1 bréf (JStilSG-64-27-08)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
 • Handrit: B/1 1864, 5 Bréf Jóns Sigurðssonar til Sigurðar Guðmundssonar
 • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
 • Dagsetning: 27. ágúst 1864
 • Bréfritari: Jón Sigurðsson
 • Staðsetning höfundar: Kaupmannahöfn
 • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson
 • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

 • Lykilorð: Forngripasafn, Hauksbókarblöðin, Safn Árna Magnússonar, Rimmugígur, Þingvellir
 • Efni:
 • Nöfn tilgreind: Teilmann, Thomsen, Jón Árnason, Jóns Vídalíns biskup, Þórunn, Friðrik sjöundi

Khöfn 27. August 1864

 • Texti:

bls. 1


Khöfn 27. August 1864
Kæri vin,
Ástar þakkir fyrir yðar seinasta góða bréf, og skýrslu
þá sem þér með svo mikilli trygð hafið safnað fyrir
mig um Vikivakann, og eins hvað þér passið uppá Þíng-
- völl. Eru þér nú ekki búinn að fá svo mikið, að þér
getið samið ritgjörð í Safn til sögu Íslands, með upp-
dráttum. Þér skuluð fá Honorar þegar ritgjörðin
er samin og send og viðtekin til prentunar, þó hún
sé ekki prentuð,, að minnsta kosti svo mikið, að nemi
helmíng eða meira. Það er gott þó ritgjörðin sé
smásmuguleg, þegar öllu er safnað sem nokkuð er um
að gera. – Ekki skuluð þér byggja uppá mig, eða uppá
Lögsögumannatalið í þessu efni, því eg hefi engan
gaum gefið staðalýsíngunni.
Á kroti Teilmanns er ekkert að græða, það er
brot af Almannagjá og ekki annað, því þetta var
hreinasta blágóna maðurinn og vissi ekkert, nema
það sem hann hjó eptir af því sem honum var sagt.
Það gleður mig að sjá, að safnið ykkar eykst og
margfaldast. Eg hefi opt talað við gamla Thomsen,

bls. 2


að gefa ykkur Doublet frá Steinöld og koparöld einkum,
og hann er fús til þess. Nú hefir hann fengið mikið eptir
Friðrik sjöunda. þið ættið nú að skrifa Thomsen til, og
segja honum í stuttu máli ykkar status og biðja hann ásjár.
Semi þið nú laglega, ekki of lángt en snjallt og sláandi.
Sendið þið mér skjalið og skal eg reyna við kallinn, en
flýti þið ykkur, því hann er ef til vill nærri þröskuldi
á himnaríkisdyrum. En svo er eg hræddur um eg megi
taka af ykkur nokkuð aptur, og það er Hauksbókarblöðin,
því nú er það komið í alla, að þau sé ugglaust úr AMagn.
safninu, og hafi verið í 544.4to fyrir 40 árum síðan. Eg
ætlaði ekki að verða fyrstur til að kalla upp með það, en
nú eru bæði Jón Árnason og Guðbrandur búnir að segja frá
- því, og A.M. nefndin getur ekki annað en farið í stjórnina
og heimtað blöðunum skilað aptur. Það væri líklega bezt
þið senduð þau nefndinni að fyrra bragði, því satt að
segja eru blöðin einkis virði, þar sem ekki er annað á
þeim en theologiskt gamalt gutl. Þið Jón Árnason ættið
að senda mér þau með fyrstu ferð og svo væri það stríð á
enda.
Rimmugýgr hét öxi, sem var í Skálholti á dögum
Jóns Vídalíns biskups, send til Hafnar herumbil 1720 með
Raben stiptamtmanni. Hún var eignuð Skarphéðni. Önnur
var í Skálholti c. 1788-96, og var líka kölluð Rimmugýgr
Skarphéðins (því þá hafa menn verið búnir að gleyma hinni)
og mun sú líka hafa verið send til Hafnar. Hver veit nema

bls. 3


frú Þórunn muni til hennar. Það er sú sem þér segið senda
1804. Um hina hefi eg séð bréf samtíða, sem eg nú ekki finn.
Forlátið mér þenna miða, og verið ætíð sælir og
blessaðir.
Yðar trúr vinur
Jón Sigurðsson.<ref>Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athugasemdum og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjélags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 100-101: „Gamla Thomsen, forstöðumann forngripasafnsins í Höfn. – Friðrik sjöundi fékkst við fornleifarannsóknir og frongripasöfnun; hann dó 15. nóv. 1863 og fór forngripasafn hans til forngripasafns ríkisins. – Bls. 47. Hauksbókarblöðin. Synir drs. Hallgrs. Schevings gáfu Forngripasafninu 6. febrúar 1864 skinnblöð, 14 að tölu; hafði hann fengið þau í arf frá Suðanesi, úr dánarbúi séra Stefáns Einarssonar (d. 1847); þau voru nr. 76 í safninu. Það kom í ljós, að þau voru úr Hauksbók, sem var og er í handritasafni Árna Magnússonar, nr. 544, 4to., höfðu borist þaðan ekki alls fyrir löngu. Þeim var lýst í Þjóðólfi 16., nr. 17-18, og þau voru gefin út vandlega af Bókmentafélaginu næsta ár, 1865; útgef. Jón rektor Þorkelsson. – Stjórnarnefnd Árnasafns falaðist eftir blöðunum með bréfi, dags. 30. okt. 1886, og skrifuðu stiftsyfirvöld forstöðumanni safnsins, Sig. Vigfússyni, samkv. því 23. nóv. s. á. Sigurður vildi láta blöðin, ef það sannaðist ábyggilega, að þau væru úr Hauksbók. Þau voru síðan afhent næsta ár, sbr. handritasrká Árnasafns, Katalog over den arnamagnæanske Samling, I., bls. 683-78. – Boðin voru Forngirpasafninu ýms ung handrit og bækur, en því var hafnað. Síðar hefir Þjóðminjasafnið þó þegið að gjöf nokkrar af bókum þeim sem stjórn Árnasafns hefir gefið út. – Svar Sigurðar Guðmundssonar við þessari málaleitun Jóns er hér í bréfi hans nr. 5 (bls. 49-50). – Rimmugýgr sú sem var í Skál holti um 1700 og sú sem var þar síðast á 18. öldinni er sama öxin; Raben sendi hana aftur. Sjá um hana í Árb. 1915, bls. 36-42.”</ref>


 • Gæði handrits:
 • Athugasemdir:
 • Skönnuð mynd:

 • Skráð af:: Edda Björnsdóttir
 • Dagsetning: 6. 2013

Sjá einnig

Matthías Þórðarson: „Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmundssonar málara 1861-1874, með athuasemdur og skýringum”, Árbók hins íslenzka fornleifafjelags 1929, Reykjavík 1929, bls. 34-107. Hér bls. 46-47.

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar