Lbs 487_4to, 0048v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.


Bls. 1 (Lbs 487_4to, 0048v)


Fimtud. 2 Apríl var fundur í Kvöldfjelaginu til þess að

tala um háttu manna og sveitabrag í ýmsum hjeruðum

Islands Frummælendur Kristján Þórarinsson og Kristján Jónsson.

Kristján Jónsson. Menn hafa alitið litinn mismun á sveita-

brag og hattum manna sokum sameginl tungumals og

atvinnuvega. Þó er nokkur munur sem hægra er að finna

en lýsa og er okljúfandi verk ef lysa á hverri sveit

sem hann þekkir því margt er einkennilegt við hvert

byggðarlag. Vill því að eins taka fram Þingeyjarsyslu,

og þá er þar einkennilegast Kelduhverfið.- Þó Fyrst

eru þeir skartsmenn. Tjornnesingar nagrannar þeirra

eru gagnstæðir þ.e. soðar. Khv. montnir hinir líka

lítið yfir sér. Khv. hafa námslongun miklu betri en í

nærsveitunum. I Axarfirði eru meiri buhyggjumenn.

I þau 5 ar er h var á fjöllum var ætíð talað um sauði

og fé og ei annað einsog veiðar og sjáfarafli við sjó.




Lbs 487_4to, 0049r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 2 (Lbs 487_4to, 0049r)


Myvetningar tala mest og verzlun eru verzlunar-

menn skapaðir og l vilja hafa allskonar tilbreytingar

í verzlunarfelogum. Þeir eru og fyrir glýmur og

fyrirlíta þá sem ei vilja taka þátt í þeim. Þeir

eru hæðnir og hermikrákur. Khv. eru og hæðnir

en í annari mynd þar ljúga þeir upp kymni-

sögur, og kemur það þó maské frá einum manni

er h aðrir hafa verið að reyna að stæla; I

Þistilfirði er nokkursk. Aristokrati; þar er fá-

tæk sveit með rikibubbum innaní; þá verðr

að spyrja ef ráð skal ráða. Maðr var barinn

á skipi hjá frú Than ranglega; hann stefnir

styrimanni; dóni kemr þar ei einn heldr 6 bændr

með honum ur Þistilfirði. Allt fyrir það fekk

dansi engu viðrétting. Klæðasníð er í Myvatns

sveit einkennilegt. A vetrum: hríðarulpur úr vað-

mali er ná niðrí kalfa; hettur prjónaðar, er

ganga undir kápuna niður á herðarnar; geta

verið laglegar. Khv. ganga á fínum klæðastregj.

kunnum á vetrardag yfir fjallgarða af spjatr-

ungsskap. Þar þykir skömm að hetta nema

í verstu hríð. Þessi lys á Khv. hefr atti bezt við

f' 8 árum hafa dafnað síðan. Sléttumenn eru

innanum mattadórar, en hafa utkjalkabuning

rauðrondott skotthús lítið skott beint upp í

lop soðaskapr í bæjum, sjobrælulykt oþolandi

A Sléttu reykja flestar eldri konur munntobak í




Lbs 487_4to, 0049v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 3 (Lbs 487_4to, 0049v)


leirpípum. Það fluttist amerikanskt tóbak sem

tobaksin þótti oþolandi sterkt að taka upp í

sig en þær soktust eptir því til að reykja. Þeir

Sléttumenn drekka mikið lysi og eru mjög

hjátrúarfullir; borgir sínar hafa þeir optar og í

þeim eru ætíð draugar; allir sem dagar uppi í

slíkum borgum sjá þar að minnsta kosti eld-

glæringar. Vopnafjörðr er einkennilegr. Þar eru

stássmenn allir í frökkum; þeir eru allir hand-

verkamenn skóarar soðlarar og flestir sigldir,

ef ei öðruvísi þá sem matrasar; þeir hafa stór

hús, sem þeir eru söngmenn og dansarar og

eru þó ei smittaðir af kaupstaðnum. A bonda-

bæ dó sonur bonda; systur hans gengu í sorg á

eptir. I bruðkaupum dansa menn syngja og

spila á hljóðfæri og mæla fyrir skálum. Þeir eru

akaflega montnir en þí öðruvísi en Jokuldal-

ingar. Þessir eru drjugir af sauðum sínum en

hinir af fotunum. Um þetta pláss eru menn

mjög gestrisnir en þó einkum á Fjöllum; þar er

gestrisni almennust. Myvetningar hafa gjört sam-

tök til að selja greiða okunnugum mönnum.

Þeir vilja og koma í bindindisfélogum bæði í víni

kaffi og tóbaki. I Reykjadal verða menn aumir

tuddalegir heim að sækja heimkynni lúaleg

jarðirnar litlar og eins í Kinninni, en í Barðadal




Lbs 487_4to, 0050r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 4 (Lbs 487_4to, 0050r)


eru menn líkir Myvetn., er fara snemma á

fætr en hatta snemma á kvöldin. svo og í Barðar-

dal. I Fnjoskadal er sambland þessaþ I

Hofðahverfi er Hakarlinn það sem þeir lifa í

þeir ganga í Hollenzk. frokkum og stígvelum, ovið

feldnir í bragði; eru svollarar og drykkjumenn

en um leið dugnaðarmenn til að afla; þeir

kaupa goð veðrarfæri en láta þau drabbast

út á einu ári; I Fjörðum er skotthúa og prjóna-

brók er nær eigi upp að treyjunni svo að hvit

hattar á milli. Fýla mikil er af þeim. -

Eyfirðingar eru spjátrungar. Utreiðir eru almennar

fram í firði þá eru menn glaðir en danfari

manudaginn eptir; fjör er mikið í þeim; þeir

létu einn dóna yrkja komedíu og léku hana

síðan; þetta lýsir fjöri. Þeir eru og hestamenn

miklir, þ einsog Skagfirðingar, er þó skara fram

úr í því. Honum lyzt vel á Hunvetn. eru buskapar-

og felagsanda menn; hafa áhuga á almennum

málum. Málið á Norðrlandi er nokkuð líkt

munurinn er lítill, en óhreinast við kaupstað-

ina hreinast í Mývatnssveit. Hofðhverfingar

tala og mjög vont mál. stalla = eta, borða. Að

ætla að setja í sig rögg er "að svífa á eitthvað"

"auðlegr discus" og "veraldt deskus" brukað um

ólíkustu hluti; ef þeir ætla að slá einhv í veðr

og vind = sla upp í verold diskus. "Villi dyra-




Lbs 487_4to, 0050v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 5 (Lbs 487_4to, 0050v)


tenór" "Góðr maðr en hefr ekki ætíð þá réttu

lífsins ídees". Hef eptir H. Kröier. Kvað er

almennt í Þingeyjarsýslu en í Múlasyslu hvað

A Fjollunum er hvorttveggja. - Aðaleink máls á

Norðlandi að þeir segja ætíð kv. en ei hv. Þing-

eyingar hafa verba eptir 1 í fyrstu personu end eins

og konj: Jeg prjóni. Fjorðunar Völlurnar í Múla-

sýslu einnig hjernana etc. Arnesingar Rangvellingr

sida = sita. Hom Lítið hefir haldizt frá fornum sið.

húslestrar eru án efa um allt land; í Axarfirði

er lesið 2var á miðvikudag og sunnudali; á morg

nana Vidalín; á kvöldin Storm og Passíu-

sálmar. Milli bænar og lestrs var sungið áður

fyrri. Keldhverfingar lesa og rækilega nema

Olafr á Fjöllum, þó þeim hafi verið um það

brugðið, að þeir læsi ei. Bruðkaupssiðir eru

nokkuð einkennilegir. Fyrst riðið til kirkju

og svo til veizlustaðar menn leiddir í stofu

fá kaffi brauð og eitthvert vín; heldra folk

síðr í stofu hitt í skemmu. Bruðargangr

af aftekinn; frammístöðumenn hafa á leið-

inni til kirkjunnar flosku með til hressingar;

Steik á borðum með rauðavíni. Þegar matyr

er búinn þá kemr púns og söngur. Borðsálmur

ætíð fyrir og eptir. Eptir borðsalm bíðr einhver

prestr eða annar br gesti velkomna og eptir




Lbs 487_4to, 0051r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 6 (Lbs 487_4to, 0051r)


máltíð þakkar sami gestum fyrir lítillætið

stundum í hálfgerðum ljóðum; Sumstaðr er siðr

að giptast ei fyrr en seint á degi og vakað alla

nottina; daginn eptir liggr í stórveizlum strand-

rek af þeim í kring, og þá er haldið áfram

hugmyndunum. Sumstaðar er eptir máltíð

glímt; fara þá spariföt í sundur; sumir syngja

sumir kveða sumir með nyjum sumir með

gomlum logum.-

Kristján Eldjárn Þórarinsson. Alinn upp í

Svarfaðardal. Þeir eru smiðir eða skáld; þar

ganga leirbögur um allt; þar eru og miklir

skíðamenn er reykja munntóbak, stela mikið

en læsa vel húsum jafnvel fjarhúsum; I

Hrútafirði hefr h og verið og þar eru sundur-

gerðarmenn; ganga í bláum klæðistreyjum

með silkikrogum. I brúðkaupi var eptir

að bruðhjón voru gengin til sængr. Forsöng-

vari marsjerar inn till þeirra og syngr á

hverju rúmi beggja bruðhjóna heilan kveld-

salm á hverju. bruðargangr. stuttr leiðtust á undan

brúðhjón leiddust á eptir hægt svo folk í rugl-

ingi. A Ströndum einkennilegt. Húsabygg-

ing: rekasúlur hvassar rekast niður í röð og aðrar

þar fyrir utan og svo klesst malr í. Hjáræmulegir

langt á milli bæja samgongur litlar; illa bunar

skotthúur stuttbuxnaleyfar; málið skringilegt




Lbs 487_4to, 0051v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 7 (Lbs 487_4to, 0051v)


Sá sem þeir tala við kalla þeir unga. "má og setja

ungi". Þar eru leyfar af galdratrú. - fáfroðir mjög

maðr kemr 15 ára 1.skipti í Kkju sagðist hafa séð

mann fyrir stafni með kross á rassi og annan

frammi er sagði dinglum dunglum dángl. Þeir

gjöru mikil búsgögn. pör eru renndar kúpur;

felstir eru þolanlegir kopparar. syngja á

grallara; borgar 2-3 sái fyrir eina postillu;

gerðu aðr fyrri út mann til að kaupa grallara

hann nyddi allstaðar nyju salmabókina var

og kallaðr Grallarajörundur. Þar er mikið

af gömlum bökum, er þeir liggja á sem ormar

á gulli. - Þeir kalla baðstofur bjór; Hundarnir

voru að grumsa uppá bjórnum meðan eg var að

godda fyrir bröndurnar, var að gelta meðan

hún var að reka slá fyrir dyrastaf. Arinskæfur

það sem slejið er kringum tún dorningar eru

skinnsokkar; móleður = sillur eða hillur. - Kvenn-

folk hefr húur og skýlur að búningr lagaðr eptir

dönsku sniði. I Svarfaðardal hofðu konur

garðahúfur er mjókkuðu fram og aptur með

slöife í kollu eða hnapp. Glímur eru þar vestur mjög sjald-

gæfar. Þar eru ei skíðamenn; þó hafa menn nú verið

ut taka þau upp verðr ei heldr viðkomið; þar

eru þrúur brúkaðar: líka eru þær hafðar í Svarf-

aðardal og víðar um land. Natturusteinar og




Lbs 487_4to, 0052r Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 8 (Lbs 487_4to, 0052r)


lausnarsteinar, agat harpiskvoða sem rekr af

sjó bera Strandamenn á sér; þeir hafa silfur þar

hjá. - Þeir eru hræddir við rimarislingur; smjör

hnutar eru ætíð á öskjum þeirra. - Allt smíði

þeirra er haglega útflúrað; fáir askar eru ferhirndir

ýmist með 1 eða 2 handarhaldinu; þeir renna hval-

spæni og kupur með bjughníf en hafa ei renni-

smiðjur -

Eiríkur Briem tók fram að brauðveislur væri haldnar

í Eyjafyrði fyrst væri jetið brauð og siðan færi menn

að skemta sjer, en síðan væri hlaðið upp hraukum

úr allskonar brauði laufabrauði evilskivum haglda

brauði ofl og svo væri settur siropsbollar undir-

þarnæst var settst til borðs og sungin borðsálmur

síðan tekið til matar, en mest var gengið að siróp-

inu en hlífst við brauðið, að því búnu súngin

borðsálmur á eptir, og tók síðan hver veislugestur

afganginn af brauðinu og hafði heim með sjer

en þó var fyrst drukkið brennivin áður en farið er

af stað.

Kristján Skáld bætti því við sína fyrri tölu

að í brúðkaupsveislum væri sett borð sem kallað

var er háborð og fyrir því miðju sæti brúðhjónin

en presturinn og prestkonan til hliðar þeim




Lbs 487_4to, 0052v Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Bls. 9 (Lbs 487_4to, 0052v)


Kr E Þ I Grímsey eru líkkisturnar bornar þrisvar kringum

gröfina, og nálar settar neðan í iljar á þeim sem menn

óttast að aptur kynni að gánga. Kr.J I Þingeyjarsýslu

sumstaðar hofðu krossar á fjárhúsum til varnar móti

fjárpestinni; víða settir krossar í smjör mjólkurtrog

ofl. Talað var og um steinbataroða skófatnað i

Dýrafirði um sköturoða skóvefjur og fl.

Til næsta fundar var ákveðið umræðuefni: Skóla-

lífið á Bessastöðum. Frummælandi Sveinn Skúlason

Fundi slitið

H.E.Helgesen /ÁGíslason



  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Eiríkur
  • Dagsetning: 01.2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar