Skjöl (Lbs489,4to 3v-4r)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 6. nóvember 2024 kl. 16:50 eftir Bjartur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. nóvember 2024 kl. 16:50 eftir Bjartur (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 22. janúar 1872 * '''Ritari''': ---- * '''Efni''': '''Nefndarfrumvarp til laga Kvöldfélagsins''' ---- * '''Lykilorð''': lög, frumvarp * '''Efni''': * '''Nöfn tilgreind''': H. E. Helgesen, Eiríkur Briem, Valdimar Briem, Sigurður Vigfússon, Magnús Stephensen, Jón Borgfirðingur, Sigurður Guðmundsso...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Nefndarfrumvarp til laga Kvöldfélagsins

Texti

árskýslu um fjárhag félagsins og leggur hana fram á fundi. Gjald-

keri veitir móttöku tekjum félagsins og greiðir gjöld þess eptir ávísun

forseta. Svo skal hann og annast að koma fé félagsins á vöxtu með

ráði og umsjá forseta.

G16.

Vilji nokkur af þeim félögum segja sig úr lögum við félagið,

skýrir hann forseta frá því, en forseti lýsir því á fundi og skrifari

bókar. Svo skal og sá félagi, er býr hér í bænum eigi hefir gold-

ið árstillag sitt fyrir mitt félagsár, talinn utan félags.

G17.

Vilji einhver, er hefir sagt sig úr lögum við félagið, aptur ganga

í það, skal hann eiga kost á því, svo og þeir, er sökum vangreiðslu

á árstillögum eru orðnir utan félags, ef þeir breiðast þess bréf-

lega og greiða ógoldin tillög sín.

G18.

Allir félagar lofa við drengskap sinn að þegja yfir félaginu og

öllum þess aðgjörðum. Sá, er ber verður að því, að hafa brotið

borið út nokkuð af félagsins gjörðum, er félagsrækur og á hann

eigi afturkvæmt í það. Félagið leggur það og á drengskap þeirra



manna, er úr félaginu ganga, að þeir varðveiti þagnarheiti

sitt.

G19.

Finni menn ástæðu til að breyta lögum þessum, skal sú breyt-

eigi löggild, nema því aðeins að tveir þriðjungar allra

þeirra félagsmanna, er búa í Reykjavík, gefi henni atkvæði sín.

Félagar skuldbinda sig til hlýðni við lög félagsins þessa

með undirskrifuðu eigin nafni sínu.

<placename>Reykjavík</placename> <date when="1872-1-22">22. jan. 1872</date>

H.E.Helgeson Eiríkur Briem. Jón Bjarnason

Valdimar Briem

Þeir sem á fundi voru 2. febrúar1872 þá er lög

Þessi voru samþykkt, voru samþykkt voru:

H.E. Helgesen Valdimar Briem Sigurður Vigfússon A. Frey

Magnús Stephensen Ó. Finnsen P. Bjering? Thorsteinsson, Björn Þorláksson

Snorri Jónsson Stefán Jónsson. Á. Jóhannsson Glg. Halldórsson Þor.Kjerulf?

Stefán Pjetursson Jón Borgfirðingur. G.Brynúlfsson? Sigurður Guðmundsson






  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: