Bréf (SG02-98)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: þakkir, uppdrættir, kvenbúningur
  • Efni: „Þakkir fyrir sendingu á sniðum og uppdráttum á möttlinum. Beiðni um útvegun á efni í hann. Kvenbúningurinn er að sögn orðinn viðurkenndur nyrðra - en fátækt standi í vegi fyrir útbreiðslu hans.“ Sarpur, 2015
  • Nöfn tilgreind:

Texti:

bls. 1

Ási 25 dag Janúar 1861

Kæri frændi!

Kona mín biður nú einusinni mikið vel að

heilsa þér, með þakklæti fyrir möttulsniðin og

uppdrættina sem þú sendir henni núna seinast með

Böðvari í Ketu, og ert þú nú búinn að gjöra hana

handverksfæra að uppdráttum og sniðum, hefði hún

eptir því verið menntuð í handirðum á ýngri árum.

Eptir tilmælum þínum sendir hún þér einn bug af

fatsaumnum, og er hann hvorki verr né betur gjörður en

á hennar fati; gjörir hún ráð fyrir þeim blómstur-

saum nunnunum í R.vík þyki heldur gisinn hjá

sér saumurinn, en hún gjörði það af þeirri ástæðu

að klæðið hrukkaði ekki undan honum, því henni

þykir það ljótt; enda gjörði það það ekki hjá henni.

Nú er hún farin að byrja að sauma í möttulinn

með sama saum, og svipaðri litarhögun, og þykir

öllum það fremur fagurt eins og enda fatsaumurinn;

baldirað blað bað hún þig um í sumar, og stjörnukoffr

eða þó heldur hitt eins og það sem þú sendir henni, því

það mun víst vera fegra, og er líka svo samkynja upp-

dráttunum, en beltinu pörunum leiðist henni mest eptir, því

hún þarf að fá það að láni. Verði nú kona mín

lengi einstök í þessum búning hér í Norðuramtinn, er

það meir fátækt og kunnáttuleisi til þessa saumaskapar

að kenna, heldur en því, sumt kvenfólk sé nú ekki

farið að mörgu leyti að fallast á hann, þú mátt líka


bls. 2


geta því nærri þegar eg er nú farinn að halda með

honum af alefli, því eg hefi þó stundum fundið

eitthvað að hjá þér.

Héðan er fátt merkilegt að skrifa, besta tíð hefur

verið hér í vetur það sem af er, þess var líka þörf

eptir grasleysis- og óþurka sumar.

Þinn einl. frændi

Ó. Sigurðsson
















bls. 3

AUÐ SÍÐA


bls. 4


S.T.

Herra Málari Sigurður Guðmundsson

í/Reykjavík


(*)ATH Ó. hefur skrifað til hliðar:

Fylgja innsigluð blöð











  • Skráð af: Heiða Björk Árnadóttir. Yfirfarið: Elsa Ósk Alfreðsdóttir
  • Dagsetning: 07.2011

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar