Skjöl (Lbs489,4to 1v-2r)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 31. október 2024 kl. 15:45 eftir Bjartur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2024 kl. 15:45 eftir Bjartur (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 22. janúar 1872 * '''Ritari''': ---- * '''Efni''': '''Nefndarfrumvarp til laga Kvöldfélagsins''' ---- * '''Lykilorð''': lög, frumvarp * '''Efni''': * '''Nöfn tilgreind''': H. E. Helgesen, Eiríkur Briem, Valdimar Briem, Sigurður Vigfússon, Magnús Stephensen, Jón Borgfirðingur, Sigurður Guðmundsso...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Nefndarfrumvarp til laga Kvöldfélagsins

Texti

unum með leyfi forseta. Verði slíkum umræðum fyrir einhverja

orsök eigi komið við, þá getur forseti látið menn draga miða með

verkefnum til umræðu samstundis. Ennfremur getur forseti

leyft félagsmönnum, að lesa upp ritgjörðir eða kvæði eða skýra

Sþ með 14 atkv. samhl. frá einhverju, sem fundarmönnum er getur veriðtil fróðleiks eða skemmt-

unar.

G5

Félagsmenn varist allt, sem truflað getur tilgang fund-

anna: þeir mega því eigi tala lengur en nauðsyn ber til og engin

þau orð við hafa, er eigi sæma menntuðum mönnum. Þyki for-

seta móti þessu vera brotið, getur hann leitað atkvæða um það,

hvort ræðumaður skuli hætta að tala; en skyldur er forseti til

Sþ með samhl. 20 atk þess, ef þriðjungur fundarmanna skriflega æskir þess. Komi

nokkur svo drukkinn á fund, að á því beri til muna, þá skal

forseti biðja hann að ganga jafnskjótt í burtu; vilji hann eigi

gjöra það, skal forseti leita atkvæða fundarmanna um, hvort fundi

skuli slíta eður eigi.

G6.

Ef félaginu finnst ástæða til, veitir það verðlaun fyrir ritgjörðir

er samdar hafa verið hvort heldur í bundinni eður óbundinni


ræðu.

G7.

Nú vill einhver félagsmaður stinga uppá nýjum félagsmanni,

nefnir hann það þá við forseta, en forseti getur þess í boðunarbréfi

til næsta fundar. Kemur þá sú uppástunga til umræðu og at-

kvæðagreiðslu. Verði atkvæði með því, að honum sé boðið að ganga

í félagið, skal velja þann úr flokki félagsmanna, er best þykir

henta, til að bjóða honum að ganga í félagið. Skal sá gæta

allrar varúðar og gefa honum sem minnstar og almennstar

upplýsingar um félagið, en þó engar fyr en hann hefir bund-

ist þagnarheiti við hann. Ef einhver, er boðið hefir verið í félag-

ið, kemur á fund, heyrir lög félagsins lesin og þykist eigi þegar geta

afráðið, hvort hann vill ganga í félagið eða eigi, skal honum

gefinn kostur á, að fara þegar af fundi í það sinn og hugsa sig

um til næsta fundar.

G8.

Í öllum almennum málum ræður afl atkvæða; en enga ákvörð-

un má taka um þau málefni, er varða félagið miklu, nema því

aðeins að forseti hafi áður getið þeirra í boðunarbréfi til fund- Sþ með 20 samhl atkv

anna. Við inntöku nýrra félagsmanna skal hafa heimulega atkvæða-

G9

Á hverju félagsári greiði félagsmenn Félagar greiði árstillag



  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: