Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0133-136)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð:
  • Efni:
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

Texti:

Bls. 1


Reykjavík 18 Nofember 1859
heill og sæll!
þú hefir víst skrifað mér opt sem eg hefi ekki
svarað, firir géfðu það, eg hafði lítin tíma
og líka vissi eg ekki nær þú kæmir til hafnar
ekki undra eg mig ifir því þótt þér líkuðu
þjóðverjar og þeirra biggingar og fleira
eg hefi alltaf sagt að þær dönsku biggingar
væru ekki á marga fiska og eins margir
siðir dana eg kannaðist nákvæmlega við
allar þær biggingar sem þú gast um í bréfinu
þær hefi eg séð allar nákvæmlega mindaðar
eins kannaðist eg við flestar mindirnar.
mér líður allvel hefi alltaf haft ímsa
hausa að minda sem óþarfi er að telja
því mikið af því hefurðu frétt úr bréfum
annarra nú er komið svo lángt með búningin
að ein hefir gift sig í honum og 2 hafa
verið til altaris í honum og hafði önnur
þeirra tygla möttul með því forna sniði sprotabelti
gild, giltan saum neðan á fötonum, og kríngum
hálsin, erma hnappa gilta, hálsfesti gilta með
píngu gilt band um enni og hvítan höfuðdúk
beran háls, og gamla handlínu sú þriðja
kémur bráðum og svo vona eg marga fleiri
bæði firir vestan og austan og norðan
eg hefi sent bréf í allar áttir og mindir
og læt aðra skrifa það geingur ekki
kjaptæðislaust af þegar þess hattar breifing-
ar eru á ferðum gamla fólkið ann þeim ekki

Bls. 2


ímislegt hefi eg feingið hér gamalt
og skrifað upp mikið sem hefir talsvert
filt í skörðin sem áður vóru
mikið hefi eg feingið úr gömlum kvæðum
og bréfum máldögum og fleiru
af útsaumi og útskurðum hefi eg
feingið lítið
skóðaðu firir mig elsta handritið af
Laxdælu og segðu mér hvað þu heldur að
það sé gamalt, og gættu að hvort þar er
sagt að Guðrúnu hafi dreimt að
hún hefði krókfald á höfði
eins vil eg biðja þig að gæta að í hvaða hand-
riti af Njálu sagt er að hallgérður hafði
kirtil og á búningur mikill eg vil vita aldur
á því handriti og kvort það er gott
eða slæmt, eg vona þú látir mig vita
um þettað það bráðasta þú gétur
þjóðverjar eru að géfa út ímsar íslenskar bækur
og þætti mér gaman að vita greinilega
hvað það er og hvurt mögulegt er að
fá þær þorsteins sögu síðu hallsonar
hefi eg séð en ekki fleiri nú hefi eg
ekki meira að segja í þettað sin
lifðu vel og heill
Sigurðr Guðmundsson
segðu mér ef þú gétur hvað gamalt er elsta
handritið af krókanefssögu, og hvað þú hedur
heldur hún sé gömul  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 06.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar