Magnús Eiríksson
Smelltu hér til að finna Magnús Eiríksson í þessu safni.
Æviatriði
Magnús Eiríksson (f. 22. júní 1806, Skinnalóni (Norður-Þingeyjarsýslu), d. 3 júlí 1881, Kaupmannahöfn) Kallaður "Magnús frater" af yngri námsmönnum í Kaupmannahöfn (Lat. Magnus frater = "stóri bróðir.")[sk 1]
Guðfræðingur sem átti í miklum deilum við Søren Kierkegaard (1813–1855) og Hans Lassen Martensen (1808–1884) í Kaupmannhöfn. Magnús hafði sterkar skoðanir gegn ríkjandi kenningum Lútersku kirkjunnar, einkum kenningunni um þrí-einingu Guðs og guðlega náttúru Krists. Hann lagði áherslu á einingu guðlegarar náttúru og Krist sem leiðtoga, kennimann og spámann. Magnús er því gjarnan talinn vera boðberi Unitarisma í Danmörku.
Tenglar
Um Magnús:
Um Magnús í íslenska Wikipedia
Um Unitarisma:
Um Unitarisma í enska Wikipedia
Um Unitarisma í íslenska Wikipedia
Sjá einnig
"5" "Bókafregn." Norðanfari, 3. árg. 1864. bls, 43.
Ágúst Hakonarson Bjarnason. "Um Magnús Eiríksson." Skírnir, 98. 1924, bls. 39-73. (Fyrirlestur til í handriti í bókasafni Guðfræðideildar Harvard-háskóla sem "Magnús Eiríksson, the first Icelandic Unitarian." Flutt 21. maí 1923)
Eiríkur Albertsson. Magnús Eiríksson: guðfræði hans og trúarlíf. Reykjavík: Prentað á kostnað höfundar. 1938
Fritchman, Stephen Hole. Men of Liberty: Ten Unitarian Pioneers, Boston: Beacon Press 1944, bls. 163-180
Hafsteinn Pjetursson. "Magnús Eiríksson." Tímarit Hins Íslenzka Bókmentafélags, 8. árg. 1887. Bls. 1-33.
Kierkegaard, Thorvald. Magnus Eiriksson og Mary B. Westenholz. To Forkæmpere for Unitarismen i Danmark, Köbenhavn 1958. bls. 3-9.
Skýringar
- ↑ Matthías Jochumsson kynntist Magnúsi vel í Kaupmannahöfn þegar hann var þar við nám og lýsir honum svo: "Hann var gæðin tóm og guðræknin og sem helgur maður í dularklæðum innan um veraldargosana, át og drakk þó með þeim, eins og meistarinn forðum, ef nokkuð var til, og var siglaður, og að sama skapi skemtilegur sem hann var lærður og fróður." (Matthías Jochumsson. "Fyrsta Utanför Mín." Skírnir, 88. árg. 1914, bls. 16.)