Bréf (SG02-43)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: uppdrættir, Alþingi, Þingvallakort, rúnasteinar, Skotland, Flatbók, Þjóðólfur, Njála
  • Efni: „Enn um uppdrætti þá er Sigurður gerðir fyrir Dasent um búðaskipun á Alþingi og heimildir um það. Rúnasteinar og aldurákvaðarnir á þeim. Guðbrandur brýnir fyrir Sigurði að vera varkár í tímasetningu þeirra og ekki og auðtrúa.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind: George Webbe Dasent, Konrad Maurer, Grímur Thomsen?, Jón Árnason ?, Maagensen, Sigurður Jónsson (lögmaður)

Texti:

bls. 1

Kmhöfn 13. Oct. 60.


Góði vin!


Ég skrifa þér nú ekki nema fáar línur

en þakka þér sem best tilskrifið. Frá Dasent

hefi eg lengi ekki fengið bréf, sem kann að koma

af því að hann var lengi í Skotlandi og annað

það, að hér hefir verið búið til facsimile stórt

af Flatbók sem á að fylgja Orkn.b. en það

hefir orðið búið síðar en ver átti, nú hefir

Grímr líkl sent hvorttveggja með sömu ferð-

inni. Hitt veit eg ekki til að Gr. hafi gjört

nein notata við uppdrætti þína af sínu

eigin brjósti, og eg vona að Dasent líki þeir;

að þessi uppdráttr ekki er authentiskr og er

hugsmiðar má hann ekki láta sig furða

því annað er ekki til, og verðr því að tjalda

því sem til er og skynsamir menn álíta

sannast og um hið einstaka geta margar

getur verið, en eg hefi vísað honum á þig sem



bls. 2

okkar besta járn í þessum efnum. Þessi bið

gjörir þér ekkert, og hvort Maagensen bíðr mánuði

skemur eðr lengr (hann kom til mín um daginn)

gjörir ekki mikið. Þó vildi eg bráðum hafa

enda á þessu og vona nú bráðum bréfs. Pen-

ínga hjá Sigurði hefi eg ekki enn meðtekið

og ekki um fundið hann.

Katastatis alþíngis eðr búðaskipan

þekki eg ekki aðra en frá tíð Sigurðar lögmanns

sem prentuð er í Þjóðólfi og margir eiga af-

skriptir, sumar betri sumar verri. Maurer

átti afskrift sem eitthvað var betri en þær

venjulegu. Ég skal skrifa honum til um

þetta. Kannske við gætum þá komist í

complet um uppdrátt alþíngis sem ætti

að fylgja nýrri útg. af Njálu. Þó um

þetta síðar, eg vil ekki narra þig nema einu um tóm

Vel væri að þú hefðir auga á rúnasteinum

en vertu ekki of auðtrúa í þeim efnum,



bls. 3


það er fastum að enn þekkja menn ekki stein

eldri en frá 14. eðr 15. öld. Nær fóru menn fyrst að

að höggva legsteina á Íslandi, sem eru annað en

bautasteinar sem stóðu með vegum (brautu nær)

einsog grapir hjá Rómverjum. - Hvaðan hefir þú

það að bandrúnir sé elstar? Þú heldr að fyrsta

orðið byri á Hjal.. en hvaða orð er það? Hjálp

hjallr? Hjálmar (eg hefi ekki fundið neinn Islend-

íng með því nafni fram að 1400). Nú er víst

að legsteinar frá 15. öld og um það leiti byrja

allir eðr velflestir með Her eðr hær hvilir

þegar nú fyrst stendr á steini Hi þá er grunr

um það sem fylgir. Ég held víst að hier sé hið

réttara orð, úr hial fæ eg varla vit. Þar að auki

rúnalagið er ekki gamalt á þínum steini,

elskan mín! vertu varkár og kritiskr í þessum

efnum, og hafðu það fyrir ósatt sem ekki

er raun fyrir. Hitt ætla eg víst að heimstöðvar

rúnanna sé í Svíþjóð, þar er landið þrátt fyrir




bls. 4


eyðileggíngar þakið dýrum bautasteinum

þúsundum saman, í Danmörk er hundruð

þar sem þúsund eru í Svíþjóð. Á Isl. er enn

enginn fundinn og hvar er betr farið með grjót

en þar, ekki er það haft í veggina þar það er

synd að segja. - Eins er um ritlagið það er

ekki ætíð elsta handritið sem er svofast og

mest bundið, svo er um steinana að þó steinn

sé mulinn og máðr og ólæs af bandrúnum

þá er ekki sönnuð elli hans með því, nema

fyrst sé sýnt með dæmum að bundnar

rúnir sé elstar sem eg held sé þvert á

móti. -

Nú ekki meira um þetta að sinni

Lifðu alla tíma vel. Þinn einlægi vin


Guðbrandr



  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

  • Sjá einnig:
  • Skýringar:

<references group="nb" />

  • Tilvísanir:

<references />

  • Tenglar: