Verkefni (Lbs489,4to 16v)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 18. maí 2025 kl. 19:47 eftir Bjartur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2025 kl. 19:47 eftir Bjartur (spjall | framlög) (Bjó til síðu með „* '''Handrit''': 489 4to * '''Safn''': [http://landsbokasafn.is Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn] * '''Dagsetning''': 7. desember 1870 * '''Ritari''': (Gísli?) Magnússon, Guðmundur? Guðmundsson, H. E. Helgesen, Jón Bjarnason, Eiríkur Briem ---- * '''Efni''': '''Verkefni (Skjöl Kvöldfélagsins)''' ---- * '''Lykilorð''': umræðuefni, spurningar, þjóðmenning * '''Efni''': Tillögur að umræðuefnum. Bókmenntir, menntun, þjó...“)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit

  • Efni: Verkefni (Skjöl Kvöldfélagsins)

Texti

Helgi 20.X Þykir það við eiga að piltar á latínuskólanum haldi dans-

leiki á skólanum fyrir sig ?

Sn. Jónss. 21. Af hverju spretta ásakanir þær allskyns er læknar almennt verða fyrir og

hvað má færa hafa þeim til mótmæla?

Páll Ól.? 22. Má það þykja nauðsyn eður eigi að bæjir sem Reykjavík

hafi einhverjar almennar skemmtanir?

Snorri Jóns. 23. Eru ýmsir siðir heldri manna sem Reykvíkingar hafa frábrugðna sveita-

mönnum, hérlendis, svo sem gólfþvottur að minnsta kosti einu sinni

á viku, eintómur hégómi?

Jón Borgf. 24. Gangleri?

Júlíus? 25. Hvað skal segja um tóbaks reykingar nú á dögum!

Ennfremur hafði nefndin fengið 60 spurningar frá einum

félagsmanni eða Stud. Theol. V. Brim og fellst nefndin hún á að

þær allflestar væru einkar vel lagaðar til að vera umræðuefni

í félagi voru og kunni hún honum því miklar þakkir fyrir

risnuskap sinn. - Spurningar þessar fylgja hér með.

Reykjavík, 7. Des. 1870

Magnússon. G. Guðmundsson. Helgi E.Helgason Jón Bjarnason. Eiríkur Briem.











  • Skráð af:: Júlíana Þ. Magnúsdóttir
  • Dagsetning: 2024

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:
  • Tilvísanir:
  • Hlekkir: