Bréf (SG02-93)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: almenn tíðindi, litunarketill, brjóstaglas, þvagpípa, hármeðal og metaskál, Kaupmannahöfn, fjárkláði
  • Efni: „Beiðni um kaup á margþættum varningi, litunarkatli, brjóstaglasi, þvagpípu, hármeðali og metaskálum. Almennar fréttir eru í þetta sinn helgaðar fjárkláðanum einum og það ófremdarástand sem berst með honum.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind:

Texti:


bls. 1

Ási 7.dag Februar m. 1858

Elskulegi frændi minn!

Nú ætla jeg að fara að reina í þér rifin, og

vita hvað gott skilatraust þú hefur þarna í Höfn;

mig lángar til að eignast ýmislegt þaðan, enn gét

nú ekki sendt þér peninga til að kaupa fyrir handa

mér, fyrri um að sumri, trúi þér þó betur enn

sumum öðrum, að sjá um að það sé ósvikið. -

Það sem mér liggur nú mest á er litunarketill,

sem þú verður nú endilega að hjálpa mér með; jeg

vil ekki kosta uppá að hann sé úr eiri, heldur skaltu

útvega mér látúnskétil, sem taki herumbil 11/2 fjórðúng,

þarnæst bið jeg þig að útvega mér glas sem brúkað er til að

sjúga með brjóst, það er með gati á annarri hliðinni

líka lángar mig til að fá þvagpípu sem brúkuð er í

kviðarsjúkdómum, mun þetta hvorttveggja vera apotheka

vara. Ennþá ætla jeg að biðja þig um hársmirsli, þó

mér dugaði ekki Morvilles pomade, jeg hef betri trú á þessum

nýa af grösum alveg tilbúna, sem kallast Vegetabilsk

Stang Pomade, og fæst í seinasta blaði sem jeg hefi séð, hjá

Adolph Hense Vimmelskaptel No 134 A Dálitlan sterkan

hérum 4 þumlúngar í þvermál, enn það er ekki nema

tómar skálarnar sem jeg vil, því jeg á ballansinn og lóðin.

Eitthvað af þessu kantu að géta gjört fyrir mig, og

í það minsta vona jeg eptir línu frá þér með


bls. 2


vorskipum, með dálitlum fréttum.

Héðan er fátt að frétta, nema vesta útlit með

fjárkláðann, hann er nú komin vestantil í Húna-

vatnssýsluna, og kémur nú líklega til okkar í sumar

hvernig sem reint er að verjast honum, og kallast þá

heldur fljótt velgeingni fólks hér í sveitunum, því leifar

eptir góða árferðið og verzlunina eru kaupstaðaskuldir hjá

öllum fjöldanum, og það eru ekki góðar leifar.

Þinn einl. frændi

Ól. Sigurðarsson  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar