Bréf Sigurðar til Guðbrands (beb0137-140)

Úr Sigurdurmalari
Jump to navigationJump to search

  • Lykilorð: krókfaldur, kyrtill (kirtill), búningar
  • Efni: krókfaldur
  • Nöfn tilgreind: XXXXXXX

Texti:

Bls. 1


Reykjavík 21 júní 1860
góði vin!
Eg þakka þér kærlega firir til
skrifið, og upplýsingarnar
upplýsingin um krókarefssögu
líkar mér vel
um hlaðbúna kirtilinn hallgerðar
í Njálu líkar mér líka allvel, hafi eg
skilið þig rétt þá stendur ekki hlað
búin kirtill nemað í einni af þeim
lökustu skinbókum af Njálu, en því
er slept í þeim bestu handritum og
er líklega (C.) eitt af þeim, sem njála er
og prentuð eptir, hefi eg skilið þettað rétt?
Eg er ekki að öllu ánægður með
svar þitt viðvíkjandi krókfaldinum
í Laxdælu, það er mér mjög áríðandi
þú segir mér að það sé nefndur krókfaldr
í ágætu pappírs handriti, sem sé af besta
handritaflokki, en þá heldur þú að
þett sé ritvilla

Bls. 2


eru stafirnir óskírir eða hvað veldr
að þú heldur að þettað sé ritvilla?
eg vildi vita númer á þessu handriti
og svo um hvenær þú heldur að sú
skinnbók sé rituð er þettað handrit
sé skrifað eptir einnig vildi eg vita
hvort krókfaldr finnist í nokkrum
skinnhandritum, þeim, er þann hluta
sögunnar vantar ekki í aðgættu nú
þettað firir mig, það er mér áríðandi
uppá alla faldana.
um faldana er það að segja að þeim
miðar hér vel áfram, og sé eg eingann
aptur kipp í því, en heldur þvert á
móti, eg er búin að fá margar af þeim
meiri háttar í lið með mér, hér og hvar,
búningarnir eru nú ornir margir er
búnir eru en ekki eru komnir nemað
4 möttlar en það er þá góð birjun.
þær eru flestar farnar að hafa mína uppdrætti
á fötonum, en silfrið er en ekki vel
komið í gáng nemað að höfuðböndinu

Bls. 3


þú gétur ekki vænst eptir bréfi frá
Sigurði bróður þínum, því han er
ekki her í vík sem stendur
han brá sér snöggvast vestur á
Skarðsströnd og ætlaði að vera
burtu 14 daga, hann var farin
aður en skipið kom, eg á að bera
þér kæra kveðju frá konu hans.
ekki veit eg hvað miklar upplísingar
eg gét géfið þeim þínum enska manni
eg hefi heldur lítið gétað hugsað um
það, en í öllu falli ætti hann að géta
feingið plan og eitthvað.
nú er eg að minda eina í íslenska fald
búningnum mínum, annars líður mér
allvel, lifðu vel og heill þinn
Sigurðr Guðmundsson
______________________
segðu Arnljóti að eg muni ekki fá tíma
til að skrifa honum núna.



  • Gæði handrits:
  • Athugasemdir:
  • Skönnuð mynd: handrit.is

  • Skráð af:: Elsa
  • Dagsetning: 06.2013

Sjá einnig

Skýringar

<references group="sk" />

Tilvísanir

<references />

Tenglar