Bréf (SG02-232)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: Forngripasafnið, greiðsla, minnisatriði
  • Efni: “Beiðni um greiðslu fyrir störf í þágu Forngripasafnsins og tíundar bréfritari þau skilmerkilega. Uppkast. Aftan á blaðið hefur hann ritað minnisatriði.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind:

Texti:

bls. 1

Einsog hinum háu stiptsyfirvöldum er kunnugt

hefi eg nú í 10 ár staðið fyrir hinu íslenzka forngripa-

safni og safnað þeim 1152 Nr., sem þar eru saman

komin; til að vekja áhuga manna á safninu hefi eg

jafnaðarlega sýnt það tvisvar í viku í vetur og sumar

og hin síðustu ár einatt daglega eða jafnvel opt á

dag um miðbik sumarsins, og þessutan eru allar hefi eg haft miklar

brjefaskriptir mínar í þarfir safnsins bæði innan

lands og utan. Fyrir alla þessa fyrirhöfn mína í

þarfir safnsins hefi eg aðeins fengið 100 rd., er

mjer voru borgaðir 3. Júlí 1870, en þau rúm 3 ár, sem

síðan eru liðin, hefur og umsjónin yfir safninu verið

fyrirhafnarmest, eigi aðeins sakir þess, hvað safnið

hefur stækkað, heldur einkum vegna þess, að eg varð

að verja öllu vorinu 1871 og og mestum hluta sum-

arsins sama ár, til að raða öllu safninu, semja

nýtt registur yfir það og hafa umsjón sjá um

smíðar á herbergjum og skápum handa því; enn-

fremur tók það töluverðan tíma að koma fyrir þeim

steinvopnum þeim, er safnið fjekk næstliðið

sumar. Með tilliti til þessarar sjerstaklegla fyrir-

hafnar leyfi eg mjer að fara þess á leit, að stiptsyfir


bls. 2

völdin vildu veita mjer 100 rd. af peningum þeim,

sem safninu hafa verið ætlaðir yfirstandandi

ár, og sem það eigi hefur þurft á að halda í þetta

sinn til annars brýnni nauðsynja


  • ATH hér eru einnig rituð mörg minnisatriði neðst á blaðið, lóðrétt.  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar