1 bréf (MJtilSG 67-14-01) Bréf til Forngripasafnsins

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search
  • Handrit: B/2. 1867/1. (67-14-01) Bréf Magnúsar Jónssonar til Sigurðar Guðmundssonar
  • Safn: Bréfasafn Þjóðminjasafns Íslands
  • Dagsetning: 14. janúar 1967
  • Bréfritari: Magnús Jónsson
  • Staðsetning höfundar: Grenjaðastaðir
  • Viðtakandi: Sigurður Guðmundsson fyrir hönd Forngripasafnsins
  • Staðsetning viðtakanda: Reykjavík

  • Lykilorð: Forngripasafn
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind:

Grenjaðastað, 14. Janúar 1867

  • Texti:

bls. 1


Grenjaðastað, 14. Janúar 1867

Herra
S. Guðmundsson málari í Rvík!
Heiðraði vin!
Jeg hefi enn ekki svarað brjefi yðar 25. Juli 1863
áhrærandi Kirkjuhurðina fásjeðu, sem þjer tókuð
uppdrátt af fyrir liðugum 10 árum síðan. Það
sem þjer segið um fornmenja safn hjer í landi
í nefndu brjefi yðar er að minni tilfinningu vel
og rjett orðað í alla staði og get jeg því ekki
annað en fallist á það.
Það er satt er þjer hafið frjett, að Dr Dasent
hinn enski falaði hjer um árið hurðina með
rósaverks lömunum, en hann kvað mjög líkjast löm-
um er menn hefðu í Englandi frá 13. öld.
Eptir tilmælum yðar í nefndu brjefi hef jeg enn þá
ekki látið lamirnar burtu. Er jeg búin að láta taka
þær af hurðinni, án þess þær hafi skemmzt hið minnsta.
þær hefðu verið óflytjandi með hurðinni, sem er mikið
- bákn. En nú er að tala fyrst um það hvern-
ig lamirnar verði fluttar suður til yðar. Frá
Húsavík til Reykjavíkur er ekki að hugsa

bls. 2


að ferð gefist, en þaramót öllu heldur frá
Akureyri, ef frakkneska herskipið skyldi þar
koma – einsog stundum hefir átt sjer stað að sumar-
lagi- en fara síðan aptur til Rvíkur. Ef jeg ætti
að koma „lömunum” inn á Akureyri, þá getur
sá flutningur að meðtöldum kassa nógu sterkum
- utan um þær, ekki kostað minna en frá
2-3rd.
Þar næst leyfi jeg mjer að spyrjast fyrir um það
hvert kirkjur hjer – sem nú eru í 700rd skuld-
geti vænzt nokkurs endurgjalds fyrir „lamirnar”?
Dasent bauð hjer um árið 50 rd. Að vísu vil jeg
nú ekki stinga upp á svo miklu, heldur helmingi
þess, eða 25rd, minna finnst mjer varla verði
til tekiðs, ef selja skal á annað borð en ekki
gefa. Þið umsjónarmenn forngripa safnsins gæt-
uð annars fært þetta á tal við Styftsyfirvöldin til
að heyra hvað þeim sýndist, því að sinni nenni
jeg ekki að vera skrifa prófasti um það á því
skyni að hann aptur skrifa þeim hjer að lútandi.-
Af stjórnartíðindum er að sjá að tregt gangi enn
sem komið er að fá styrk forngripa safninu til
viðreisnar.
Vilduð þjer gjöra svo vel og segja mjer

bls. 3


hve mikið altaristöflur, þær kosta vanalega
sem þjer eruð að mála handa sveitakirkjum,
eins þækti mjer gaman að vita stærð þeirra (s: hæð
og breidd) og nafn málverksins. Hafið þjer
sama uppdráttinn á öllum? Eða kosta þær allar
jafnt? Má ske kirkjan hjer gæti fengið
eina hjá yður með nokkrum afslætti ef þjer
fáið „lamirnar” reikningslátið eða reikn-
ingslaust?
Með vorpósti ætla jeg að vonast eptir svari
frá yður, ef hentugleikar leyfa, og kveð yður
svo með virðingu og vinsemd.
Yðar
Magnús Jónsson


  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd:

  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: Júlí 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar