1 bréf (SG-02-90)

Úr Sigurdurmalari
Útgáfa frá 15. júlí 2011 kl. 01:56 eftir Olga (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. júlí 2011 kl. 01:56 eftir Olga (spjall | framlög) (Ný síða: * '''Handrit''': SG 02:90 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási * '''Safn''': Þjóðminjasafn * '''Dagsetning''': 25. jan. 1853 * '''Bréfritari''': [[Ólafur Sigurðarson...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakkFara í leit
  • Handrit: SG 02:90 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
  • Safn: Þjóðminjasafn
  • Dagsetning: 25. jan. 1853
  • Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
  • Staðsetning höfundar: Ási
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
  • Staðsetning viðtakanda:

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: Jón Sigurðsson, J. Guðmundsson, Frú L. Morvilles

  • Texti:

bls. 1
Ási þann 25ta Janúar 1853
Elskulegi frændi!
„Svo fyrnast ástir sem fundir." Síðan þú sigldir hefur hvorugur
okkar nent að skrifa öðrum línu, og má það að sönnu virðast, þér
til vorkunnar, þar sem þú hefur kannské nokkuð þrengri kring-
umstæður enn jeg, enn síður mér, sém hefi enn sama sjálfræði
og þá þú þektir til. Jeg hefi alltaf séð bréf þín, og látið
mér það nægja, enn það er þó ekki gott, og svo þykja mér aldrei
nógar í þeim fréttirnar, hvorki af sjálfum þér né öðru; þú segist
stundum þurfa að flýta þér, og skrifa mörgum, enn fáir þú nú
þenna miða, og skrifir mér til aptur, þá gjörðu það sém fyrst, og
láttu það svo lyggja hjá þér til vorsins, eins og Staðarhóls Páll,
þetta ráð gétur þú notað, þó gamalt sé, við þá sem þú þarft, að skrifa úm fjár-
hag þinn, þeim veit jeg þú mátt ekki skrifa fyrr en í seinasta
lagi. Það er eitt sém jeg vil fá að vita, hvað margir bekkir eru í
skólanum, sém þú ert á, og hugboð þitt um, hvað langan tíma
þú þurfir enn til að géta útskrifast, og hvenær þú hyggur þú
gétir unnið þér brauð; fé þitt endist ekki mörg ár, enn ekki skaltu
ætla uppá gjafastirk frá löndum þínum, þó það lukkaðist ögn einu
sinni, fyrir kröptuga tilhlutan þess mikla föðurlands og mann-vinar
Herra Jóns Sigurðssonar, þá hygg jeg ekki til neins að reina það
optar. Fólk talar að sönnu ekki illa um þig og víst svo frænd-
fólk þitt heiri, þó gæti skéð jeg hefði heirt þessu líkt: að læra
þetta er óþarft og helzt fyrir Íslendinga, og þeir sem það gjöra,
verða þessu landi aldrei til gagns, skyldu því aldrei hingað koma,


bls. 2
enda géta þeir aldrei uppihaldið sér hér. Athugaðu þetta ef þú
gétur klárað lærdóm þinn við skólann, - þó það sé kannzké frek-
lega hermt, baðstofuhjal einstöku manna - áður þú hleipur til
Íslands aptur, næstum allslaus. Eitthvað kynnir þú líka að hafa
heirt eða séð, sem jeg hefði gaman af, eða gagn. Jeg var að skrifa
áðan um gjafir, þær eru nú að sönnu farnar að tíðkast, enn
misjafnt gengur um þær; Það var í sumar haldinn fundur á
Þingvelli, og kom þar til umræðu meðal annars, hvort ekki
þækti tilhlíðilegt og sómasamlegt fyrir Íslendinga að skjóta
saman fé handa þeim föðurlandsvinum J. Sigurðssyni
J. Guðmundssyni sém fóru fyrir Íslendinga hönd til Kaup-
mannahafnar af þjóðfundinum, og mistu báðir fyrir það em-
bætti, og var þjóðfundarmönnum falið á höndum að gangast fyrir þ(ví)
hvorjum í sínu kjördæmi, svo það yrði gjört, um allt land, og þó
ólíklegt sé, er því sumstaðar ílla tekið; líklegt, væri þó að
flestir vissu hvað mikið þessir menn hafa lagt í sölurnar, og
hvað góð eign er að eiga þá fyrir landið, meðan þess er kostur;
Hérí sýslu er þegar búið að skjóta saman handa þeim nálægt
100 rbd(uppi). Er til nokkurs að byðja þig félausann að út-
vega sér nokkuð? jeg átti að útvega meðal, sem lætur hár vaxa
þar sem það hefur rotnað af, og yfir höfuð það sem eikur hár-
vöxt, enn það er hér ekki að fá að gagni, og ekki öllum trú-
andi fyrir að útvega það, jeg vil heldur ekki nema það sem er
skaðlaust fyrir framtíðina; Nú hef jeg nýlega séð í Dönsku
blaði mykið hrósað í þessu tilliti meðali líklega ný upp-
fundnu sém heitir: Frú L. Morvilles haarpomader


bls. 3
það vildi jeg þú gætir útvegað mér af því vænt glas, þó það
væri nokkuð dýrt og senda mér það svo vel umbúið að það gæti
ekki brotnað, og forsiglað, með Hofs- eða Grafar-óss skipum
í sumar, og forskript hvernig það skuli brúkast, annaðhvort, frá
sjálfum *þér*(i) eða öðrum, hún má vel vera á Dönsku; betalinginn
skaltu fá með sömu skipum til baka aptur, og máttu þá láta
mig vita *hvort*(y) ef þig lángaði til að fá eitthvert smáræði,
héðan, sem þú héldir jeg gæti útvegað - Í þessu byð jeg
þig að reinast mér svo vel sém þú gétur.
Þinn einlægi frændi
Ól. Sigurðarson


bls. 4/forsíða/

S.T.?*
Uppdráttarlistalærisveinn S. Guðmundsson
frá Skagafjarðar sýslu
Kaupmannahöfn