Bréf (SG02-81)
- Handrit: SG 02:81 Bréf frá Magnúsi Stephensen lækni
- Safn: Þjóðminjasafn Íslands
- Dagsetning: 26. ágúst. 1859
- Bréfritari: Magnús Stephensen læknir
- Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: Jón Eiríksson, Randrup, ? Gunnlaugssen, Guðbrandur Vigfússon?, Arnljótur ?, frú Eiríksson?, frú Sigurðsson?, Brandur ?
Bréf frá Magnúsi Stephensen lækni, 26. ágúst. 1859.
- Texti:
bls. 1
Höfn 26. ágústm. 1859.
Salve multum.[sk 1]
Mikill veraldar-asni og öfugsnáði
getur þú verið, að sjá ekki að það er upp-
hefð fyrir þig að skrifa öðrum eins höfð-
ingja og lærdómsmanni og mjer,
og það miklu optar enn jeg skrifa þjer,
enn þú snýrð þessu um og því
sendi jeg þjer þennan umvöndun-
ar Kapitula. Það gleður mig að heyra
að þjer líður vel og þú hefur nokkuð
gera?*, svo þú þarft ekki að vera fri-
viligeradur?* Dagdriver[sk 2] i Rv, einsog
Jón Eiríksson; aptur á hinn bóginn
þykja mjer hjákátleg Subjekt, sem
þú klýnir upp á pappírinn, og
bls. 2
jeg verð að segja, að svo hjelt jeg þú
hefðir aukinn Sands?* fyrir hinu
fagra að þú mundir ekki ljá þig fyrir
10rd til annarrar eins fúlmennsku og
mála hið mesta kýrkuntu-andlit*(undirstrikað),
sem sólin hefur sjeð, nefnil. Randrups[sk 3]
annars er myndin nógu vel gjörð
held jeg eftir snjáldina/ni á honum.[1]
Myndina af Gunnlaugssen[sk 4] kann
jeg þjer aptur á móti mikla þökk
fyrir. Allir hjer lifa við hið gamla
Guðbr. *þinn*(undirstrikað) er suður í Mineku/Múneku?*[sk 5] og
hlær víst *vestanhlátur*(undirstrikað) þar óspart.
Mjer finnst annars þínir miklu
vinir hann og Arnljótur sjeu farnir
að verða uppvísir að fýlmennsku,
þarsem annar níðist á Konráði og
hefur borið hann á hræribrekkur
við útlenda menn, enn hinn
bls. 3
er að leitast við sem mesta að eyði-
leggja frú Sigurðsson, sem þó hefur
haldið í honum lífinu lengi, það
sannast á honum gleymt er þá
gleypt er, hann hefur ætlað sjer
þetta lengi það veit jeg með vissu.
Hinir lifa við það gamla sem sagt.
Brandur drekkur og slarkar.
Um frjettir varðar þig ekkert.
Jeg er nú ekki lengur að mannskemma
mig á að skrifa þjer, því *hvað*(innsk) skal
svín með silfur á grösunum eða
hundur í helgidómi?
Í Guðsfriði
Magnús Stephensen
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
- Dagsetning: XX.07.2011
Sjá einnig
Skýringar
- ↑ Salve multum: (Lat.)Miklar kveðjur
- ↑ frivillig dagdriver:(Dan.) sjálfviljugur slarkari
- ↑ Niels Anker Seher Randrup (1819-1888), lyfsali í Reykjavík frá 1850 til 1877.
- ↑ Líklega mynd Sigurðar af Birni Gunnlaugssyni, yfirkennara. Hún er nefnd 'mynd af Gunnlaugssen' í uppskrift síðar. Sjá Halldór Jónsson. Mannamyndir Sigurðar málara. Árbók HÍF 74. árg. 1977, bls. 15.
- ↑ Væntanlega: Munchen
Tilvísanir
- ↑ Sjá Halldór J. Jónsson. "Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara". Árbók Hins Íslenska Fornleifafélags. 74. árg. 1977. bls. 49. Þar er sagt að Randrup hafi flust til Kaupmannahafnar 1877 og mynd þessi sennilega með honum.