Bréf (SG02-235)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 18. júlí 2013 kl. 12:05 eftir Edda (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2013 kl. 12:05 eftir Edda (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': SG:02:235 Bréf frá Eiríki Briem til Jóns Sigurðssonar * '''Safn''': Þjóðminjasafn * '''Dagsetning''': 24. ágúst 1877 * '''Bréfritari''': Eiríkur Briem, prest...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: SG:02:235 Bréf frá Eiríki Briem til Jóns Sigurðssonar
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 24. ágúst 1877
  • Bréfritari: Eiríkur Briem, prestaskólakennari
  • Staðsetning höfundar: Steinnes
  • Viðtakandi: Jón Sigurðsson
  • Staðsetning viðtakanda: Kaupmannahöfn

  • Lykilorð:
  • Efni: Safn Sigurðar Guðmundssonar Aðfangabók Þjóðminjasafnsins bls. 73: „Bréf frá Eiríki Briem, prestaskólakennara, Reykjavík, til Jóns Sigurðssonar, forseta & skjalavarðar, Kaupm.h. 13.1 x 20.9 cm. Dagsett 24.8.1877. Steinnesi. Efni: Útgáfa á Alþingisstað hinum forna, þ.e. Þingvallakorti Sigurðar og ritgjörð er því fylgir. Vangaveltur útgefanda. Áform um frekari útgáfu á efni frá Sigurði. Óvíst hvernig þetta kom. Ýmislegt fylgir & umbúðir utanaf tveim pökkum. Sitt af hvoru stimplað.“
  • Nöfn tilgreind:

Steinnesi 24. Aug. 1877

  • Texti:

bls. 1


Steinnesi 24. Aug. 1877.

Hr. forseti Jón Sigurðsson,
Eg sendi yður nú ritgjörð Sigurðar
málara um Þingvöll ásamt öllum
þeim lausu blöðum, er hjá henni láu.
Eg treysti yður til þess að þjer látið
Bókmenntafjelagið veita þessa ómerkilegu
þóknun sem fyrir kortið og ritgjörðina
120kr., sem eigi nemur ritlaunum fyrir
4 arkir af Skírni t.d. En vilji Bók-
menntafjelagið eigi hafa þetta, þá
treysti eg yður því heldur til að endur-
senda mjer allt saman skilvíslega
sem fljótast aptur, svo að það megi
þá hafa annarsstaðar á boðstólum; því
andvirði þess á að ganga til að gefa
út annað eptir Sigurð málara.

bls. 2


Jeg verð annars að segja að Bókmennta-
fjelagið kynni eigi að sjá sóma sinn, ef
það hafnar þessu, því þótt ritgjörð Sigurðar
sje í ýmsu ófullkomin, þá er þó án efa
eigi annarstaðar betra að fá um það efni,
og vissulega mundi það eigi rýra vin-
sæld fjelagsins, þótt menn vissu að það
kostaði kapps um að fá sem glöggastar
upplýsingar um Þingvöll, sem því erfið-
ara verður að útvega sem lengur líður;
og hvað kortið merkir, þá er Þingvöllur
nú síðan 1874 orðin svo breyttur að
eigi er framar unnt að átta sig á ýmsu
því sem kortið tiltekur.
Okkur hjer líður vel og enda eg
svo miðann með kærri kveðju
Virðingafyllst
Eiríkur Briem.


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

Tilvísanir

Tenglar