Bréf (SG02-47)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

Texti:

bls.1

[Í vinstra horni stendur með hendi Sigurðar:]

svarað

um rustir skáp

og brík og tjald (lofað)


Sauðanesi 18 jan. 1868


Góði vinur!


Ekki má eg vera svo óartarlegur, og

skrifa þjer enga línu, sem búinn ert

að skrifa mjer 2 brjef í röð, held eg. Eg

hefði heldur ekki móti því að rabba við

þig stundarkorn nú, einsog þegar við

vorum saman, ef við værum i góðu tómi

En nú er ekki sem svo sjé – Svo nú

skaltu sjá roð af brjéfi - hvorki fyrirlestrar

til siðbóta, heimsádeilur til sannlætis, nje

frjettir til skemmtunar. Það er sona

hinseigín; fransk visuit. - þú veizt og kannski,

hvað austfirðingurinn kallar þessleiðis skjótar

komur.

Eg hefi verið að bíða eptir að geta






bls.2


sent þér eitthvað fallegt. Til húsatópta

hefi eg frétt í Dómsneshólma í Hafralóns-

á í Þistilfirði - náunginn er seinn að

mæla og draga upp tóptirnar fyrr mig.

það kemur seinna.

Munir eru hjer fáir. Þó er hjer einn

skapur á Sauðanesi, eínhver merkasti forn-

gripur, sem búið er af í orði að gefa safninu (fje-

laginu) af eigandanum prófasti Halldóri

Bjornssyni; líka gaf kona hans rúmtjald

fallegt sama kvöld í haust; við sjera Björn

í Laufási lögðum þá saman að herja? sig.

brík er hjer og gömul, sem kemur með

skapnum. Eg mun leita að fleiru.

Ekki var hjer nefnandi um sam-

skot handa safninu. Eg nenni því heldr

ekki að ryðja mig einn hjeðan að heim-

an; en 1rd á eg að rjettu hjá gjaldkera

lestrarfr kveldfjélagsins; þann dal





bls. 3


borgaði eg við burtför mína úr Rkvík

til að mega vera í fjelaginu; en með-

því eg hefi síðan engin skírteini

fengið sídan eg fór, er sá rd fyrir

ekkert gefinn. Þyki Helga mínum

Helgesen þetta resamement rjett-

því honum fjékk eg tillag mitt-

þá er hann tilsleginn safninu;

ditto 1rd48sk skuld frá Larúsí

Bendiktssyni, kæmi sá slubb-

ert til Víkur og þú næðir í hann;

það er verð fyrir grískt, testamenti.

Kannske batni í ári og nefnndr

væri þá um samskot handa safn-

inu – við skulum sjá.

Ekki hefi eg fengið sunnan –

bréff; eg á von á brjefi frá Helga og

Sveini; berðu báðum kæra kveðju og





bls. 4


[í vinstra horni skrifað með hendi Sigurðar:]

svarað


mad. Skúlasen ditto.

Eg er við þolanl: heilsu, og beztu

kjör að öðru , mora í dún og skuldum.

Unga dóttr á eg, sem eg fjekk í vetrar-

gjöf. Hvar stendur þú þar?


Vertu nú blessaður og sæll, og

lofaðu mjer að sjá innan skamms,

að þú lifir, ef svo er, og lifir vel:

þinn einlægr vin

G.Gunnarsson.





  • Skráð af: Edda Björnsdóttir
  • Dagsetning: 6. 2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar