Magnús Eiríksson

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

Æviatriði

Magnús Eiríksson (f. 22. júní 1806, Skinnalóni (Norður-Þingeyjarsýslu), d. 3 júlí 1881, Kaupmannahöfn) Kallaður "Magnús frater" af yngri námsmönnum í Kaupmannahöfn (Lat. Magnus frater = "stóri bróðir.")

<ref group="sk">Matthías Jochumsson kynntist Magnúsi vel í Kaupmannahöfn þegar hann var þar við nám og lýsir honum svo: "Hann var gæðin tóm og guðræknin og sem helgur maður í dularklæðum innan um veraldargosana, át og drakk þó með þeim, eins og meistarinn forðum, ef nokkuð var til, og var siglaður, og að sama skapi skemtilegur sem hann var lærður og fróður." (Matthías Jochumsson. "Fyrsta Utanför Mín." Skírnir, 88. árg. 1914, bls. 16.)


"J.Þ.Th." segir hins vegar svo: "[Magnús Eiríksson] er nú hinn sami auðnuleysingi sem áður, maður vitskertur, stundum með viti og stundum með óviti. þegar köstin koma að honum, talar hann alla óhæfu, eins og vitstola menn, og á því má ekki henda neinar reiður." J.Þ.Th. "Nokkur Orð um Magnús Eiríksson og Stóru Bókina." Íslendingur, 4. árg. 12. tbl. 1864-1865, bls. 90. </ref>

Guðfræðingur sem átti í miklum deilum við Søren Kierkegaard (1813–1855) og Hans Lassen Martensen (1808–1884) í Kaupmannhöfn. Magnús hafði sterkar skoðanir gegn ríkjandi kenningum Lútersku kirkjunnar, einkum kenningunni um þrí-einingu Guðs og guðlega náttúru Krists. Hann lagði áherslu á einingu guðlegarar náttúru og Krist sem leiðtoga, kennimann og spámann. Magnús er því gjarnan talinn vera boðberi Unitarisma í Danmörku.


Tenglar

Um Magnús:

Um Magnús í íslenska Wikipedia

Um Magnús í enska Wikipedia

Um Magnús í danska Wikipedia

Um Magnús á vefnum Konur og stjórnmál

Um Unitarisma:

Um Unitarisma í enska Wikipedia

Um Unitarisma í íslenska Wikipedia

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />