Verkefni (Lbs489,4to 16r)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 18. maí 2025 kl. 19:45 eftir Bjartur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2025 kl. 19:45 eftir Bjartur (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 7. desember 1870 * '''Ritari''': (Gísli?) Magnússon, Guðmundur? Guðmundsson, H. E. Helgesen, Jón Bjarnason, Eiríkur Briem ---- * '''Efni''': '''Verkefni (Skjöl Kvöldfélagsins)''' ---- * '''Lykilorð''': umræðuefni, spurningar, þjóðmenning * '''Efni''': Tillögur að umræðuefnum. Bókmenntir, menntun, þjó...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Verkefni (Skjöl Kvöldfélagsins)

Texti

Eptir að vér nefndarmenn höfum átt með oss 2 fundi,

kom oss saman um að stinga upp a ep umræðuefnum

þessum.

1. Hvers er ástatt með tómstundir og þjóðmentum á landi hér

í samanburði við aðrar þjóðir og hvað mætti gjöra þessu til

eflingar?

2. Hvert er þjóðareinkenni vor Íslendinga?

3. Er eptir því sem nú eru tímarnir orðnir haganlegt að 2 séu

deildir hins íslenska bókmenntafélags og hin kraptmeiri

deildin í Kaupmannahöfn?

Sig. Vigf. 4. Staða kvenna hér á Íslandi í fornöld í rettarlegu tilliti og

samkvæmt þjóðarandanum? í samanburði við það

sem nú er?

H.G 5. Er það æskilegt að sparisjóður komist hér á fót hér í bæ

(vantar línu/brot í skanni)

EBr. 6. Um nauðsyn og fyrirkomulag þjóðsjóðs (banka) á

landi hér?

G.M 7. Hvernig er saga Árna Magnússonar nefndarinnar,

og hvað hefir hún gefið út?

G.M.8. Að sýna ganginn í einhverju forngrísku leikriti?

J. Bj. X 9. Hvað skal segja um ferðir Íslendinga nú á dögum til Vestur-

heims?

G.M.10. Um þrifnað dagblaða og tímarita hér á landi?

V. Br. X 11. Fjölnir og hans þýðing fyrir þjóðlíf Íslendinga?

G.V. 12. Þýðing verzlunarsambands við Noreg?

V. Br. 14. Kosmopolit?

Sig. Guðm. X 15. Orsakir til óvildar landsmanna við Reykjavík og hvernig

henni verður eytt?

H. G. 16. Rafsegulþráðurinn?

HEH X 17. Gefn?

Jens P? 18. Kostir og ókostir hins bundna skóla lífs í Latínuskólanum og hins aka-

demíska frelsins í prestaskólanum?

H.M.? X: ritgerðarefni. 19. Hvað þykir mæla með og móti því að piltar í latínuskóla-

um hafi leikskemmtanir í skólanum hjá sér í leyfum?



  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: