Bréf (SG02-97)
- Handrit: SG02-97 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
- ‘‘‘Safn’’’: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 6. ágúst 1860
- Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
- Staðsetning höfundar: Ási
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð: kvenbúningur, minnisatriði
- ‘‘‘Efni’’’: „Kvenbúningurinn er enn til umræðu. Ólafur segir álit sitt á honum og útskýrir einstök atriði í búningi konu sinnar. En enn vantar upp á búninginn og það biður hann Sigurð um að útvega sér. Aftan á bréfið hefur Sigurður ritað minnisatriði.“ Sarpur, 2015
- Nöfn tilgreind: Böðvar í Ketu, Jón á Frostast(öðum), Ólafur í Ási
Texti:
bls. 1
Ási 6. dag August m. 1860
Kæri frændi!
Af því Böðvar í Ketu ætlar að skreppa
suður á morgun, ef veður leifir, sezt eg nú
inn í húðar óveðri á norðan, að skrifa þér
fáeinar línur, svo eg þurfi ekki að standa
úti við sláttinn. Eg þakka þér þá fyrst
fyrir bréfið af 7. þ. m. með Jóni á Frostast.
svo ætla eg þarnæst að byrja á því sem þú
spyr að seinast, hvernig mér hafi sjálfum líkað
búningurinn. Mér þykir hann yfir höfuð fagur
uppað faldinum, hann þykir mér nú ekki rétt
fallegur en, þó eg haldi með honum af alefli,
þegar til orða kémur; þú vildir hafa húfuna
hvíta, og það er þó heldur mikil byrta, og ótæk
fyrir mín augu, ef svarta slörið kastaði ekki á
hana sínum gráleita skugga. Slör konu minnar
er nú kannské heldur lítið, en þunt er það og
vandað með fögrum bekk að neðan, líkt og strimill
Það er við 31/2 kvartil á sídd, en 11/2 al. á breidd,
það nær ekki nema rétt ofanfyrir silkilykkju hnútinn
að aptan í miðjunni, en það ber lítið á því
skarði, því allir jaðrarnir lafa niður á herðar,
eins og þú skilur; línukragann brúkaði hún,
bls. 2
festan innaní treyju hálsmálið, en hann er óþekkur,
hann vill helst standa rétt upp en mér fynnst hann
egi að slá sér út. Um uppdrættina tala eg ekki
framar, þú mátt reiða þig á, að þeir eru óaffærðir,
með fullri stærð; en óþæg þykja konu minni blöðin
á treyju uppdrættinum til baldýringar; hefur eingin
kvartað um það við þig? Það má þó mikið vera að
engri hafi þókt þröngt um vírin sinn að innanverðu
á þeim, þegar hann var fullþéttur á hvelinu að utan.
Kona m. biður þig en bónar sem er sú að senda
sér nú ef þú gétur, eitt blað baldírað af þessum
uppdrætti svo hún sjái hvornig þeim tekst það
þarna hjá þér, og láttu það vera eptir þá bestu
hún er hálf hrædd um þeim hafi kannské brugðið
við eptir sortulingsblöðin sem þær hafa mest brúkað
hingað til; hún segist skuli senda þér síðar ef
ef þú villt í staðin einn hring af fatsaumunum
svo þú getir þaraf ályktað hvort fegra sé, að hafa
hann þannig, eða útskorinn úr flöéli. Góða von
hefur kona m. um að hún verði ekki lengi ein
í Skagafirði með þennan búning, því ein
fór nú til hennar í vor uppá þann reikning
að fá hjá henni hjálp, og fleiri eru nú farnar
að falla á þessa sveit. Með koffrið er eg nú
ánægður þegar þú segir mér það úr ekta sylfri, eg
var svo hræddur við reykinn innaná því, mótið er
bls. 3
mikið fagurt og að nokkru leyti samkynja baldíring-
unni, en annað hefði eg þurft að fá, handa hinni, máské
stjörnukoffur. Eg sendi þér nú 20rdl uppá beltis-
pörin í viðbót við þá í fyrra sendu 10rdl „en hvað ú
leggur meira út, skal eg borga þegar eg kém aptur"
uppdrátt vangar nú á beltið líka, því ekki má allt
vera eins, en mundu það að hringablöðin þröngu að
innan, eru verst að baldíra; snið vantar til möttulsins
og eg held þú verðir að reyna til að útvega mér það
sem þær leggja með jaðrana á honum. Eg hef
bæði nú og í sumar sagt þér svo satt og greinil.
frá öllu þessu hjá mér að þú gétur nú séð hvað
konu mína vantar, og það verður þú að hjálpa
henni með; máské þú álitir hana vanti lengra slör
þó engin hér hefði vit á að fynna að því, enn hér
fæst aldrei svart slör í kaupstöðunum, aldrei fæst
hér heldur alhvítur borði í silkislykkjuna sem hún
þarf nú að koma upp í vetur, gétur þú hjálpað
henni um þetta hvorttveggja? ef þú heldur þess
þurfi. - Skildi nú ekki vera eins fallegt eða fegra
að hafa koffur borðann dökkann og jafnvel silki-
lykkjuna líka? segðu mér það næst.
Ef þú gétur nú sendt mér eitthvað af þessu með
Böðvari þætti mér gott, en ekki skaltu reka neitt
eptir smiðnum með bletispörin ef hann er ekki
klár við þau, þó konunni leiðist að taka til láns, því
"betri er biðlund beðin, en bráðlega ráðin."
Loksins biður kona m. kærlega að heilsa þér með þakklæti
fyrir kossinn frá mér. Þinn frændi Ó. Sigurðsson
- ATH á spássíu stendur:
Enga hálsfesti á kona m. en armbönd veit eg ekki þurfa þegar uppslögin
eru baldíruð, en flatvaxinn stórann og fallegan víravirkishnapp á hún
rétt nýjann, sem siður var að festa í fatið með svo löngum fæti að hann komi
út rétt fyrir ofan beltispörin, á það við en?
bls. 4
- ATH Sigurður hefur skrifað hér:
hann fékk faldsnið
rása uppdráttinn með
litum
Ólafur í Ási hefir fengið
austurlenska uppdráttin
og með á pilsið samkinja og möttuls upp
drattin með skorðu blöðunum,
möttuls uppdráttin með þríklofinn
blöðunum og hnutunum,
treyu uppdráttin með einföldu bl
beltis uppdrátt með þeim
tvöföldu, og þar með
uppdrátt neðan samkinja
með vasanum uppúr
faldbönd 5 Mork slaufu að koffurband
skúfar 2 Mörk, möttul
koffur 6 rd 1/2
(úr fyrir 1863 2 r.dali byrjað ófeingið)
eg hefi lofað hönum skoðu
blaða upp drætti á treyu
og svo fellu
skarða uppdrátt neðann á
föt og i borða (meta sólarblöð)
2 lóð af úr Novemb
1864 kosta 2 rd
fyrir Þingtíðindi 2 rd *ATH(krækt saman og stendur: borgað)
- Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
- Dagsetning: 07.2011