Bréf (SG02-96)
- Handrit: SG 02:96 Bréf frá Ólafi Sigurðarsyni, umboðsmanni, Ási
- Safn: Þjóðminjasafn
- Dagsetning: 21. júní 1860
- Bréfritari: Ólafur Sigurðarson
- Staðsetning höfundar: Ási
- Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
- Staðsetning viðtakanda:
- Lykilorð:
- Efni:
- Nöfn tilgreind: séra Davíð, séra Hjörleifur, Lárus sýslumaður, frú Christiansen
- Texti:
bls. 1
Ási 21. Júni 1860
Kæri frændi!
Bréf þitt af 24 þ.m. þakka eg innilega, og kona
mín eins fyrir sendingarnar, sem séra Davíð skilaði
öllu óskemmdu; og byrtist hún nú í öllu þessu
státsi í brullaupi hans í fyrra dag, því hún var
þá búin með fötin, en fékk fallegt belti að láni; svart
slör hafði hún yfir faldinum, og halda allir það
tilhliðilegra einkum fyrir konur. Nú þarftu að
segja þér söguna: Það var „drukkið priment og
og (sic) klarent" svo var dæmt og dæmt; öllum eða flestum
þótti faldurinn ljótur, þó flestir viðurkéndu hann
líðanlegri en hinn, og sjálfsagt þægri, enginn
saknaði miðleggingarinnar á treyjunni, en baldíringin
þókti sumum mjó, og kveðin öll með sömu raust;
fatsaumurinn af veggtjaldi Solveigar okkar, þókti
öllum fallegur, hann er með litum, leggir dökkgrænir
utan en ljósgrænir innan að þverböndum, enn
þverböndin annars engin, heldur kljúfast blöðin
þar út, flest græn utan, það eru þrenn þríblöð eins
og þú manst, þá er annað efra blaðið hárauðt innan,
en hitt blárauðt, en broddblaðið eð miðblaðið sem er
breiðast er saumað með blárauðum æðum, og
broddur þess að fremstu æðinni hvítgulur, miðjan
að efri æðinni rauðgul, og efsti hlutin hárauður;
og það er fyrir mínum augum fagurt, svona eru
bls. 2
þær allar, en*n*(y) fötin eru úr dökku klæði góðu, svo eg
vona þau þoli nokkuð, koffrið er að sönnu dáfallegt,
ef það væri nógu gott í því; er það ekki sannarlegt
látún? það skulum við hugsa um síðar, enn stjörnu
koffur hefði kona mín gaman af að sjá, þó henni
þyki óvíst það sé fegra en þetta, og beltinu hefur
þú lofað.
Jeg var að segja þér frá dómunum, nú var
fólk við úr 3*r*(upp) sýslum og fáir sögðu gott nema
séra Davíð og séra Hjörleifur þeir börðust fyrir
okkar málefni, og Hjörl. pr þakkaði konu minni mikið
vel fyrir að hún hefði orðið fyrst til að koma þessm
búning upp í norðurlandi. Lárus sýslum. var einna
vestur, hann lofaði þér góðu ef hann fyndi þig,
hann sagði þetta væri svo líkt stríðsmanna húfum,
og þessvegna nefnilega ókvennlegt höfuðvat, hann
sagði að skotthúfan væri fegurst af öllum höfuðfötum,
sem hann hefði séð, og hún ætti að vera hátíða höfuð-
fatið, en einhver skrattin hverdag, því hún væri ofgóð
til þess. Hræddur er eg um að þú fáir aldrei frú Christian-
sen á þitt mál. Sumir vildu hafa faldspaðan ögn
breiðari og þynnri, það er að skilja, að nokkru
leyti líkari þeim sem við höfum báðir þekkt en miklu
minni, géturðu nú ómögulega áttað þig í að hann sé
kvenlegri svo?
Loksins er nú að tala um möttulinn, hann vantaði
nú í þetta sinn, hann á víst að vera úr klæði eins og
bls. 3
hitt, en með hvaða sniði? krínglóttur segir þú, eða hálf-
kringla en hvað stór að þvermáli? sirkilinn hefi eg,
á hann að vera kögraður á jöðrunum? eða lægður með
agraman, hann á víst að vera fóðraður, eða tvífóðraður.
Sé nú nokkuð meira til í þínum haus þessu máli
til eflingar, ermahnappar armbönd eða eitthvað, ættir
þú að láta mig fá það sem fyrst, með skýrum reikn-
íngi yfir það hvað það kostar, eins og beltið, því meira
vill ekki konan þyggja af þér að gjöf en*n*(y) þetta
þáði hún með góðu géði, eins og við vitum þú hefir
útilátið það.
Þinn frændi
Ó. Sigurðsson
bls. 4/forsíða
S.T.?*
Herra Málari Sigurður Guðmundsson
í/ Reykjavík
*ATH Sigurður hefur skrifað á forsíðuna:
(G?)uðbjörg Eyjolfsdóttir í Fljótsdal
- Gæði handrits:
- Athugasemdir:
- Skönnuð mynd:[Lbs: Handrit.is]
- Skráð af:: Heiða Björk Árnadóttir
- Dagsetning: 07.2011
- (Titill 1):
- Sjá einnig:
- Skýringar:
- Tilvísanir:
- Hlekkir: